Sjálfbær þjófnaður.

Nú nægir verkalýðsrekendunum ekki lengur að fá aðeins 12% tekna launþega með lögum til að braska með í lífeyrissjóðunum nú vilja þeir fá skatttekjur sömu launþega í gegnum ríkið til að bæta upp tapið sem verður þegar hrunaliðið á þeirra vegum stelur úr sjóðunum. 
mbl.is Vilja að ríkið greiði iðgjald í alla lífeyrissjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: drilli

já fyrst var það ICESAVE, núna ASÍ-SAVE !

drilli, 4.4.2011 kl. 10:56

2 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Sæll Magnús - réttast væri að mínu mati að allir lífeyrissjóðir, hvaða nafni sem nefnast, verði settir undir ríkissjóð og hann síðan sæi um að greiða út mannsæmandi lífeyri til lífeyrisþega.

þar með væri hægt að koma í veg fyrir mismunun þá sem tröllríður kerfinu núna eftir því í hvaða lífeyrissjóði  menn eru að fá greitt úr og eins myndi sparast sú upphæð sem er greidd nú þegar úr sjóðunum í formi ofurlauna stjórnenda.....

Eyþór Örn Óskarsson, 4.4.2011 kl. 11:09

3 identicon

Ég segi bara eitt feitt NEI við ríkistryggðu lífeyriskerfi eins og ASÍ er að reyna að troða upp á okkur (af hverju má ekki skerða lífeyri ríkisstarfsmanna?)

Björn (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 12:29

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Verum jákvæðir drilli og segjum nei við þetta hrunalið.

Sammála þér Eyþór en þarna er sennilega ekki verið að fara fram á það heldur meiri spilapeninga inn í svikamylluna frá skattgreiðendum.

Magnús Sigurðsson, 4.4.2011 kl. 12:30

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Björn Það það hlýtur að koma til sjálfvirkrar skerðinga lífeyrissjóða ríkisstarfsmanna innan tíðar,  það ætti ekki að þurfa að vera sérstakt baráttumál verkalýðsrekenda í ASÍ og SA.

Magnús Sigurðsson, 4.4.2011 kl. 12:34

6 identicon

Lífeyrissjóðir verða allir að hafa sömu réttindi gagnvart verðtryggingu ef hún er á á annað borð.

Skerðing sú er fólk utan ríkisssjóðanna hgefur mátt þola undanfarin ár er brot á mannréttindum.

 Lífeyrissjóðakerfi almennings er í raun að stefna í þrot og ef að tekjur fólks eru ekki yfir 550.000 að þá borgar sig í raun að þeir verði þjóðnýttir og ríkið taki við þar sem að það eina sem að góðar tekjur undir 550.000 gera er að borga upp hina tekjulægri.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 12:44

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Óskar, hafa þessir sömu aðilar ASÍ og SA ekki barist fyrir því að verðtryggingin sé hér á öllum skuldum svo lífeyrissjóðirnir beri ekki skaða af? 

Þeir eru búnir að stela þessum peningum sem þeir fara nú fram á að ríkið bæti sjóðunum upp.  Auðvitað eiga lífeyrisþegar í almenna kerfinu að njóta sömu eftirlaunakjara og ríkisstarfsmenn, en það eru öfugmæli þegar þessir hrunverjar fara fram á það, þeir eiga að þekkja sinn vitjunar tíma.

Magnús Sigurðsson, 4.4.2011 kl. 12:54

8 identicon

Magnús, ég sannarlega vona að þetta sé rétt hjá þér (að það hlýtur að koma að sjálfvirkri skerðingu) en þar sem þingmenn eru sjálfir partur af þessu sjálftökukerfi þá munu þeir gera allt sem í þeirra valdi stendur til að standa vörð um þetta óréttlæti. Þetta mál hefur varla verið nefnt á þingi og það eitt og sér er ámælisvert.

Björn (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 13:15

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Björn, af hverju heldurðu að þessi elíta berjist með kjafti og klóm fyrir icesave já-i?  Það heldur að með því að samþykkja icesave þá geti það fjármagnað sig áfram með lánum, en hvernig sem icesave fer mun það ekki fá lán til að fjármagna eftirlaunasjóði.

Magnús Sigurðsson, 4.4.2011 kl. 13:23

10 identicon

Nákvæmlega Magnús! Ekki sagði Steingrímur J eitt orð þegar lífeyrir þingmanna var hækkaður verulega hér fyrir nokkrum árum (hann sá til þess að ekki væri hægt að ná sig).

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók sig til og greiddi niður lífeyrisskuldbindingar ríkisins hér um árið (sem var mjög gott), var það gert fyrst og fremst til að skapa rými fyrir nýjan risalífeyrisskuldapakka ríkisins?

Björn (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband