Er að hitna undir hyskinu?

Það má segja að húsleit sérstaks saksóknara í Seðlabanka Íslands, bendi til þess að hann sé að verða heitur.  Hann er farin að gramsa í dóti hyskisins.  Það verður samt að teljast ólíklegt að hann gramsi í dóti eins helsta hugmyndafræðings hrunsins, Más Guðmundssonar, sem var höfundur hávaxtastefnunnar sem leiddi til ofurkrónu sem spilað var á stærstu svikamyllu sögunnar.

Hvort þetta leiðir til einhverra alvöru saksókna er fremur ólíklegt.  Til þess hefur sérstakur ekkert umboð.  Þó svo að Sigurjón fyrrverandi Landsbankastjóri hafi upplýst sérstakan um að höfundur þess kerfis, sem hann vann eftir við að feika stöðu landsbankans, hafi verið Gunnar Anderssen forstjóri Fjármálaeftirlitsins bendir ekkert til þess að sérstakur ætli að gera rassíu þar. 


mbl.is Staðfestir handtökur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Mafíuríkisstjórnin mun sjá um að vernda sína um leið og hún leggur ofuráherslu á að dæma þá sem eiga alfarið sök á hruninu, en það hljóta að vera níumenningarnir svokölluðu. A.m.k. eru þeir einu glæpamennirnir sem dregnir eru fyrir dóm vegna atvika sem leiddu af hruninu ...eða hvað?

corvus corax, 20.1.2011 kl. 13:22

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það kæmi ekki á óvart að níumenningarnir yrðu fyrsta og eina fólkið sem verður dæmt vegna hrunsins.  Dómstólar á Íslandi hafa sýnt það í gengislánadómunum að þeir dæma eftir pöntun hyskisins.

Magnús Sigurðsson, 20.1.2011 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband