Áríðandi tilkynning úr álfheimum.

Í síðustu viku heimsótti ég skemmtilegt fólk á Stöðvarfirði.  Fólk sem keypti 3000 fermetra aflagt frystihús á krónu og ætlar að gera það að sköpunarmiðstöð.  Til liðs við sig hafa þau fengið íbúa staðarins auk fólks víðsvegar að úr heiminum sem vill skapa eitthvað sérstakt.  Verkefnið er m.a. í samstarfi við Central Saint Martins College of Arts and Design í London.  Um verkefnið má fræðast hér.

Þó svo þetta skapandi fólk hafi keypt frystihús á krónu, hugsi í myndum, kartöflugörðum og hænum, þá eru nokkur praktísk viðfangsefni sem kosta peninga.  Þar á meðal er orka til að kynda húsið.  Um þess konar hluti spunnust okkar umræður í síðustu viku.  Þau spurðu mig ráða um það hvernig hægt vari að nálgast eldfastan stein í eldstæði sem mætti nota til að búa til ódýran hita.  Mín heilabrot snérust meira um hvernig hægt væri að nálgast ódýrt brenni í eldsstæðið sem hitagjafa út við ysta haf, þar sem varla finnst nokkurt tré hærra en 1.80.  Einhverra hluta vegna varð mér hugsað til nafna míns á Pilipseyjum sem býr við 30°C að staðaldri í frumskóginum.

Nafni hefur nefnilega sent mér plastflögur sem eru álíka stórar fingurnögl svo ég geti límt þær á mig við verkjum og orkuleysi.  Þetta gerir svipað gagn og nálastungu meðferð segir hann, en er bæði ódýrara og hentugra en að hafa mann með nálar á fullu kaupi í eftirdragi.  Reyndar hefur nafni ekki haft mikinn buisiness í viðskiptunum við mig vegna þess að hann sagðist ekki vilja selja mér flögurnar nema að þær virkuðu og gaf mér þær fyrstu sem virkuðu það glimrandi vel að ég hef ekki þurft nema örfáar síðan og er nú rúmt ár liðið frá því ég kynntist orku flögunum hans nafna.

En hvernig gagnast 30°C hjá nafna á Pilipseyjum aflögðu frystihúsi á Íslandi?  Það hefur með orkuflögur að að gera,  reyndar ekki frá nafna, heldur mundi ég allt í einu eftir stórmerkilegum fyrirlestri á TED.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

radlagdir tu teim ad setja generator a vatnsleidsluna

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 23:00

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Nei, sú ráðlegging kom annarstaðar frá Helgi, og var frábær hugmynd.  En mér skilst að þessi rafall sem stóð til boða hafi verið allt of lítill fyrir húsið og því of mikill tilkostnaður við að setja hann upp.  Rafall sem hentar sé of dýr fyrir fjárvana dæmi.

Þó svona frystihús hafi fengist á krónu og milljóna tekjur hafi verið í dæminu fyrsta hálfa árið, þá klikkar stóri bróðir ekki á sínu.  Hann á stimpil til að stimpla pappíra og í stimpilgjöldin fóru tekjurnar.  Því þau eru ekki reiknuð út frá káupverðinu krónu, heldur fasteignamati og þá erum við farnir að tala saman.

Magnús Sigurðsson, 31.5.2012 kl. 07:56

3 identicon

Þetta eru góðar fréttir af Stöðvarfirði og mig hefur lengi grunað að suð austur hornið se að byggjst upp í róleghetum neð glæsilegt handverk og listir.Þð mætti segja mer að hulufólkið þarna á svæðinu hefði meiri áhuga á að taka þátt í þessari nýju starfsemi frystihúsanna heldu en að vera í fiski.

Og það er enginn einn sem hefur það með sér...:)

Sólrún (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 12:40

4 identicon

Eg er eiginlega bara alveg kjaftstopp yfir myndbandinu...

Sólrún (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 12:43

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sólrún mér lýst vel á það sem er að gerast á Stöðvarfirði, þar komst kreppan í algleymi árið 2005 þegar frystihúsinu var lokað og Samherji flutti lífsbjörgina í burt í formi kvóta sem er við fjarðarkjaftinn enn í dag eins og alla hina dagana í gegnum aldirnar.

Stöðfirðingar hafa komist að því að kerfið er ekki fyrir venjulegt fólk heldur fábjána og hafa því komið sér upp kartöflugarði og hænsnakofum auk þess að gera bara það sem er skemmtilegt.  Á meðan fábjánarnir hreykja sér af sérfræði gráðum og safna pappír.  

Auðvitað komast Stöðfirðingar mun fyrr út úr kreppunni, ef þeir eru bara ekki komnir út úr henni nú þegar.  Það eina sem stendur því fyrir þrifum að allir Íslendingar lifi eins og blóm í eggi er ríkisvaldið, stæðstu skipulögðu glæpasamtök landsins.

Magnús Sigurðsson, 31.5.2012 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband