Skildu fíflin fatta það.

Þeim mun meira sem hönnuðir hrunsins sem enn sitja allt í kringum borðið beita fortölum sínum og hræðsluáróðri fyrir því að almenningur gangist í ábyrgð fyrir skuldum gjaldþrota einkabanka, þeim mun minna mark verður á svona málflutningi tekið.  Þjóðin hefur ekki gleymt því hverjir þrömmuðu með hana fram af hengifluginu og stóðu að því að gera flest heimili landsins eignalaus. 
mbl.is Ábyrgðin liggur nú hjá þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Ábyrgðin hjá þjóðinni? Hverslags fífl er þessi ASÍ fábjáni. Ábyrgðin er EKKI hjá þjóðinni og hefur aldrei verið. Það er einmitt mergurinn málsins, þjóðin hafnar því að hún sé gerð ábyrg fyrir glæpaverkum nokkurra einstaklinga. En fasistatvíeykið Jóhanna Sig og Steingrímur Joð eru búinn að reyna að troða þessu IceSave ógeði ofan í kok á þjóðinni með leynimakki og ofsaflýtimeðferð í gegnum þingið til að almenningur geti ekki brugðist við. En forseti Íslands reyndist sem áður eini vörður lýðræðisins í stjórnkerfinu og tryggði að þjóðin geti aftur hafnað þessari ríkisábyrgð. Ríkisstjórnin hafði ekki umboð eða heimild til að semja um þennan síðari samning þar sem þjóðin var búin að segja sitt um ríkisábyrgðina. Og í stað þess að mafíustjórninni tækist (með keyptum stuðningi Bjarna Ben & Co.) að troða þessum samningi ofan í kok á þjóðinni, mun þjóðin líklega troða þessum sama samningi upp í ra........... á Jóhönnu og Steingrími.

corvus corax, 21.2.2011 kl. 08:39

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ágætis yfirferð á atburðarásinni corvus corax.   Það má svo benda áhangendum þess að bæta ríkissjóðum Hollands og Bretlands icesave tjónið á að setja sig í samband við utanríkisráðuneytið og kanna með hvaða hætti þeir geta látið frjáls framlög úr eigin vasa af hendi rakna.

Magnús Sigurðsson, 21.2.2011 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband