20.1.2011 | 14:26
Bananar í boði lýðveldisins.
Það er mikils Guðs mildi að búa í réttaríki þar sem millifærslur hinna ótal kennitalna eru rannsakaðar árum saman, svo að ekki falli nú grunur á neinn að ósekju.
Hugsið ykkur villimennskuna í Túnis. En ríkissjónvarpið þar sagði í morgun að 33 ættingjar Zine al-Abidine Ben Ali, fyrrverandi forseta landsins, hefðu verið handteknir þegar þeir ætluðu að fara úr landi, sakaðir um glæpi gegn þjóðinni og verðmæti í þeirra fórum voru kyrrsett.
Rannsókn hófst á því í gær hvort Ben Ali og fjölskylda hans hefðu stolið ríkiseigum. Skyldu þeir ekki vera að hengja bakara fyrir smið?
Rannsakar millifærslur hrundaginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.