Huliðsheimar og galdrastafir.

 

Þegar rennt er blint í sjóinn er væntingin það eina sem gefur til kinna hvað upp kann að koma.  Sumt er eins og sjórinn er fyir þeim sem í honum búa umlykjandi allt í kring, þess vegna ekki svo gott að átta sig á hvar það endar eða byrjar frekar en andrúmsloftið.  Það er því oft sagt að erfiðast sé að átta sig á augljósustu sjónhverfingunni vegna þess að hún sé allt um kring.

En það var kannski ekki um þetta sem ég ætlaði að þvæla heldur ástæðunni fyrir því að maður rennir blint í sjóinn en vill jafnvel ráða spákonu til að segja fyrir um hvað verður vegna þess að maður trúir ekki á eigin væntingar.  Af sama meiði eru jafnvel verndargripir og galdrastafir.

Ég hef oft velt vöngum yfir Ægishjálmi og hvers vegna táknið höfðar svona sterkt til fólks og að jafnvel ég hef borið það um hálsinn.  Þessu tákni tók ég fyrst eftir að var greipt í hugann upp úr tvítugt þó svo að ég hafi ekki sett það upp fyrr en fyrir fáum árum.  Svo fast hefur þetta tákn meitlað í hugann að fyrir 15 árum síðan skárum við félagar mínir Ægishjálm á ca 10 fermetra steypuplatta á workshope í St Louis eftir að hafa óvænt verið krafðir um að sína hugmyndaauðgi íslendinga í steypu fyrir framan 200 steypukalla.  Eftir að ég hafði látið klappa fyrir íslensku víkingunum var úr vöndu að ráða með að bjarga sér út úr aðstæðunum algerlega óundirbúið.  Þá kom sér vel að vera með Ægishjálm í hausnum.

Það er ekki mikið á alheimsnetinu að finna um Ægishjálm.  Í alfræðiritinu  Wikipedia segir að hann sé "gamall íslenskur galdrastafur sem er til í fjölmörgum gerðum og útgáfum. Hans er getið í Eddukvæðum, Sigurður Fáfnisbani bar Ægishjálm þegar hann sigraði drekann Fáfni á Gnitheiðii. Ægishjálmurinn er öflugur varnarstafur, bæði gegn öllu illu og einnig örugg vörn gegn reiði og yfirgangi höfðingja. Honum fylgir svohljóðandi formáli:

Fjón þvæ ég af mér
fjanda minna
rán og reiði
ríkra manna."

Ég renni semsagt blint í sjóinn með von um frekari upplýsingar um fornar rúnir og þá sér í lagi Ægishjálm.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ja það væri gott að vita meira um alt þetta

http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=a4e_wlLb_kk#!

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 3.8.2012 kl. 01:25

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ja hérna Helgi þú kannt að koma þér beint að efninu.  Þetta er ekkert smá púsl í þessa mynd og alveg stórskemmtilegt.  Ég var ekki búin að fullhugsa þetta blogg þegar ég fékk sendingu í athugasemd frá Sólrúnu í gær sem gerði það að verkum að ég sá að ég myndi lenda út um víðan völl með efnið þannig að það yrði óskiljanlegt.  Svo þegar ég fékk þennan link sá ég að það væri best að láta spurninguna fara án frekari málalenginga.  http://www.youtube.com/watch?v=_jjjW6NWPLg

Ég átti eftir að þvæla um spákonur, sjómenn og galdranornir í þessari færslu en sleppti því.  Eitt sem ég átti eftir að fílesófera um er af hverju heitir fyrirbærið Ægishjálmur.  Það koma óteljandi svör í þessu stóra púsli frá þér, t.d. höfðar fyrirbærið svo sterkt til fólks vegna þess að hlutföll þess eru í fullkomnu samræmi við það sjálft.  Sú orka sem leysist úr læðingi við að gera það sýnilegt er í nágreni við vatn eða hefur með rakastig að gera = Ægir / Ægishjálmur, hlutföllin er fullkominn svipuð og þegar dropinn gárar spegilsléttan vatnflöt.

Það er ekki að undra þó kerfið og þeir sem framfylgja menntun þess hafi brennt fólk fyrir galdra sem gáfu þessum táknum athygli áður fyrr og kalli þetta "feik" nú á tímum.  Eins er það undarlegt að ekkert skuli vera til um Ægishjálm annað en þessar fátæklegu upplýsingar um að hann sé gamall íslenskur galdrastafur sem á sér samt sögu aftur til Sigurðar Fáfnisbana, annað virðist hafa þurrkast út yfir þetta ógnarlanga tímabil.  En formálinn segir þó allt sem segja þarf; 

Fjón þvæ ég af mér
fjanda minna
rán og reiði
ríkra manna."

Það var merkilegt sem ein konan sagði í myndinni, að þeir vísindamenn sem voru að pukrast við að rannsaka "feikið" náðu að virkja ótrúlegt magn upplýsinga þegar þeir lögðu þær saman, sem þeir gera yfirleitt ekki því hver er jú sérfræðingur á sínu sviði og eftir því sem gráðurnar á bak við það eru fleiri þeim mun réttar hefur sá sérfræðingur fyrir sér án þess að gera sér grein fyrir að hann er nánast orðin sérfræðingur í engu því hann sér ekki sjóinn sem er  umlykjandi allt í kring.

Það sem vakti áhuga minn á Ægishjálmi voru þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar sem ég grúskaði í í heilan vetur 1985 síðan hefur hann verið í hausnum á mér sennilega vegna þess að hann var alltaf til í hjartanu.   Þetta hefur nefnilega allt með vortexið að gera eða réttarasagt fingrafar guðs sem hver maður hefur í sjálfum sér, en mikið er gaman að púsla þessa mynd.

http://www.youtube.com/watch?v=-Ibc8sD5sgw

Magnús Sigurðsson, 3.8.2012 kl. 08:43

3 identicon

Magnus eg hef þig grunaðan um að vera kominn með hugmynd.

Ef það er sú sem eg held.....WOOW....!!!

verð að fara núna meira seinna.

Sólrún (IP-tala skráð) 3.8.2012 kl. 12:16

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sólrún einhvern veginn grunar mig að þú vitir meira um málið og bíð spenntur eftir því hvaða púsl þú komir með í myndina.

Ægishjálmurinn virðist eiga langa sögu og upptök sín í óendanleikanum. Reyndar kemur fram í þessum litlu upplýsingum sem tiltækar eru á wikipedia, í þjóðsögum og fleiru að hann eigi sér sögu allavega aftur til Sigurðar Fáfnisbana.

Eins rakst ég á síðu sem tengir Ægishjálm við tákn sólarhjólsins og ævaforna þekkingu sem áhersla hefur verið lögð á að fela í gegnum aldirnar.

http://www.sun-wheel-magick.com/

Magnús Sigurðsson, 3.8.2012 kl. 17:58

5 identicon

ef eg get fundið einhvern til að smiða Ægishjálm firrir mig þa ætla eg að bua til chembuster með 8 pipur i staðin firir þesar venjulegu 6 og setja svo  Ægishjálmin a toppinn eins er þin hugmynd mjog goð Magnus með minni orgons eins er sjalfsagt hægt að setja minni hjálm a bara 1 pipu chembuster

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 11:29

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég er í mjög lélegu netsambandi.  Það sem ég hef komist að með Ægishjálminn er að þetta er tákn sem kemur aftur úr noraænni goðafræði.  Það sem ég sé á Sun wheel síðunni er að þar eru ægishjálminum gerð skil sem hinir 9 heimar, þ.e. Ásgarður, Jötunheimar, Álfheimar, Vindheimar osfv.  Ég fæ ekki betur séð en að það sem þar kemur fram að norræna goðafræðin eigi sömu rætur, Buddismi, Hinduismi, frum Kristni o.s.fv..

Þetta virðist hafa verið af sama uppruna sem minnir mig á fyrirlestrana um tímatöl hér á síðunni fyrr á árinu og samtöl við vinnufélaga um tímatöl gömul og ný í þeirra löndum.  Það má segja um þetta það sama og í færslunni hér að ofan "Sumt er eins og sjórinn er fyrir þeim sem í honum búa umlykjandi allt í kring, þess vegna ekki svo gott að átta sig á hvar það endar eða byrjar frekar en andrúmsloftið."  Ekki heði manni dottið í hug að stuna meditation eftir þjóðsögum og goðfræði þó svo að þetti hafi alltaf verið við nefið á manni.

Já það væri gaman að magna þessa gömlu galdrastafi, allvega hafa þessi tákn haft virkni hér áður fyrr, svo magnaða að rétt hefur þótt að brenna fólk á báli vegna galdurs.

Magnús Sigurðsson, 7.8.2012 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband