25.2.2011 | 13:41
"Ég borga ekki".
Það eru ekki allar Evrópu þjóðir jafn heppnar að eiga forseta og stjórnskipun eins og íslenska þjóðin. Þar sem hún getur fengið að kjósa um það hvort hún ábyrgist þjófnað gjaldþrota einkabanka í skjóli spilltra stjórnvalda.
Það hefur ekkert farið fyrir ástandinu í Grikklandi í fréttum undanfarið, en í fyrradag voru þar allsherjar verkföll, mótmæli og miklar óeirðir. Grikkir fara fram með "ég borga ekki" fyrir mistök banka og stjórnmálamanna. Það er nokkuð ljóst á þessum myndum frá Grikklandi í fyrradag að ástandið í N-Afríku gæti allt eins átt eftir að breiðast út í Evrópu.
But many see the "I Won't Pay" movement as something much simpler: the people's refusal to pay for the mistakes of a series of governments accused of squandering the nation's future through corruption and cronyism.
"I don't think it's part of the Greek character. Greeks, when they see that the law is being applied in general, they will implement it too," said Nikos Louvros, the 55-year-old chain-smoking owner of an Athens bar that openly flouts the smoking ban. Meira..
Kosið 9. apríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er mikill misskilningur að við erum ekki búinn að borga neitt.
Hentum við ekki 200 milljörðum í peningamarkaðsjóðina
Þurftumm við ekki að punga út 300 milljörðum útaf gjaldþrota Seðlabanka
Fóru ekki 16 milljarða í Sjóvá?
25 milljarðar í VBS fjárfestingabanka???
16 milljarðar í Saga Capital??
16 milljarðar í Sparisjóð Keflavíkur??
20 milljarðar í aðra Sparisjóði??
6 milljarðar í Askar Capital
Icesave bliknar í samhengi við þesssar upphæðir.
Sleggjan og Hvellurinn, 25.2.2011 kl. 14:20
Við verðum að gera okkur grein fyrir því að kröfuhafar í þrotabú gömlu bankana sem eru öll helstu fjármálafyrirtæki heims eru nú með í gangi málaferli sem ætlað er að hnekkja neyðarlögunum.
Færustu lögspekingar heims vinna nú að því að fá neyðarlögunum hnekkt. Verði neyðarlögunum hnekkt þá eignast þessir kröfuhafar þrotabúið. Verðmæti þess er um 1.200 milljarðar. Þessir aðilar munu ekki gefa þessa 1.200 milljarða eftir baráttulaust.
Verði neyðarlögunum hnekkt fyrir dómi þá verða innistæður ekki lengur forgangakröfur í þrotabúum bankana.
Það þýðir að við getum ekki notað eignir þrotabús Landsbankans til að greiða Icesave.
Ef við samþykkjum ríkisábyrgð á Icesave og neyðarlögunum verður hnekkt og við fáum ekki krónu úr þrotabúi Landsbankans upp í Icesasve þá þarf ríkissjóður samt að borga þessar 1.200 ma.
Þess vegna hafa Bretar og Hollendingar sótt það svo fast að fá þessa ríkisábyrgð. Þeir óttast að neyðarlögunum verði hnekkt og ef það gerist þá verður að vera ríkisábyrgð á Icesave þannig að við neyðumst til að taka fé úr ríkissjóði til að borga Icesave.
Verði neyðarlögunum hnekkt þá falla 1.200 milljarðar á ríkisjóð.
Þess vegna má ekki samþykkja Icesave.
Það má ekki veita þessa ríkisábyrgð.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 25.2.2011 kl. 14:56
ÞSHH, það þarf miklar mannvitsbrekkur til að halda því fram að það muni lítið um að bæta icesave á skuldklafa þjóðarinnar. Það þarf fólk sem er haldið meiri bilun en sjálfseyðingahvöt til að segja já við icesave gott ef það þarf ekki að vera hvítskrúbbað á milli einanna.
Friðrik, samála þér það má ekki undir nokkrum kringumstæðum veita þessa ábyrgð. Þú ert með fín rök fyrir því og þó svo upphæðin yrði á endanum nær því sem lagt er upp með, þá er það jafn ósiðlegt að veita þessa ríkisábyrgð.
Magnús Sigurðsson, 25.2.2011 kl. 16:11
Sælll Magnús
Allt þrotabú Landsbankans er undir í þessum samningum. Bretar og Hollendingar fá 48% af þrotabúin skv. Pari Passu samningnum sem er hliðarsamningur við Icesave, sjá umsögn InDefence um það mál hér á bls 22. Þetta fá þeir af því þeir segjast hafa sett 500 ma. til að tryggja innistæður yfir 20.887 evrum.
Íslenski Tryggingasjóðurinn fær 51% af þrotabúinu til að tryggja lágmarksinnistæður 20.887 evrur per reikning. Það sem upp á vantar borgum ég og þú.
Ef neyðarlögunum er hnekkt þá fá Bretar og Hollendingar ekki 48% af þrotabúinu, þ.e fá ekki krónu úr Pari Passu samningnum.
Þá stefna þeir okkur fyrir dóm í Hollandi til greiðslu á þessu fé, þessum 500 ma. skv. Icesave 3 og þeirri ríkisábyrgð sem á þeim samningi er. Munum það að þessi Hollenski dómstóll mun dæma í ágreiningsmálum vegna Icesave eftir breskum lögum.
Hvernig heldur þú að sá dómur fari?
Þess vegna segi ég að það falla 1.200 ma. á ríkisjóð verði neyðarlögunum hnekkt fyrir dómi.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 25.2.2011 kl. 16:38
Magnús
Ég er bara að benda á það að þrátt fyrir að við þurfum ekki að borga krónu vegna Icesave... þá höfum við borgað hundruði milljarða vegna fjármálahrunsins. Við skulum halda því til haga. Vegna þess að við lestur bloggfærsluna þína þá lætur þú líta út að við fórum í gegnum kreppuna stick free... sem er ekki rétt ef þú rýnir í alla milljarðana sem ég nefndi þarna að ofan.
Sleggjan og Hvellurinn, 25.2.2011 kl. 17:45
Sæll Friðrik, ef ég skil þetta rétt þá þurfa íslenskir dómstólar að sniðganga íslensk gjaldþrotaskiptalög til að neyðarlögunum verði ekki hnekkt. Með öðrum orðum, dómstólar verða að hundsa gildandi lögin vegna icesave samkomulagsins annars eiga íslenskir skattgreiðendur hættu á að allt að 1.200 ma. falli á ríkissjóð.
" Með Pari Passu samningnum eru málsaðilar að semja sig frá gildandi íslenskum lögum auk gildandi reglna í Evróputilskipaninni sem allt málið byggir á. Það gengur þvert á íslenska hagsmuni, færir möguleika ríkissjóðs til að lágmarka greiðslur með eignum þrotabús LÍ til verri vegar og eykur áhættu skattgreiðenda verulega."
Magnús Sigurðsson, 25.2.2011 kl. 18:09
ÞSHH, hvar læt ég "líta út að við fórum í gegnum kreppuna stick free..." Ég geri ekki ágreining við þig um kostnað skattgreiðenda af þessari upptalningu þinni, ég sé ekki að hún batni með því að bæta icesave við. En eins og maðurinn sagði oft má böl bæta með því að benda á annað verra.
Magnús Sigurðsson, 25.2.2011 kl. 18:17
1 er alveg a hreinu tad er ad teir sem vilja borga icssave eru eitkvar rugladir i hofdinu
http://www.youtube.com/watch?v=w8KQmps-Sog
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.