Bláar myndir á sunnudagskvöldi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er ekki á hverjum degi sem ísaldarleirinn rennur til á milli eyrnanna á mér þannig að það rofi til, en það gerðist um daginn og upp flugu kríur eins og mý af mikjuskán. Þó ekki á jafn dramatískan hátt og hjá hinum aldna sundkappa um árið, sem mætti með farlama vini sínum í sund. En þegar ísaldarleirinn rann til í höfðinu á honum snérist hann á hvolf með fæturnar spilandi upp í loft. Vinurinn vissi ekki sitt rjúkandi ráð því sundlaugarverðirnir héldu að hinn aldni sundkappi væri að leika kúnstir og létu sér nægja að sjá að hann var í sunskýlu. það hafði nefnilega viljað brenna við hjá gömlu mönnunum að gleyma skýlunni sundlaugar gestum til mikillar skelfingar. Þarna hefði getað illa farið ef farlama gamalmenni hefði ekki verið með í för og fær um hjálp í viðlögum. Nei það var ekki svona háskalega sem ísaldarleirinn fór af stað í höfðinu á mér enda eins gott því ég var einn á ferð.

Málið er að ég hef verið að taka myndir sem ég hef oft á tíðum deilt út á facebook til að snapa mér like á þær, svo rann það upp fyrir mér um daginn að þetta er alltaf sama myndin sem ég er að pósta, eða kannski réttara sagt sömu fjórar, en þessu hafa þeir nú sjálfsagt tekið eftir sem eru að læka á þessar myndir og hugsað með sér "kemur Maggi nú með sömu myndina einn ganginn enn". En það sem gerðist þegar rofaði til í gegnum leirgruggið var það að ég áttaði mig á því að áttirnar hérna á 69°N eru bara fjórar. Þarf leiðandi er ekki svo mikið um myndefni fyrir letingja sem nennir ekki að fara lengra en 5 mínútur frá útidyrunum. Ég verð samt að viðurkenna að birtustigð blekkti mig og lengi vel hélt ég að þetta væru margar ólíkar myndir en þegar betur var að gáð eru þær bara fjórar, jafnmargar og áttirnar.

Ég hef verið í hálfgerðum vandræðagangi undanfarið vegna þess að það kom óvænt frí upp í hendurnar á mér alla páskavikuna. Svo ég hef verið að lalla margar ferðir á dag niður í fjöru til að skoða skýin. Svo skeði það í einni ferðinni þegar ísaldarleirinn rann til að það kvikknaði hugmynd að taka smá video á myndavélina mína sem er lítil og gömul frá því 2005 en býður samt upp á þann möguleika. Hugmyndina fékk ég í sömu mund og kráka gargaði, en málið er að þegar ljósmynd er tekin er ekki hægt að fanga allt sem í boði er, t.d. hvorki gargið í kráku né gjálfrið í öldu. Þegar ég kom heim og fór að reyna að setja þessa hugmynd mína inn í tölvuna þá kom í ljósað þetta var gömul hugmynd það var svona hugmynd í tölvunni af kríum frá því í fyrra sumar. En þá hafði ég eigrað í eirðarleysi og eftirsjá nýlega kominn hingað í þá átt sem mér datt fyrst í hug þann morgunninn, sem var vitanlega í austur. Hafði þá rambað á þetta fína kríuvarp sem fékk mig til að sitja dolfallinn því mér fannst ég vera komin hálfa leiðina heim og ýtti á vitlausan takka á myndavélinni þannig að hún tók video sem ég vissi ekki fyrr en þá hvernig átti að taka á svona vél og vitanlega hafði ég svo gleymt þessu öllu saman en þetta samt einhvernveginn komist í tölvuna.

Svo tók ég eftir fleiru, staðurinn með kríuvarpinu hefur lokkað mig og seitt núna í því sem næst heilt ár og á ég orðið tugi mynda sem ég hef margar hverjar birt á facebook og sumar á þessari bloggsíðu. Því kviknaði sú hugmynd við kráku krúnkið að útbúa kríumyndband með videoinu og myndum frá þessum stað sem heitir Kanebogen og er rétt fyrir neðan útidyrnar hjá mér ca. 5 min. Sem er nokkurnveginn það lengsta sem ég hef farið frá útidyrunum í hverja átt síðan ég kom hingað nema þá auðvitað ef mér hefur verið borgað fyrir það í vinnunni.

Þetta er semsagt myndin sem ég tek í austur á Kanebogen þar sem bátsferðin í bláum myndum hófst síðasta sunnudagskvöld.

Magnús Sigurðsson, 8.4.2012 kl. 20:13

2 identicon

Það skipti ekki máli hversu oft hversu smumar myndir eru sýndar oft, góðar myndir eru alltaf góðar myndir. Þú ert ekkert að sníkja like, ég alla vega like bara á það sem mér finnst flott. Sérstaklega flottur "selurinn" á steininum síðast á þessu skemmtilega myndbandi..

Ásdís Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2012 kl. 21:40

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk skal du ha Ásdís :)

Magnús Sigurðsson, 9.4.2012 kl. 04:22

4 identicon

Sæll magnús og alltaf jafngaman að lesa bloggið hjá þér. Þessar myndir þínar eru frábærar og sama hvað þú tækir margar myndir af sama hlutnum,verða þær aldrei eins.

Sigurjón Snær Friðriksson (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 17:23

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir Sigurjón.  Ég mátti til með að setja þessar myndir, sem allar eru af sama stað, inn í þetta video frá í fyrra úr því að ég rakst á það. 

Það er svo magnað að það er sama hvað maður tekur margar ljósmyndir af sama staðnum þá kemst stemmingin aldrei fullkomlega til skila. 

Svo er það þessi þörf fyrir það að birta mynd af þeim stöðum sem heilla og gaman þegar öðrum líkar, þá finnst manni brot af stemmingu staðarins hafa komist til skila. 

Magnús Sigurðsson, 9.4.2012 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband