Treystum Evu.

Vonandi ber þjóðinni gæfa til að hlusta á Evu og hafa vit fyrir stjórnmálamönnum þessa lands eins og í fyrri þjóðaratkvæðagreiðslu.  Eina svar þeirra sem vilja troða skuldum gjaldþrota einkabanka ofan í þjóðina eftir þjóðin hafnaði því í fyrra, er að koma með icesave3 samninginn sem er efnislega sá sami og sá fyrri, en hæla sér samt af betri samning.

Breytingin frá fyrri samningi er áætlaðar stór bættar heimtur úr þrotabúi, hraðari útgreiðslur, prósenti lægri vextir og reiknikúnstir með gengið.  Allar eru þessar upplýsingar fengnar frá mönnum sem sem eru á mörghundruð milljóna launum hjá skattgreiðendum eða í sjálftöku í skilanefndum.  Hvernig á að vera hægt að trúa sama fólkinu og gerði fyrri icesave samning sem átti að vera sá albesti sem kostur var á? 

Í gær var gefið út að icesave skuldin væri horfin, þar sem þessir fjármálasnillingar í skilanefndunum, sem er að stórum hluta sama liðið og var á fínum launum við að setja Ísland á hausinn, er búin að reikna sig í að fá það mikið fyrir Icealand.  Í dag má allt eins búast við að upplýsingar komi um að með því að segja Já verði stórgróði af icesave.  Treystum Evu hún veit hvað hún singur og það hafa fáir sungið betur fyrir þjóðina út á við.


mbl.is Augu umheimsins á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

sammala ther nafni treystum ekki stjornmalamonnum og konum sem vilja vedsetja alla eigur og audlindir tjodarinnar bara til ad fara skridandi inn i EU

Magnús Ágústsson, 8.4.2011 kl. 08:40

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Innilega sammála um að Evu Joly getum við treyst betur en Íslenskum svikulum stjórnmálamönnum á yfirborguðum eftirlaunum! Sjálfstæðismenn sumir hverjir eru hræddir við Evu Joly og ekki skil ég hvers vegna? Eru þeir sjálfstæðismenn ótrúir almenningi þessarar þjóðar og annarra þjóða?

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.4.2011 kl. 08:58

3 identicon

Segjum NEI við Icesave, það má öllum vera ljóst að ef alþingi samþykkir Icesave, þá er það argasta vitleysa; Við vitum öll að á alþingi eru eingöngu spillingar og vanhæfispakk.
Að heyra fólk segjast vera orðið leitt á málinu, eða heyra fólk ætla að taka á sig skuldir annarra ... skömm fyrir alla á íslandi

Nei, nei og aftur nei...

doctore (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 10:03

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Nei við Icesave

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.4.2011 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband