11.4.2011 | 06:16
Gæti sameinað klofna Þjóð.
Hollendingurinn Sylvester Eijffinger, prófessor í hagfræði við Tilburg-háskóla, hefur sennilega alveg rétt fyrir sér þegar hann segir; Ég tel að á þessari stundu sé enginn möguleiki á því að Ísland fái aðild að Evrópusambandinu. Á því er enginn möguleiki." Þar þarf ekki einungis að koma til andstaða Hollendinga og Breta, heldur er má það einnig vera ljóst að það eru litlar líkur á því að íslenska þjóðin hafi áhuga á að ganga í ESB þegar þar að kemur.
Þegar Jóhanna forsætisráðherra segir að icesave hafi klofið þjóðina, þá er það ekki rétt. Þjóðin hefur alltaf haft því sem næst eina skoðun í því máli þó svo hluti hennar hafi sagt JÁ þá hefði stærsti hluti JÁ kjósenda viljað hafa sagt NEI en gerði það ekki vegna annarra sjónamiða. Það sem raunverulega klýfur þjóðina er ótímabær aðildarumsókn ríkisstjórnarinnar að ESB.
Hóta að standa í vegi aðildar að ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
en thad sem er rangt hja honum er ad vid aettum ad skypta um forseta Olafur hefur bjargad okkur 2 sinnum fra misvitum akvordunar stjornmalamanna
Magnús Ágústsson, 11.4.2011 kl. 06:33
Sæll nafni, það lýsir vel hvað Sylvester Eijffingerer vanstilltur, þegar hann minnist á forsetan, að það tekur ekki nokkru tali. Enda er maðurinn með prófessorsgráðu sem bendir til að hann hafi verið "hvítskrúbbaður" á milli eyrnanna af kerfinu.
Magnús Sigurðsson, 11.4.2011 kl. 06:39
Flott ! Inní ESB viljum við alls ekki.
Það aem þessi ríkistjórn ætti að gera, er að draga umsóknina í ESB tilbaka !
Þá á hún kannski séns á að lifa.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 06:52
Sammála þér Birgir, ríkisstjórnin á að draga umsóknina til baka og standa með þjóðinni á erfiðum tímum, en það hefur hún ekki gert, hún hefur staðið með kúgurum alþýðu þessa lands í von um ESB aðild.
Magnús Sigurðsson, 11.4.2011 kl. 06:57
Vonandi er hægt að treysta þessum orðum mannsins. Til hamingju Ísland! Til hamingju með að þrátt fyrir að okkar eigin ríkisstjórn bregðist okkur þá eigum við vini úti í heimi.
Árni Gunnarsson, 11.4.2011 kl. 07:13
besta sem ég hef kosið hingað til tvær flugur í einu höggi takk.
gisli (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 07:17
Vonandi getum við treyst orðum Hollendingsins þeir hafa haft uppi svipaðan málflutning í gegnum þessa deilu allan tímann, ríkisábyrgð á icesave, vegna þess að þeir treysta ekki matinu á eignum þrotabús Landsbankans.
NEI var besta svarið og tvær flugur í einu höggi.
Magnús Sigurðsson, 11.4.2011 kl. 07:24
Nú þegar ríkisstjórnin er vonandi hætt að reyna að nauðga Icesave ógeðinu upp á þjóðina, getur hún kannski farið loksins að snúa sér að skjaldborginni um heimilin sem hún lofaði á sínum tíma. Annars er tími þessarar ríkisstjórnar löngu liðinn og ætti hún því að skammast í burtu. Það er ótrúlegt að hlusta á forsætisráðherrann sem er svo gjörsamlega veruleikafirrtur að annað eins hefur ekki sést áður. Og Steingrímur svikahrappur er liðónýtur og veit ekkert í sinn haus.
corvus corax, 11.4.2011 kl. 07:58
Já sælir strákar það var sorglegt að sjá þau í viðtölum gær og þetta tal þeirra er ekki hægt lengur...
Það væri ágætt að næst yrði tekin fyrir hver vilji okkar er í ESB, við vitum að það er mikil andstaða hjá þjóðinni í að fara þar inn og þess vegna verður að fá það á hreint hvort það sé það sem heildin vill eða ekki, það er verið að henda fullt af pening í þessar aðildarviðræður sem urðu að aðlögun og ef það er ekki stuðningur með þessu þá á að stoppa þetta ferli strax...
Þessi Ríkisstjórn er orðin Þjóðinni æði dýrkeypt vegna rangra ákvarðanataka og til þess að það sé hægt að byrja beina stefnu þá verður þetta að komast á hreint áður en lengra er gengið...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.4.2011 kl. 08:22
Góðan dag. Já það er frábært að við náðum meirihluta þrátt fyrir að stjórnarmafían hafi haft fjölmiðlana og forustu verkalýðsins, nú er að koma þessari stjórnskipan frá völdum það er fjórflokksmaskínan sem vinnur með elítunni og þjófum útrásarinnar!
Sigurður Haraldsson, 11.4.2011 kl. 08:39
Það virðist vera búið að æsa fólk upp í einhverri þjóðrembings hysteríu.
Klappstýra útrásarinnar sem opnaði útrásarvíkingunum leiðir til að hafa meira fé út. Er allt í einu orðinn frelsari þjóðarinnar....?!?!
Sameiningartáknið sem klauf þjóðina í tvo hluta. Deilur og rifrildi á tímum þegar samstaða á að vera.
Allt út af litlum hluta af hruninu sem Icesave er.
hvar voru lætin út af seðlabankanum ? íbúðarlánasjóði ??? hvar var sú þjóðaratkvæðagreiðsla?
Einar (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 08:50
Einar: Aðgerðir til bjargar íbúðarlánasjóðs og seðlabankans eru aðgerðir til varnar okkar eigin samfélags. Það eru ekki allt að hundruðir milljarðar í gjaldeyri til að gefa frekum nýlenduþjóðum. Þú ert að bera saman epli og appelsínur.
Þetta eru skattpeningar sem Íslendingar borga og því ekkert óeðlilegt við að þeir komi fyrst og fremst Íslendingum til bjargar.
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 10:36
Einar; tek undir undir niðurlagið hjá þér þar sem þú segir; " Deilur og rifrildi á tímum þegar samstaða á að vera." "hvar voru lætin út af seðlabankanum ? íbúðarlánasjóði ??? hvar var sú þjóðaratkvæðagreiðsla?"
Þjóðaratkvæðagreiðslan um icesave er það eina sem kjósendur hafa fengið að hafa áhrif á með beinum hætti. Fyrir það getum við þakkað forsetanum.
Magnús Sigurðsson, 11.4.2011 kl. 12:27
Það var ekki forsetinn sem klauf þessa þjóð einar á ip tölu. Það var sendinefnd ríkisstjórnarinnar með þá Savar Gestsson og Indriða sem kom með samninginn um Icesave sem þú harmar greinilega að þjóðin fékk ekki að skuldbinda sig til greiða.
Árni Gunnarsson, 11.4.2011 kl. 15:16
Í allri umræðu um Icesave gleymist upphafið. Einkavæðing bankans, sala fyrir slikk og meðgjöf, reynsluleysi eigenda og græðgi, stofnun innlánsreikninga í Hollandi og Bretlandi með vitund og vilja íslenskra stjórnvalda og svo ríkisábyrginni sem lofað var í auglýsingum.
Að kenna einhverjum öðrum um er bara út í bláinn.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 18:17
Einkavæðing tveggja banka af þremur hefur nú tekist fullkomlega, eða þannig...
Haraldur Rafn Ingvason, 11.4.2011 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.