Hrun-vaktin lætur ekki deigan síga.

Fjármálaráðherra keppist við að gefa út yfirlýsingar um að skattahækkanir skili árangri, tekjur ríkisins standist. 

Sala á áfengi hefur dregist saman um 15% milli ára svo ekki fer velta svarta hagkerfisins í áfengiskaup. 

Samtök iðnaðarins kepptust við að kosta auglýsingar í öllum fjölmiðlum fyrir rúmu ári síðan þar sem gefið var í skin að verktakar, iðnaðarmenn og prjónakonur væru þess valdandi að skólabörn og vegfarendur hefðu verið hlunnfarin vegna svartrar atvinnustarfsemi. 

Verkalýðsforingjar hafa sakað bændur á öskufallssvæðunum sunnanlands um að gera út á túrista án þess að hengja á sig vinnustaðaskírteini og skila sköttum og gjöldum til verkalýðsfélaga á réttum tíma.

Það verður annars að segjast eins og er, það er alveg merkilegt hvað þeir aðilar sem stóðu hrun-vaktina og standa hana enn kunna við að láta frá sér fara þegar það kemur að því að saka annað fólk um þjófnað.


mbl.is Svört starfsemi í blóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það er þó eitt jákvætt við þetta hjá þér Magnús, að áfengissalan hefur dregist saman um 15%.

Ég vona bara að þetta sé almenn, en ekki bara hjá þér. kveðja

Kristbjörn Árnason, 29.7.2011 kl. 12:06

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Kristbjörn minn ég hef grun um þú sert enn einu sinni að tala við rangan Magnús, "ljóta kallinn í sjónvarpinu" manstu, þennan sem þú ert með minnimáttarkenndina gagnvart. 

Ég er ekki svo vel af Guði gerður að hafa áhrif á áfengissöluna. 

Magnús Sigurðsson, 29.7.2011 kl. 12:19

3 Smámynd: Magnús Ágústsson

Þessi Kristbjörn er í annað sinn á þessu ári að klína á þig rangri sök nafni

annars er ég sammála þér ,það 1 sem  fjármálaráðherra datt í hug þegar það kom í ljós að innkoman minnkaði við auknar álögur var að hækka skatt uhuuu snillingur

Magnús Ágústsson, 29.7.2011 kl. 12:52

4 Smámynd: Dexter Morgan

En ekki hvað. Ég er nýbúinn að láta skipta um tímareim í bílnum mínum, og ég átti um tvo kosti að velja. 70 þúsund á verkstæði, eða 20 þúsund "svart". Hvað haldið þið að ég hafi valið ?

Dexter Morgan, 29.7.2011 kl. 12:58

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll nafni, nú dugir ekki lengur að hækka skatta þá munu skatttekjurnar lækka, þá er bara að kenna svartri starfsemi um, en ekki dugir það samt til að kenna um minkndi áfengissölu.  Þá eru bara að kenna helvítis pakkinu um sem bruggar. 

Kristbjörn vesalingurinn á bágt hann hefur framfærslu sína frá því opinbera og þarf bæði að taka á sig skattahækkanir og hækkandi áfengis verð.  Annað en við nafni sem erum búnir að koma okur upp veiðistöng og kartöflugarði og í þan veginn að eignast hænur, þar að auki búnir að koma okkur úr landi þangað sem tekur, skattar og áfengisverð er viðráðanlegra.

Magnús Sigurðsson, 29.7.2011 kl. 13:05

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Dexter, ég er ekki í vafa um að þú hefur valið að skipta við heiðarlegri kostinn.

Magnús Sigurðsson, 29.7.2011 kl. 13:07

7 identicon

þegar fólk er komið með bakið upp við vegg og ólin herðist og herðist um hálsinn þá spáir það minna og minna í því hvort það eigi að velja heiðarlegri kostinn.

Rúnar Traustason (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 13:26

8 identicon

heidarlegi kosturinn er audvitad ad borga als ekki skatta i skratta  Islandi

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 13:32

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Rúnar, ertu viss um að fólk velji óheiðarlegri kostinn þegar það er komið upp að vegg?  Hvað hefur hrunið kennt okkur um heiðareika?

Magnús Sigurðsson, 29.7.2011 kl. 13:38

10 identicon

hrunalidid verdur ad drulla ser ut ur husum tjodarinnar adur en tad er haegt ad taka tad i mal ad borga skatta a Islandi

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 13:43

11 identicon

Sæll Magnús.

Ég er ekki viss um að Dexter hafi frekar en aðrir sem eiga ekkert til skiptanna hafi haft efni á að borga auka 50 þ. sem ekki eru til. Við erum og okkar heimili ekkert eins og ríkið sem fer bara dýpra í vasann ef að heimildin dugar ekki.

Sala og neysla á bannvörum er síðan verulega mikið annar hlutur. Hver er t.d. dópneysla á íslandi eftir sömu hugsun? Engin?  Við vitum betur um bæði smygl, bruggun og aukningu á kannabisræktun hér heima eru samverkandi þættir. Kommarnir í Rússlandi vissu t.d. að fólk mótmælti ekki ef vodka var ódýrt. enda verður að deyfa fólk við að búa í ónáttúrulegu umhverfi stórborganna.

 Lobbi kom aðeins inn á þetta á Bylgjunni um dagin að við værum farin fram af og allar skattahækkanir héðan af skili minnu í kassann.  Línuleg skil aukinna skatta eru einungis á milli 5 til 25% en eftir það hallar af og fólk fer að reyna að stinga undan

Þó að Seingrímur segi að allt sé svo gott hér þar sem að bensínið sé svo ódýrt gleymir hróið að lágmarkslaun í DK eru um 315 þ. iskr og sattarnir nánast orðið þeir sömu.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 13:44

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Helgi; það verður seint sem hrunaliðið sér sóma sinn í að stíga til hliðar.  Ég greiði t.d. mína skatta hérna í Noregi, þar sem ég dvel við vinnu efir margra mánaða tekjuleysi, til að geta greitt af stökkbreittum skuldum á Íslandi.  Núna er ég búinn að vera á þriðja mánuði samfleytt, fer heim eftir akkúrat mánuð, hitti fjölskylduna og tek stöðuna með fólkinu í bankanum. 

Langar mig til þess að skatturinn sem ég þarf að greiða hér í Noregi fari í Íslenska ríkiskassan?  Nei ekkert sérstaklega á meðan hrunaliðið tæmr hann reglulega.

Óskar;  heiðarlegi kosturinn er að skipta við þann sem þarf þess með.  Það fær mig enginn til trúa því að greiðasemi við þann sem er að bjarga fjölskyldu sinni frá gjaldþroti flokkist undir svarta atvinnustarfsemi.  Náungakærleikurinn má alltaf koma fyrstur. 

Svo vil ég segja það varðandi dópneyslu þá er hið opinbera farið að minna óþirmilega á fíkil.

Magnús Sigurðsson, 29.7.2011 kl. 14:06

13 identicon

Það er engu lagi líkt  verðlagið á flestum bílaverkstæðum .

Mig langar að deila með ykkur gullnámu sem eg fann í  Kópavogi 

 Kvikk Fix.   Þvílík andans upplyfting þar að koma. Bæði hvað verð og þjónustu snertir.Allt eins og blómstrið eina og bakaðar ofan í mann vöfflur á meðan að beðið er  .Eg hvet alla til að kíkja á heimasíðuna þeirra og prófa  herleghheitin næst þegar þarf að laga bílinn eitthvað eða skipta um dekk :)

Verð og þjónusta er frábær þar

Magnús það er synd að þú skulir ekki geta nýtt þér þetta. En að gefa ættingjum hér á Íslandi nafnspjald þessa fyrirtækis tel eg vera  fínasta gjafakort:)

Sólrún (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 14:20

14 identicon

Eg átti nú við  AÐ GERA VIÐ DEKK en ekki skipta um eins og eg skrifaði áðan

Þeir eru með dekkjaverkstæði líka og eg læt skipta um sumar og vetrar dekk þar

Sólrún (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 14:40

15 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta líkar mér að heyra Sólrún, alltaf að láta vita af góðum díl og ekki skemmir nafnið Kvikk Fix hittir beint í mark. 

En eitt þætti mér gaman að vita, ætli þessi vöfflubakstur þeirra brjóti ekki ESB tilskipunina, nema þá að þeir bjóði þá upp á vöfflur án þess að maður kaupi viðgerð?

Magnús Sigurðsson, 29.7.2011 kl. 14:58

16 Smámynd: Magnús Sigurðsson

,,,,,,,,eða þá svart.

Magnús Sigurðsson, 29.7.2011 kl. 15:08

17 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Hvenær ertu skattsvikari og hvenær ertu það ekki? Er ekki fjármálaráðherra með stærstu skattsvikurum sögunnar? Hann og hans hópur í ríkisstjórn færir klíkunni skattfrjálsar bætur, styrki og afskriftir sem er kostað blóðþurrkandi úr sveltandi almenningi sem berst fyrir lífi sínu og barna sinna.

Skattar eru ekki bara tekjuskattur og útsvar. Þeir eru út um allt í okkar samfélagi í formi virðisaukaskatts, gjalda og tolla. Ég þori að fullyrða að stærstu skattsvikararnir eru innan hins opinbera.

Ríkisendurskoðun hefur ekki undan við að áminna stofnanir og ríkisstjórn, eftir rannsóknir sem þeir hafa gert og hægt er að sanna!

Ef þú sérð einstakling tína sér mat úr ruslatunnu - hvort tilkynnir þú viðkomandi til skattayfirvalda eða gefur honum að borða?

Hann er jú - að framkvæma gróft skattalagabrot með því að greiða ekki tekjuskatt, útsvar, tryggingargjald, iðnaðargjald, markaðsgjald, framkvæmdarsjóð aldraðra, stimpilgjald, umsýslugjald, vexti, auðlindargjald, stéttarfélagsgjald, brunagjald, öryggisgjald, sjúkrasjóð, félagsgjald, útprentunargjald, lífeyrissjóð, sjónvarpsgjald o.s.fr.v. ...

Sumarliði Einar Daðason, 29.7.2011 kl. 15:59

18 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

...að ekki ógleymdu sorphirðugjaldi!

Sumarliði Einar Daðason, 29.7.2011 kl. 16:01

19 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góð samantekt Sumarliði.  Þetta er eins og bent hefur verið á, fólk á ávalt að velja heiðarlega kostinn.

Magnús Sigurðsson, 29.7.2011 kl. 16:13

20 identicon

Her er komið upp stórfellt sakamál svo er skapslyggni þinni fyrit að þakka.Ég sé tughthús  blasa við mér  fyrir að hafa tekið þátt í slíkum gerningi.

Eg er þegar farin að undirbúa vörn mína..Sem sé.. það var manneskja með mér sem ekki keypti neitt en fékk samt vöfflur og rétti mér síðan frá sér. Ætli þetta dugi:(

Sólrún (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 16:14

21 Smámynd: Dexter Morgan

Já, ég sé margar aths. síðan ég setti inn komment fyrr í dag. En ykkur að segja, þá datt mér ekki í hug að láta gera þetta á bílaverkstæði, hafði hreinlega ekki efni á því.

Þar að auki er ég þeirra skoðunar, að borga alls enga skatta hérna á íslandi, fyrr en búið er að gera upp HRUNIÐ og útrásavíkingar og aðrir búnir að skila ránsfengnum aftur. Ég, aumur atvinnuleysingi, ætla EKKI að borga brúsann. Það ættu fleiri að taka sér til fyrirmyndar.

Dexter Morgan, 29.7.2011 kl. 16:29

22 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sólrún mín ekki vil ég hafa það samviskunni að hafa komið þér í tukthús vegna einnar vöfflu og bið því margsamlegrar afsökunar á að hafa haft orð á þessu með ESB tilskipunina og löggildingu eldhúsa. 

Mér sýnist samt að þú hafir af þínu einstaka innsæi ratað á þá einu vörn sem haldbær sé í slíku máli.  Ef þú hefur trú á að það hjálpi þá er það mér að meinalausu að eiða þessu bloggi svo það verði ekki notað gegn þér í komandi réttarhöldum.

Dexter, ég get ekki séð annað af myndinni af þér en þú sért strangheiðarlegur maður.

Magnús Sigurðsson, 29.7.2011 kl. 16:46

23 identicon

Nei Magnús orð skulu standa hér til varnaðar öðrum villuráfandi sálum sem kynnu að bjargast við lestur þessarar frásagnar. Því þetta er mikið spursmál fyrir afkomu lýðs og lands.Og verður að fara sem fara vill með mitt mál fyrir hinum æðsta dómi.Og stóli Lambsins...

Sólrún (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 00:17

24 identicon

Steingrímur vinnur eftir gamalli reglu kommúnista: No pain, no gain. Almenningur tekur á sig allar byrðar fárra útvaldra... svo er bara spurning hversu lengi almenningur lætur bjóða sér þetta

DoctorE (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 09:37

25 identicon

Er fólk almennt skert eða er um skipulagt bull að ræða. Hverjum heilvita manni dettur í hug að hér verði allt í lagi eins og hendi sé veifað og allt gott aftur eftir eitt mesta hrun sem sagan getur um og munum við eiga þetta heimsmet mv. höfðatölu um langa framtíð. Að laga til eftir þetta er sársaukafullt og enginn öfundsverður af því hlutskifti ekki siðst þegar fólk virðist ekki eða vill ekki muna eitt eða neitt. Lausnin þeirra er að koma þeim sömu og héldum um stýrið aftur til valda þá verður allt sem fyrr og við getum haldið áfram að skuldsetja okkur og verkamenn hjá ROVER vinna yfirvinnu við að uppfylla þarfir Íslendinga fyrir Range Rover. Hér talar einn um heimabakstursbannið sem eitthvað sem ættað sé frá ESB en fólk mætti aðeins slaka á og skoða þetta betur en þeir sem hafa komið til annara landa td. Þýskalands ættui að hafa orðið varir við að allt er fullt af mörkuðum með heimalöguðum vörum. Ég læt hér fylgja blogg Jónasar um efnið      "Matvælastofnun Íslands á Selfossi er afsprengi Framsóknar, handbendi stóru vinnslustöðvanna. Bannar Sigurði Inga Jóhannssyni að baka í eldhúsinu heima og að selja kleinur á bændamarkaði á Flúðum. Þingmaðurinn og dýralæknirinn fattar ekki og kennir Evrópusambandinu um. Telur Evrópu hindra bændamarkað með kleinur, jarðarber, tómata, sultur og hjónasælu á Flúðum. Veruleikinn er annar. Allir smábæir Evrópu einkennast af bændamörkuðum, sem borgarbúar flykkjast á um helgar. Væru Flúðir í Evrópu, mundi bændamarkaður vera bezta tekjulind svæðisins. Sigurður Ingi, líttu þér nær, skammaðu Framsókn, ekki Evrópu."

Bergur (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 10:55

26 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sólrún mín ekki sýnist mér veita af, þessir villuráfandi sauðir haga sér á svipaðan hátt og rollan sem ég sá með bjöllu um hálsin hérna í Norge.  Tvö lömb höfðu ekki séð neitt athugavert við það að éta grasið hinu megin við girðinguna. Rollan æddi fram og til baka meðfram girðingunni, og ég get svo Guð svarið fyrir að hún orgaði meee heeeeee heee, þar til blessuð lömbin voru orðinn svo ráðvillt að þau héldu að grasið væri eitrað þeirra megin við girðinguna og girðingin með rollunum væri þar að auki hin eina sanna örugga höfn.  Sannkallaður bjöllusauður þessi rolla.

DoctorE, mæl þú manna heilastur.  Ég ákvað nú engu að síður að yfirgefa land frekar en að standa í leiðindum, enda aldrei að vita nema að maður hefði með því verið settur á bekk með hryðjuverkamönnum eða jafnvel bendlaður við hugmyndafæði fjöldamorðingja.

Ja hérna Bergur, mér þykir þú aldeilis koma með gögn sem gætu nýst í stóra vöfflumálinu.  Það er jafnvel spurning hvor þeir hjá Kvikk Fix ættu ekki að verða sér úti um heimalagaða sultu frá Suður-Þýskalandi með vöfflunum sínum um leið og þeir umfelga á Range Rovernum þínum.  Auðvitað verður aldrei of oft á því hamrað að allt sem miður fer út í hinum stóra heimi er helvítis Framsóknarflokknum að kenna og ef fellur á ásjónu ESB bírókratsins í Brussel þá er það fyrir útúrsnúninga þessa sama helvítis Framsóknarflokks.  Þakka þér fyrir að halda þessu til haga Bergur minn, það vill nefnilega gleymast að hann sat við stjórnvölin fyrir margt löngu síðan.

Magnús Sigurðsson, 30.7.2011 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband