14.1.2011 | 00:16
Slæmur fyrirboði.
Hún herðir sjálfsagt á kerlingar illfyglinu þessi makríldeila þó svo að löndunarbann skipti engu máli fyrir íslensk fiskiskip sem landa hvort eð er ekki makríl í höfnum ESB.
En það gæti þurft Breskan Evrópu þingmann til að koma fyrir hana vitinu.
Tilkynnt um löndunarbann á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér finnst þetta frábært mál. Núna segjum við okkur bara frá ESB aðlögunarferlinu teinrétt í baki. Þurfum ekki einu sinni að segja þeim að við vorum að gera bjölluat ;-)
Björn (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 00:22
Satt er það Björn, þeir færa okkur vopnin í hendur, en ég hef ekki trú á að fávitarnir á Alþingi kunni að notfæra sér þau.
Magnús Sigurðsson, 14.1.2011 kl. 00:24
Þessar vangaveltur sjávarútvegsstjóra ESB sýna auðvitað að vinstri höndin veit ekki hvað sú hægri er að gera í þessu ágæta Evrópusambandi. Trúlega hefur kerlingar yllfyglið, eins og þú kallar sjávarútvegsstórann, ekki hugmynd um það að Íslendingar landa ekki makríl í höfnum Evrópusambandsins.
Gústaf Níelsson, 14.1.2011 kl. 00:42
Sammála Magnús, lítill möguleiki á því held ég. 13% traust á Alþingi endurspeglar held ég fjölda aðila þar með einhverju viti.
Hvet svo alla til að horfa á sem flest YouTube vídeó með Nigel, hann er tær snilld. Ef við hefðum 63 svona jaxla á þingi þá myndu stórir hópar flykkjast til landsins til þess eins að fylgjast með þingstörfum.
Björn (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 00:43
Gústaf; það er ekki fallegt af mér að uppnefna fólk, en ég held að hvorki sjávarútvegsstjórinn eða kerlingin á "gamla sorrí grána" hafi hugmynd um raunverulega hagsmuni Íslendinga.
Magnús Sigurðsson, 14.1.2011 kl. 00:51
Björn; hugsanlega eru 13% með glóru. Það er undarlegt að geta ekki fundið íslenskan samtíma stjórnmálamann til að vitna í þegar hagsmunir Íslands eru annars vegar. Því verð ég að flagga Bretanum, Nigel Farage þegar það þarf að koma orðum að raunverulegum hagsmunum Íslands
Magnús Sigurðsson, 14.1.2011 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.