21.2.2011 | 18:53
Er aðgögumiði að ESB þess virði?
Ástæður fyrir því að borga ekki Icesave:
- Aðalástæða fátæktar fátækustu ríkja heimsins er skuldafangelsi sem þessar þjóðir voru settar í , sem hefur komið í veg fyrir alla uppbyggingu, svo sem skólastarf, sjúkrahúsabyggingu og fleira. Ástandið á Haiti var til dæmis nærri jafn slæmt fyrir og eftir hamfarir, afþví að þeir skulda Frökkum svo mikinn pening að það er lítið hægt að gera við afgangspeninga annað en borga skuldir. Sama gildir um mörg Afríkuríki. Við ættum að hafa þetta í huga, þegar við sjáum næst baukinn frá Hjálparstofnun Kirkjunnar með grindhoraða sveltandi barninu á........að með því að borga Icesave er Ísland að leggja blessun sína yfir skuldaánauð þjóða sem concept. Þá munu reiknast á okkur mun hærri skuldir en Bretar og Hollendingar eru færir um að innheimta. Við erum ekki ein í heiminum og það er fylgst með okkur.....
2. Þá skapar þetta stórhættulegt fordæmi, sem gæti endað í hruni hins Vestræna heims . Bretar myndu brátt þurfa að súpa af eigin meðali, og með þeim síðan Bandaríkjamenn og fleiri. Efnahagskerfi heimsins gæti hrunið. Það eina sem kæmi í veg fyrir slíkt er vald þessara þjóða......en viljum við láta nýðast á okkur af þeim einum orsökum að við höfum lítið vald? Er það gott fyrir heiminn? Með sömu rökum og verið er að heimta skattfé af Íslendingum hefði verið hægt að gera það af flestum þjóðum.
3. Börnin okkar, barnabarnabörn og svo framvegis. Saklaus börn eiga ekki að gjalda fyrir afglöp 30 íslenskra bankamanna. Erfiðir tímar fara í hönd og við megum ekki við þessum aukabagga ofan á öllu þau stóru vandamál sem tilheyra framtíðinni. Þá einfaldlega munu börnin okkar ekki lifa af. Við getum þá kvatt þessa þjóð bless eftir sirka sjö kynslóðir. Það fara erfiðir tímar í hönd og börnin okkar munu þurfa að vera miklu sterkari, duglegri og betur á varðbergi en við sjálf.
Ástæður fyrir að borga Icesave
1. Blind hlýðni við "hinn sterka". "Stockholms syndrome." Geðveiki. Náði hámælum í tilvitnunum mannvitsbrekknanna sem héldu því fram á alþingi að okkur bæri "siðferðileg skylda" til að borga Icesave hið fyrra.
2. Ný-nazismi Updated Version. Að henga heilli þjóð fyrir mistök örfárra óvinsælla bankamanna. Þannig slær hjarta nazistans og þessar "röksemdafærslur" sendu gyðingana í gasklefana. Það er til geðsjúkdómur sem kallast "Stockholms syndrome". Íslendingar sem trúa því í raun og veru þeim beri að "refsa" fyrir syndir 30 bankamanna, eru líkir sjálfs-hatandi gyðingum af því tagi sem unnu innan veggja fangabúðanna við að urða lík samlanda sinna fyrir örlítið betra fæði og aðbúnað...það er að segja svipað og hinn efri-millistéttar alþingismaður býr við miðað við venjulegan íslenskan almenning. Meiri smámenni og smásálir er ekki hægt að hugsa sér. Við verðum að losna við geðveikt og órökrétt fólk af alþingi.
3. Heimsvaldastefna. Íslendingar hefðu getað hjálpað Afríkuþjóðum með að setja gott fordæmi að losna með tímanum undan sínum skuldaklafa, eins og átakið "Make Poverty History" hefur verið að berjast fyrir. Auðvitað finnst öllum það ekkert gott mál. Sumir aðhyllast enn Heimsvaldastefnu og trúa að best sé að litaði maðurinn sé enn undir hæl gömlu þrælahaldara sinna sem stálu flestum auðæfum hans. Kannski gamli Colonialisminn eigi svo sterka stuðningsmenn á Íslandi þeim finnist þeim bera "siðferðileg skylda" til að fara undir hælinn með Afríku, frekar en skapa mögulega hættu á lagalegu fordæmi, gömlu Heimsveldunum í óhag.
Save Iceland - Kill "Icesave"
57,7% myndu samþykkja Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
icesave og esb er ótengt.
Einsog Ragnar Hall orðað það
"ef endanleg niðurstaða dómstóla yrði sú að Íslendingar hafi á einhvern hátt vanrækt skyldur sínar gagnvart innlánstryggingasjóði, yrði það mikill skellur og ekki væri ráðlagt að taka þá áhættu. "
meirihluti Íslendinga eru skynsamir.... sem er gott mál
Sleggjan og Hvellurinn, 21.2.2011 kl. 19:02
Ég er harður ESB andstæðingur, en tel samnt að það sé illskárra að samþykkja þennan samning en að fara dómstólaleiðina.
Vandamálið við dómstólaleiðina er einfaldlega að málstaður Íslands er ekki góður - það er erfitt að réttlæta þá ákvörðun að ábyrgjast innistæður í íslenskum útibúum Landsbankans að fullu (og umfram það sem nokkur lagaskylda var til, en reyna síðan að velta ábyrgðinni á að greiða innistæðurí erlendum útibúum yfir á erlenda skattgreiðendur).
Ef svo færi að dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að Íslendingum væri ekki heimilt að mismuna á þennan hátt, heldur yrðu líka að ábyrgjast innistæður í erlendum útibúum að fullu, þá væri það mun verri niðurstaða en fyrirliggjandi IceSave samningur.
Það er einfaldlega ábyrgðarlaust að vilja taka þá áhættu með lélegan málstað og léleg lagaök á bak við sig.Púkinn, 21.2.2011 kl. 19:17
ÞSHH; Ragnar Hall er ekki hinni heilagi sannleikur, hann segir það sem hann fær borgað fyrir og kemur fyrir eins sögupersónur í skáldverku Dickens.
Magnús Sigurðsson, 21.2.2011 kl. 19:52
Púkinn; ábyrgðalaust fyrir hvern; kannski "þá Íslendinga sem trúa því í raun og veru þeim beri að "refsa" fyrir syndir 30 bankamanna".
Magnús Sigurðsson, 21.2.2011 kl. 19:56
okkur yrði nú fyrst refsað magnús ef við töpum slíku dómsmáli...
Eins og púkinn bendir á þá er réttarstaða okkar langt frá því að vera öruggt.. og svo má benda á að ESA, sem eru þeir sem færu í mál - tapa yfirleitt aldrei málum fyrir Efta dómstólnum..
Þ.e. þeir höfða yfirleitt ekki mál nema vera nokkuð vissir um að vinna..
Kristmann (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 19:59
Misskilningurinn í þessu máli er að fólk haldi það að með því að neita alfarið að borga að þá þurfum við ekki að borga.. það er bara ekki þannig..
Kristmann (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 19:59
Kristmann; þú hefur aðeins hugmyndir, það er engin fyrirfram niðurstaða til og ef þér finnst hönnuðir hrunsins og það fólk sem þrammaði með þjóðina fram af bjargbrúninni best til þess fallnir að hafa vit fyrir þér þá bið ég þig um að líta í egið hjarta og spyrja hvað er rétt og hvað er rangt.
Magnús Sigurðsson, 21.2.2011 kl. 20:04
Þetta er í raun einfalt.
Ætlum við Íslendingar að taka á okkur skuldaklafa heimsins og fara á svig við þær reglur og lög sem gilda í heiminum um gjaldþrot einkafyrirtækja með því að leggja framtíð landsins undir í risastóru "ef, hefði, kannski" batteríi?
eða
Ætlum við að standa í lappirnar og koma í veg fyrir að með lögleysu verði rúllað yfir okkur enn eitt skiptið?
Ef að við töpum tapa allir. Bretar og aðrar þjóðir, m.a, Frakkar og Þjóðverjar þurfa að borga allt upp í topp, t.d. Bank of Scotland. Smábankar allrarEvrópu fara á höfuðið, langvinn kreppa í Evrópu, Rússar rísa og kveikt verður á kaldastrðíðinu
Ef að við vinnum fer Evran á hliðina og því ekkert ESB til að ganga í.
Óskar Guðmundsson, 21.2.2011 kl. 21:06
Óskar; sammála þér; "Þá skapar þetta stórhættulegt fordæmi, sem gæti endað í hruni hins Vestræna heims . Bretar myndu brátt þurfa að súpa af eigin meðali, og með þeim síðan Bandaríkjamenn og fleiri. Efnahagskerfi heimsins gæti hrunið. Það eina sem kæmi í veg fyrir slíkt er vald þessara þjóða......en viljum við láta níðast á okkur af þeim einum orsökum að við höfum lítið vald? Er það gott fyrir heiminn? Með sömu rökum og verið er að heimta skattfé af Íslendingum hefði verið hægt að gera það af flestum þjóðum."
Ég mæli með að þeir sem vilja bæta ríkissjóðum Hollands og Bretlands icesave tjónið á að setja sig í samband við utanríkisráðuneytið og kanna með hvaða hætti þeir geta látið frjáls framlög úr eigin vasa af hendi rakna.
Magnús Sigurðsson, 21.2.2011 kl. 21:38
Óskar þú ert mjög skemmtilegur pistill :)
Ef við vinnum: Bankar allra Evrópu fara á hausinn, langvinn kreppa í Evrópu og kaldastríðið vaknar úr dvala
Ef við töpum: Evran OG ESB fer á hliðina.
:D
Sleggjan og Hvellurinn, 21.2.2011 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.