3.3.2011 | 13:17
Gjaldþrot dauðans.
Þegar svona hagnaðartölur birtast dettur manni ósjálfrátt í hug að það sé orðið stutt í gjaldþrotið. Svona glansandi fínar afkomutölur hjá nýslátruðum sparigrís sem endureistur hefur verið úr einu af stærstu gjaldþrotum heims og ætlar að mergsjúga skuldugustu þegna heims, vekja ósjálfrátt tortryggni. Þar að auki er Íslandsbanki staðsettur í gömlu frystihúsi með gjaldþrotasögu dauðans, þar sem Sambandið, Goði í bakhúsinu og Glitnir í andyrinu hvíla beinin.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að setja sig inn í reiknikúnstir Íslandsbanka við að fá út betri afkomu en gullaldarárið 2007 bendi ég á blogg Marinós Njálssonar.
![]() |
29,4 milljarða hagnaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta eru mjög varhugaverðar tölur og ber að taka þeim með miklum fyrirvara. Stjórnendur bankans eru hálfgerir aular og fer þar fremst í flokki Birna Einarddóttir sem veit varla út á hvað bankastarfssemi gengur.
Guðmundur Pétursson, 3.3.2011 kl. 20:35
Það er eitt sem "aulinn" já Íslandsbanka ætti að átta sig á að svona uppskrúfaðar hagnaðartölur vekja einungis vantraust, hugmyndir um að ekki sé allt með felldu og ef þær eru sannar þá vekja þær reiði hjá viðskiptavinum bankans.
Magnús Sigurðsson, 3.3.2011 kl. 22:35
Íslandsbanki hagnaðist um 29,4 milljarða króna á síðasta ári. Endurmat á virði lána skilaði bankanum nettó 14,5 milljarða króna tekjum.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka (ÍSB), að virði lánasafnsins hafi verið mikilli óvissu háð, þegar það var flutt frá hinum fallna Glitni yfir í Íslandsbanka. Líklegt sé að virðisbreytinga á lánasafninu verði enn vart í árshluta- og ársuppgjöri ársins 2011.
„Regluvörður bankans var einn síns liðs fyrir hrun. Nú eru þeir átta talsins,“ segir Birna. Hún segir að fjölgun starfsmanna milli ára megi meðal annars rekja til þess að auknar kröfur Fjármálaeftirlitsins um upplýsingagjöf hafi kallað á aukinn mannskap innan bankans, til að bregðast við þeim kröfum.
Birna segir að þetta sé m.a. kostnaðurinn við að byggja upp traust almennings á bankakerfinu, eftir gjaldþrot bankakerfisins 2008.
Á mannamáli er verið að segja að lánasafnið sem var flutt yfir frá gjaldþrota Glitni á ca. 50% afslætti, er metið 14,5 ma verðmætara en það var keypt á. Þessa 14,5 ma stendur til að innheimta hjá skuldunautum Íslandsbanka og er það fært til hagnaðar nú þegar.
skuldaþrællinn (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 08:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.