1.4.2011 | 17:21
Icesave innistæður notaðar í heimsmet.
Hann þyngist Áfram áróðurinn enda nógir fjármunir til á þeim bænum. Á fjölmiðli fólksins facebook eru skoðanakannanirnar á annan veg, yfir 70% NEI.
Það er með miklum ólíkindum ef að fólk ætlar að ganga í takt við þau öfl sem þrömmuðu með íslenskt þjóðfélag fram af hengifluginu haustið 2008, eftir að þau höfðu útdeilt sjálfum sér fallhlífum.
Ef endurreisn þessara afla á íslensku samfélagi hefði sýnt árangur nú 2 1/2 ári síðar væri kannski hægt að skilja blindu fólks á hvað JÁ-ið þýðir. En að ætla að ganga í takt fram af hengifluginu í annað sinn á innan við þremur árum væri með ólíkindum og þeim mun meiri þegar það er farið fram á skilyrðislausa taktgöngu heillar þjóðar til greiðslu skulda sem glæpamenn eru að kaupa sig frá.
Hvernig sem fer 9. apríl þá verður stór kafli skrifaður í mannkynsöguna, kannski verður sá kafli um það þegar heil þjóð tók að sér sjálfviljug að greiða skuldir glæpamanna heimsins og slægi þar með heimsmet í heimsku.
Meirihluti ætlar að segja já | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það á að dæma íslensku þjóðina fyrsta af öllum svo að það skipti engu máli "seinna" hvort einhverjir aðrir verði dæmdir einhversstaðar einhverntíma.
Óskar Guðmundsson, 1.4.2011 kl. 21:13
þetta er ekki skoðanakönnun á Facebook. Heldur er fólk að læka grúbbur sem standa fyrir nei eða já. Algjörlega ómarktækt og ekki viðurkennd aðferðarfæði í skoðanakönnunum annað en Cabacent könnunin.
Sleggjan og Hvellurinn, 1.4.2011 kl. 22:47
Það er bara þannig að NEI-ið er mun dýrara. Þetta er skynsöm ákvörðun af þjóðinni að samþykkja samninginn því málaferlin mun kosta meira.
Sleggjan og Hvellurinn, 1.4.2011 kl. 22:50
Munurinn á facebook könnuninni og þessum sem Áframhópurinn lætur gera fyrir sig er sá að Áfram hópurinn kaupir kannanirnar, ræður spurningunum og í hvaða samhengi þær eru spurðar. Kannanir fólksins á facebook eru án truflunar frá þeim sem sækjast eftir niðurstöðunum.
Magnús Sigurðsson, 1.4.2011 kl. 23:00
já blessaðar kannanirnar ... hvort er réttara fólk sem segir já eða fólk sem segir nei ..
ef við tækjum nú eina alvöru könnunn og úrtakið væri 5000 manns eða 10000 þúsund ... hver yrði niður staðan þá .. hverjir af þessum einstaklingum svara í skoðunar könnunn ..hverjir hafa engan áhuga á svona bulli og tilbúningi..
ja það er nú það ég hef ekki enn séð könnunn gerða á því hverjir svara í skoðunar könnunnum ..
ég veit ég geri það ekki þar sem ég hef allt of oft séð kannanir frá öllum þessu helstu sérfræði fyrirtækjum(sem fá borgað fyrir að gera könnunn sem sagt hlutdrægir)
en sem sagt séð þær vera leiðandi og til ætlaðar til þess að fá niðurstöður eftir pöntunn .. það er eins aðferða fræðin í þessu .. fá niður stöðu sem pöntuð er eftir með því að beyta virtum aðferðum við að láta þetta allt líta satt og rétt út..
þetta er allt bull ..
ég segji nei við ICESAVE og NEI við Alþingi engin þar hefur umboð fyrir mína hönd.
Hjörleifur Harðarson (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 23:03
Um sumt getum við tekið afstöðu til.
Icesafedæmið stendur núna nálægt 40 milljörðum.
Haustið 2008 ákvað Davíð Oddson sem seðlabankastjóri að ausa 300 milljörðum úr sjóðum Seðlabanka í þeirri viðleitni að „bjarga“ bönkunum. Þetta gríðarlega fé var veitt án nokkurra trygginga eða veða. Af hverju var þessi ákvörðun ekki sett undir þjóðaratkvæði?
Nú hefur komið í ljós að bönkunum var stjórnað eins og hverri annari mafíu.
Einkavæðing telst vera fullkomin ef prívatmenn geta skarað að sinni köku en látið almenning borga ef eitthvað fer úrskeiðis.
Sjaldan hafa hafa jafn fáir menn valdið jafn mörgum eins mikið tjón og „útrásarvíkingarnir“. Mega þeir ekki dúsa í steininum eins og annar óþurftarlýður? Kannski við getum notað BAUHAUS húsið sem nú stendur autt. Allt stendur autt en allt tilbúið, meira að segja rammefld girðing utan hússins.
Mosi
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 3.4.2011 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.