Fyrir ykkur sem eru orðin leið á sjónvarpinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

MEIRA FYRIR ÞÁ SEM ERU ORÐNIR HUNDLEIÐIR Á SJÓNVARPINU..:)

http://www.youtube.com/watch?v=uQyha7-HeiE

Sólrún (IP-tala skráð) 12.11.2011 kl. 00:29

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir þennan dagskrárlið Sólrún.  Eins og stundum áður er þetta fallega video um Chikitu púsl.  Mér hafa nefnilega verið ofarlega í huga undanfarið svona sambönd og er að reyna gera mér hugmyndir af þeim í orðum.

Mér datt í hug hvort þessi quantum mynd hefði einhvernútíma verið á dagskránni hjá þér?

http://www.youtube.com/watch?v=6-fba4OD208

Magnús Sigurðsson, 12.11.2011 kl. 07:54

3 identicon

Frábær mynd um quantum

Í sambandi við hundamyndina,eg segi alltaf að eg hafi aldrei séð hund sem ekki er laglegri en eigandinn séu þeir saman á mynd alveg sama hvort eigandinn er Alheimsfegurðardrottningin Linda Pé eða einhver annar.Eg bara meina það.

Vísir menn segja að hundar séu mjö andlegar verur með há tengingu og víst vitum við að þeir hafa miklu víðari skynjun en mennirnir.

Merkilegt dæmi veit eg um sem mér finnst sýna þetta.

Það var lítill Voffi sem var í pössun hjá "ömmu"sinni

og átti að sofa þar eins og hann hafði margoft gert

En þetta kvöld þegar að hann átti að fara að kúra í "ömmubóli" eins og vant var þegar hann gisti þá var ekki hægt að fá hann til þess alveg sama hvað var reynt.

Hann settist út í glugga í öðru hrbergi og sat þar alveg steinþegjandi og starði út í myrkrið.Glugginn sneri niður að sjónum sem var þar rett hjá gamalli bryggju.Þannig var hann alveg þangað til "AMMA" gafst upp og fór að sofa.Hún vaknaði um nóttina og sá að hann sat enn þar á sama stað.En þetta hafði hann aldrei gert áður. Og alveg steinþegjandi starandi út í myrkrið.Og aldrei eftir það.

Síðar kom í ljós að þessa nótt hafði verið á ferð miður geðslegt glæpagengi vægast sagt ,sem var með lík í farteskinu fullt af dópi og átti að skera líkið upp og tæma en síðan hent í sjóinn fram af bryggjunni fyrir framan húsið.Sem og var síðan gert.

Það var engu líkara en litli voffinn hafi vitað um einhverja hættu áður en mennirnir komu inn á staðinn þv varla hafa þeir stansað svo lengi þarna.Reyndar var þarna sjóhús fyrir ofan bryggjuna sem skyggði á þannig að það sást ekki þangað úr glugganum.Helst líur út fyrir að það hafi átt að passa ömmu sína vel en hún var ein heima þetta kvöld með honum.

Sólrún (IP-tala skráð) 12.11.2011 kl. 20:57

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sólrún, þetta er mögnuð saga sem ég get mér til um að sé ættuð að austan og lýsir því vel hvað hundar sjá mikið lengra en við.  Þeir eru ekki eins við mennirnir sem hefur verið innrætt að  geta aðeins séð aftur í tímann og treysta því oft ekki hjartanu, hvorki varðandi nútíð né framtíð. 

Það er með dýrin eins og blessuð börnin, þau eru einlæg og trú.  Já hundarnir eru sérstaklega skynugir, hef bara haft einn slíkan í minni umsjá um dagana.  Sá var íslenskur úlfgrár monthani sem fylgdi mér um stund hann hét Rustikus því ramm austfirska nafni.  Ég man það nú ekki lengur hvort Matthildi fannst hundurinn líkur eigandanum eða eigandinn hundinum, annaðhvort var það.  En Rustikus var fallegur.

Þennan hund átti ég þegar ég kynnist Matthildi.  Í byrjun var það eins og gengur, ég laumaðist til hennar einn yfir hánóttina án hundsins.  Um leið hætti Rustikus að fylgja mér til vinnu á daginn.  En það hafði hann alltaf gert enda uppalinn frá því sem hvolpur við múrverk.  Ég komst fljótlega að því hvar hann var að finna, hann hafði komist að því hvar ég hélt mig á nóttinni og ákvað að vera ekkert að bíða með að flytja þangað fyrir fullt og allt strax. 

En eins og ég sagði þá fylgdi hann mér aðeins um stund og Matthildi eftir að hann ákvað hvar hann ætlaði að eiga heima.  Ævin hans var stutt því hann varð undir bíl á götunni fyrir framan Sólhól.  Mikið var sárt að bera hann heim og finna lífið hans fjara út á leiðinni.  Síðan hef ég ekki treyst mér til að halda hund en kettir hafa fylgt mér eins og álög.

Magnús Sigurðsson, 12.11.2011 kl. 22:59

5 identicon

Hundasagan er að austan það er rétt.Frásögnin af honum Rustikusi sýnir vel hvað dýrin geta verið skemmtilegir og góðir félagar og vita sínu viti.

Enginn veit nema upplifa það hvað það tekur í hjartað að missa þessa vini í slysi.

Sólrún (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband