13.1.2011 | 23:36
Sérstakur skrípaleikur.
Það er undarlegt að fylgjast með fjölmiðlum í kvöld. Beinar útsendingar eru frá dyrum "sérstaks". Rúmum tveimur árum eftir hruni tekur "sérstakur" sér seinnipart dags í að spyrja hrunalið Landsbankans út úr og allir helstu fjölmiðlar landsins láta fréttamenn sína naga þröskuldinn bláa í framan, á bullandi næturvinnu fyrir utan hjá "sérstak" eins og um heimsviðburð sé að ræða.
Svo langt er "sérstakur" nú kominn með að rannsaka stjórnendur Landsbankans að hann spurði Sigurjón, Elínu og nokkra fleiri, en er tæplega farin að huga að kurteislegum spurningum fyrir eigendur bankans. Á meðan er Alþingi svo gott sem búið að lemja það í gegn að dómstólar landsins dæmi nýju ungmenni í 1 - 16 ára fangelsi fyrir að benda á að það var og er, gjörsamlega óhæft lið sem stjórnar þessu landi.
Lögregla flutti Sigurjón brott | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Um er að ræða mikil tíðindi sem ekki á að hafa í flimtingum. Sérstakur saksóknari er að vinna vel í erfiðum störfum sínum við að koma lögum yfir þá sem ábyrgð báru á Icesave martröðinni.
En grunaðir eru saklausir uns ákæra hefir verið birt þeim og þeir dæmdir. Sök þeirra virðist vera óvéfengjanleg með hliðsjón af því sem á undan er gengið.
Við verðum að sitja á strákum okkar og doka. Það er ekkert tilefni til að neins nema að vona að ákæruvaldið og dómstólar komist að réttlátri niðurstöðu en án þess að „dómstóll“ götunnar hafi áhrif.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 14.1.2011 kl. 01:02
Ég vona svo sannarlega að þú hafir rétt fyrir þér Mosi. En ég held að það væri í fáum ríkjum sem svo svifasein viðbrögð og eru hér á landi væru liðin. Þegar glæpirnir eru að þeirri stærðagráðu að heil þjóð er sett á höfuðið er spurning hvort réttaríkinu er stætt á svona seinagangi ef það ætlar að lifa af.
Magnús Sigurðsson, 14.1.2011 kl. 01:11
Ef maður er nokkuð viss að einhver hafi skitið í buxurnar á mánudeg þýðir lítið að koma á fimmtudegi og reyna að standa hann að verki við að þrífa buxurnar..
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 09:22
Er þetta ekki graftarkýlið sem Völvan spáði að mundi springa og kúvenda þjóðinni í bullandi brjálaðri reiði? Kannski finnast peningar ræningjanna einhversstaðar....
anna (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 09:45
"Sérstakur" þarf sinn tíma, athugið að það er verið að skoða umsvifamikið bókhald, fléttur og flækjur til nokkurra ára. "Skjaldbakan kemst þangað líka" var að mig minnir heiti á leikriti hérna um árið og vonandi sannast það á "sérstakri" ríkisskjaldböku að þessu sinni. En eins og Stuðmenn orðuðu það svo skemmtilega, "við erum komin til að sjá og sigra, Sigurjón digra"!
corvus corax, 14.1.2011 kl. 09:54
Ég skil ekki þetta væl og þessa upphafningu á þessum svokölluðu níumenningum. (keyrðu nú allveg um þverbak Kastljósið nú í vikunni) Þau réðust á alþingi eins og skríll, meiddu (og hræddu) starfsfólk þess og ollu eignaspjöllum með skrílslátum. Og samkvæmd lögum réðust þau á valdstjórnina. Þetta er mjög einfalt, þau brutu lög og þurfa að hljóta dóm fyrir það.
Ég held að við séum allveg sammála um það að við viljum ekki búa í landi þar sem fólk hagar sér svona án afleiðinga. Skilaboðin væru þá að það væri bara í lagi að haga sér eins og hálfviti.
Það er verið að vinna í að fletta ofan af stærsta gjaldþroti mannkynssögunnar og það tekur tíma, ég efa það ekki að það munu einhverjir hljóta dóm fyrir gjörðir sínar þar líka. Við verðum bara að bíða og sjá.
Helgi Már Bjarnason, 14.1.2011 kl. 11:58
Magnús Sigurðsson, 14.1.2011 kl. 12:20
Verðbréfahrunið í Wallstreet tók 3 ár að rannsaka og var það mun auðveldara viðfangs. Að vísu voru tölvur ekki til þá en tölvurnar í dag gera mál mun flóknari og erfiðari. Við verðum því að treysta sérstökum saksóknara í mjög krefjandi og erfiðari vinnu hans að komast að sannleikanum um Icesave og ýms önnur mál sem hafa legið á okkur sem mara.
Um gróðapunga var þetta eitt sinn orkt:
Faktorar í svartri sál
samvizkuna fela.
Hjarta þeirra hart sem stál,
hlakkar til að stela.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 14.1.2011 kl. 13:44
Réttarkerfi sem byggir á lögum þar sem vel klæddir stórglæpamenn sem hafa valdið ómældu tjóni eru látnir í friði árum saman á meðan saklaus ungmenni eru dregin fyrir dóm með hraði túlka ekkert réttlæti.
Við skulum allavega átta okkur á því að um þessa menn hefur verið farið mjúkum höndum vegna þess að þeir tilheyra elítu sem um gilda önnur lög en almúgann. Það kristallast best í því að einn af banksterunum, sem nú er til rannsóknar, var gerður að ráðgjafa félagsmálaráðherra eftir hrun til að útfæra leiðir hvernig hægt væri að bregðast við skuldum heimilanna. Leiðirnar sem farnar eru ganga út á að gera sem flesta eignalausa í þágu bankana. Og ráðgjafann vildi ráðherrann gera að forstöðumanni Íbúðalánasjóðs. Á Íslandi er ekkert réttlæti, heldur hefur hyskið tekið réttarkerfið í sínar hendur við að ræna almenning.
Þetta sem nú fer fram er framhald á þeim skrípaleik sem stundaður hefur verið síðustu ár. Eins og Óskar bendir á 3. athugasemd, ef einhver hefur "skitið í buxurnar á mánudegi þýðir lítið að koma á fimmtudegi og reyna að standa hann að verki við að þrífa buxurnar" í tilfellum þessara manna er fyrir löngu búið að maka skítnum á aðra og margir orðnir samsekir, og jafnvel sekari, í því drullumalli. Þó svo að Sigurjón og félagar færu í 100 ára fangelsi fælist ekkert réttlæti í því, aðrir eru látnir sitja uppi uppi með skítinn þeirra í buxunum.
Magnús Sigurðsson, 14.1.2011 kl. 15:11
Sammála er eg þér Magnús um níumenningana. Þetta voru pústrar sem voru blásnir upp og gert meira úr en ástæða væri til. Fremur hefði mátt leggja áherslu á að sækja þá til saka sem brutu rúður og ollu öðru tjóni. Þar breyttust mótmæli sem í upphafi voru friðsamleg í skrílslæti sem enginn getur haft gagn af.
Mér finnst að við eigum að doka við og fylgjast því betur með framvindu mála. Lögfræðin er flókin og ljóst að hvítflybbagengið hefir bestu lögfræðingana til að leita uppi smugurnar en lagaumhverfið á Íslandi er á fjölmörgum sviðum mjög ófullkomið.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 14.1.2011 kl. 23:32
Sæll Ragnar aftur, þarna alhæfir og ferð með rangt mál. Það er ekki þeirra hlutverk að vinna eitthvað sem þú kallar "þjóðþrifaverk" með því að stuðla að stjórnleysi og ofbeldisverkum. Í lýðræðisþjóðfélagi þá má fólk mótmæla með friðsömum hætti. Síðan skundar fólk út á ritvöllinn eða í stjórnmál til að hafa áhrif á málin. Í þriðja lagi áttu atkvæði sem þú notar í kosningum. Þannig er það bara.
Þjóðin var ekki að mótmæla á austurvelli, svo því sé haldið til haga, heldur nokkur hundruð manns....með 2-3 undantekningum þó þegar fjöldin var talsvert meiri.
Ég er sammála Guðjóni. Við verðum að leyfa saksóknara að fletta ofan af þessu og athuga hvort einhver lög hafi verið brotin.
Helgi Már Bjarnason, 17.1.2011 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.