25.2.2011 | 09:59
Lítil stórfrétt.
Það er undarlegt að svona fréttir skulu ekki hafa verið mun fleiri en raun ber vitni síðan kreppan skall á. Orka í formi hita og rafroku er næg á Íslandi. Matvælaverð hefur rokið upp í heiminum frá því 2008 með þeim afleiðingum að byltingarástand ríkir víða.
Fram kemur í bókun bæjarráðs Grindavíkur að með þessu skrefi er stigið fyrsta skrefið í verkefni sem gæti skapað 50 til 70 störf. Sjálfur bý ég í bæjarfélagi sem hefur því sem næst ótakmarkað landrými og orku í formi heits vatns. Það er ekki stór upphæð fyrir bæjarfélag að leggja fram 750 þús til að kanna hvort hægt er að koma á fót atvinnustarfsemi sem skapar 50-70 störf.
Leggja fé í ylræktarver | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
svo mikið rétt hjá þér Magnús
ég spyr hvert fóru allar nýjar hugmyndir um atvinnutækifæri sem og nýsköpun
svo þekkjum við nú flest fisk - en þar vill ekki nokkur maður vinna svo vel fari í dag .......blblblb
Jón Snæbjörnsson, 25.2.2011 kl. 10:34
Þeir eiga auðvitað að gera þessi gróðurhús loftþétt og dæla svo koltvísýringi inn í þetta sem stóreykur vöxt allra planta.... (..þessi baneitraða lofttegund, eða þannig.)
palli (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 10:51
Ég hef ekki orðið var við neinar kvartanir um að of fáum vörubílsförmum af tómötum sé sturtað á haugana. Og ég get ekki séð neitt frábært við það að bæjarfélög fara út rekstur þar sem bullandi samkeppni ríkir nú þegar með tilheyrandi offramleiðslu, undirboðum og tapi.
Bússi (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 10:58
Jón, þetta eru al bestu bestu og raunhæfustu aðgerðir til að skapa atvinnu á suðurnesjum sem ég hef heyrt um í mörg ár. Betri en stálpípuverksmiðja, álver, ganaver, kísilverksmiðja og jafnvel kexverksmiðja völvu vikunnar. Ekki kæmi á óvart að hún yrði að veruleika fyrr en allar hinar stórframkvæmdirnar.
Magnús Sigurðsson, 25.2.2011 kl. 11:51
Palli, ekki svo galin hugmynd og þá yrði Ísland orðið umhverfisvænt, eða þannig.
Magnús Sigurðsson, 25.2.2011 kl. 11:53
Bússi, endilega ef þú veist um íslenska tómata á leið á haugana bentu þeim á að sturta þeim við dyrnar hjá mér. Ég ét bara íslenska tómata, er góðu vanur, en undanfarið hafa bara fengist innfluttir tómatar í þeim Bónusum og Samkaupum sem ég versla í, þannig að mig er farið að dauðlanga í tómata.
Magnús Sigurðsson, 25.2.2011 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.