Bill Hicks.

Undanfarið hefur ímyndun átt hug minn allan og á því ímyndunarfylleríi hefur Bill Hicks verið nefndur ítrekað til sögunnar.  Í sumar höfum við Matthildur mín þvælst um fjöll og firnindi N-Noregs.  Á þessum þvælingi hafa tvenn mannvirki vakið sérstaka athygli mína án þess að ég hafi gert meira með það en að minnast orða Hicks um tilveruna, m.a. hvernig okkur er ætlað að trúa á annarra manna ímyndunarfyllerí.  Þessi mannvirki eru tómar kirkjubyggingar fortíðarinnar og skólabyggingar nútímans.   

Lífið er eins og ferð í skemmtigarð og þegar við ákveðum að fara um hann finnst okkur hann vera raunverulegur, vegna þess hve máttugur hugur okkar er. Og ferðin er upp og niður, hring eftir hring, með spennandi og hrollvekjandi uppákomum þar sem allt er litað skærum litum, og með háværum áherslum, og það er svo gaman - um stund.

Sumir, eftir að hafa verið á ferð um langa hríð, spurðu eftir stund er þetta raunveruleikinn eða er þetta virkilega bara ferðalag? Sumir sem þekkja þetta ferðalag koma til baka til að segja okkur; "Hey, hérna þarft þú ekkert að óttast aldrei, eða vera hræddur, vegna þess að þetta er bara ferð" -og við drepum þetta fólk.

"Hann verður að halda kjafti! Ég hef fjárfest í þessari ferð...sérðu ekki hvað ég ég markaður áhyggjum...sjáðu hvað ég hef lagt á mig fyrir bankainnistæðurnar mínar...fyrir fjölskylduna....þetta verður að vera raunveruleikinn".

En þetta er nú samt sem áður bara ferðalag.

En við drepum alltaf góðu gæjana sem reyna að segja okkur það, og leifum djöflunum að ganga af göflunum. En það skiptir ekki máli, þetta er bara ferðlag og við getum breytt um stefnu hvenær sem við viljum.

Allt sem við þurfum er að velja.

Ekkert erfiði, engin vinna, ekkert starf, engin sparnaður né peningar - bara að velja á milli ótta og kærleika.

Með augum óttans viltu setja stærri lás fyrir útidyrnar, kaupa byssur og loka þig af - augu kærleikans sjá okkur aftur á móti öll sem eitt.

Það sem við getum gert til að breyta heiminum strax, er að taka alla peninga sem við samþykkjum að eitt sé í vopn og varnir ár hvert. Í staðinn notað þá í að fæða, klæða og uppfræða þá sem eru þurfandi í heiminum, sem væri samt mörgum sinnum meira en þyrfti, og ekki ein manneskja yrði útundan, síðan kæmumst við áfram ...saman...bæði hið innra og ytra...að eilífu...í friði.  - Bill Hicks 1961 - 1994 (grínisti og uppistandari var vanur að ljúka þáttum sínum með þessari orðum).

Ef einhver hefur haft þolinmæði til að lesa svona langt er spurning um að gefa sér einnig tíma til að horfa á þetta uppistand.  Það tekur grínarann ekki nema nokkrar mínútur að ná fullri athygli, að vísu nokkuð grófur á köflum, og eftir er setið með allskonar ímyndanir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magnus ertu ekki kominn á fullt með að balancera heilahvelin ?

Breyting sem ekki er samt hægt að útsýra en breytir þó öllu.

Eg var eitthvað að fikta og fann þetta myndband.Og fannst það gæti fittað inn Örugglega koma pýramídarnir þarna við sögu til að lyfta orkunni.

Þið Matthildur verðið þvílíkt mögnuð eftir þetta allt saman :)

http://www.youtube.com/watch?v=aKmwtuV9Bik&feature=relmfu

Sólrún (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 23:43

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta viðtal Lilou við Penney Price var aldeilis fín morgunnhugvekja, enda eins gott að það barst í tíma.  Ég hef nefnilega verið að velta því fyrir mér hvort að hægra heilahvelið sé ekki bara það eina rétta, en alltaf stoppað við það hvort það myndi ekki þýða að þar með hyrfi maður úr þessum heimi. 

Til þess að hægra heilahvelið verði einrátt virðist þurfa að fara að ráðum Bill Hicks og innbyrða t.d. slatta af LSD nema að maður verði eins heppinn og Dr Jill Taylor, heilasérfræðingurinn sem ég flaggaði hérna fyrir stuttu, og fá heilablóðfall sem slær út vinstra hvelið. 

Það er einhvern veginn í eðli karlmannsins í þessum heimi að reyna við það sem hann telur vera styttstu leiðina þó svo að hún sé ófær.  Þess vegna er ég mikið að hugsa um að verða mér út um kennslubókina hennar Penney Peirce í draumum fyrir fábjána.

Eins og alltaf eru konurnar samt með þetta, sem minnir mig aftur á ummæli kunningja míns þegar ég sagði honum frá þeirri stórmerkilegu uppgötvun minni að 2+2 þyrftu ekki að vera 4 frekar en mér sýndist.  "Þetta hafa þær alltaf vitað konurnar" svaraði kunningi minn eins og ekkert væri eðlilegra. 

Það má því segja að það sé ekki að ástæðulausu sem almættið hefur falið þeim að ala upp blessuð börnin en eins og ævinlega hefur illuminatti reynt að seilast inn á það svið með því að byggja skóla við hliðina á kirkjum sem ekki virðast vera inn í augnablikinu.  Það á þó það sama við og fyrr á öldum, kvenlegt innsæi má fara varlega ef það á ekki að verða brennt á báli fyrir galdra.

Galdra brennur virðast t.d. viðhafðar af illuminatti í stórum stíl í menningarheimi muslima, þaðan sem okkur berast massífar sögur af kúgun kvenna, svo hrikalegar af hálfu þeirra sem voru aldir upp af þeim, að til vinnandi er að eiða öllu kviku með eldi líkt og þegar indíánum N-Ameríku var komið fyrr kattarnef.  Enda ekki von á góðu fyrir blessaðan hagvöxtinn ef kyrrt er látið liggja.

Organítið og stórbrotin náttúra Vesterålen haf magnað okkur Matthildi þvílíkt að leitun er að öðru eins.  Nú styttist í að Matthildur haldi heim á landið bláa og ég er að hugsa um að koma öðrum organite píramídanum fyrir í farangrinum hennar.  Svo er bara að afla upplýsinga frá Helga um píramídagerð og fara að líta eftir efnivið, því þetta er heldur betur að gera sig.

Magnús Sigurðsson, 1.8.2012 kl. 08:13

3 identicon

Magnus mér sýnist á öllu að þú sért að meika þetta all á LSD og heilablóðfalls.

Það er sjálfsagt bara val hvort menn ætla að hafa annað eða bæði hvelin eftir því hvort menn ætla að fara eða vera.

Ef menn vilja vera þá hafa menn vinstra inni líka.Eða það hefur mér skilist.

Svo er kannski hægt að kveikja ög slökkva .

Það er góð hugmynd að láta pýramídana kallast á yfir hafið.

verður gaman að vita hvernig þeir gera það.

Skramans ári líst mér vel á að þú farir út í skúlptúragerð af þessu tagi.Hún liggur án efa vel fyrir þér.

Og þetta var í morgunpóstinum mínum algert yndi að vakna við.:)

http://www.youtube.com/watch?v=whAFLhSWdsA&feature=related

Sólrún (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 10:59

4 identicon

Magnus afsakað eg ætlaði að skrifa ÁN

LSD OG HEILABLÓÐFALLS

Sólrún (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 12:04

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Jæja Sólrún nú fóruð þið Mooji alveg með það, þetta var alveg stórmerkileg sending.  Málið er að þegar ég ætlaði að fara að kíkja á þetta video frá þér hringdi bróðir minn Buddha munkurinn í tölvuna á skype.  Hann hefur verið í þjálfun til nokkurskonar kennara undanfarna mánuði, en nú sagði hann mér að það væri búið að ákveða að hann færi til Danmerkur þegar þjálfuninni lyki í október þar sem hann hefði aðsetur.

Það eina sem hann hafði áhyggjur af var að hann þyrfti kannski að pússa upp dönskuna sína, ég hélt að það væri eitthvað sem hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af, auk þess að hafa lært til verkfræðings og búið í Danmörku þá væri ekkert mál fyrir hann eða hvern sem er að gera sig skiljanlegan á dönsku án þess að sletta ensku, en áhyggjur hans höfðu með andleg hugtök að gera.  

Ég tók sem dæmi að ég hefði fullyrt það við vinnuveitenda og vinnufélaga, þegar ég mætti til Noregs að það tæki mig sirka viku að læra norsku en ég þyrfti á meiri umburðarlindi frá þeim að halda til að komast í þjálfun í múrverkinu ca þrjár vikur.  Það var hlegið af þessu en svo runnu á þau tvær grímur eftir vikuna og ég var aldrei alveg viss hvort það var vegna norskunnar minnar eða múrverkskunnáttunnar. 

Svo núna þegar við Matthildur fórum til Lófóten og Vesterålen  keyptum við gistingu á Roboer (verbúðum) á þeim stöðum sem okkur leist best á að kvöldi hvers dags og það var ekki alltaf auðvelt að koma því heim og saman yfir áskaðræðistímann þar sem við bókuðum ekkert fyrirfram frekar en að muna eftir því að taka með okkur landakort.  

Þegar ég skoðaði svo eina kvittunina sá ég að í reitinn þjóðerni stóð, norskur.  Sindri sagði að þetta væri nú ekkert því afi hefði ekki annað en þurft að stíga á land í Færeyjum þá var hann kominn á snakk við innfædda sem innfæddur væri, þó svo að hann hefði aldrei farið annað út fyrir landsteinana en til Færeyja á níræðisaldri.

En það merkilega er að þegar ég hafði kvatt Buddha munkinn eftir að hafa reynt að hughreysta hann opnaði ég þennan link frá þér og sé að það verður ekkert mál fyrir jafnvel mig að fara á viku Buddha námskeið hjá bróðir þó svo að það verði allt á Dönsku.

Magnús Sigurðsson, 1.8.2012 kl. 15:17

6 identicon

Já Magnus það er sko allt að gerast.

Vísir menn segja að það sé alltaf allt að gerast.

En það sé ekki alltaf sem menn fatta það :)

Þeir hafa ekki fattað hvað þú varst

lumskur með múrverkið :)

Gastu fengið þá til að segja þér eitthvað til?

Sólrún (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 15:56

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég tek algerlega þeirra tilsögn hvað múrverkið áhrærir.  Hef orð Bóa kolleiga míns bak við eyrað, en hann ráðlagði mér rétt áður en ég fór "Maggi vertu svo ekkert að reyna að segja þeim til, þeir hafa einhvern vegin slampast í gegnum þetta fram til þessa þó svo að þeir noti handabökin til þess".

En ef þeir finna að norskunni minni læt ég þá heyra það að það sé á Íslandi sem töluð sé original norska.

Magnús Sigurðsson, 1.8.2012 kl. 16:06

8 identicon

Já það er rett eitt er nú það þó að þeir segi þér eitthvað til í múrverki og annað er það ef að þei færu að segja þér til í nosku

Þar ætti að setja strikið alveg beint út.

Hefurðu fengið einhverjar uppskriftir frá Helga ?

Sólrún (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 16:28

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég hef fengið nokkuð góða mynd af því hjá Helga hvernig á að búa til organite þó svo ég hafi ekki nákvæma uppskrift.  Mér skilst að mest vinnan sé í að útvega réttan efnivið, málmflísar, kopar og þessháttar.  Eins fann ég þennan fína kúrs á háskólasetrinu youtube.

http://www.youtube.com/watch?v=ccS70UQE0fE

Magnús Sigurðsson, 1.8.2012 kl. 17:26

10 identicon

Eg hef verið að hugsa um hvað það er flott eins og Helgi gerir að nota litina líka með.Það kemur inn á tíðnina.

Og myndin sem þú tíksr af orkuflögunum og organítunum saman sýnir vel hvað þið frændur eruð búnir að vera saman

í mörg líf :)að hann skyldi hitta á akkúrat þessa liti svo úr varð listaverk.Og ekki spillti nú fyrir blái steinninn sem þú hefur áreiðanlega fengið fyrir að mála og filma allar norsku bláu myndirnar.Magnús það ber ekki á öðru en að uppskeran sé að skila sér inn í kornhlöðurnar hjá þér

Verður er verkamaðurinn launanna :)

Sólrún (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 18:27

11 identicon

her hefur skemmtileg umræða at ser stað a meðan eg svaf eg ver að viðurkena að eg gafst up a að horva a Bill Hicks mer fanst hann leiðinlegur og donalegur en samt goður inn a milli . það hefur ekki virkað hja okkur að setja malmin in fyrst það verða alltaf loftbolur við setjum alltaf resin fyrst svo malmin og kristalla og tað tarf alltaf að vera að pota i með priki til að losna við loftbolur við notum helst aldrei al eg held al sje eitur .það er best að hafa allar stærðir af malmi .með kristalana fyrst verður að hreinsa þa td i salt vatni setja þa ut i rigningu eða ut i fult tungl eins er hægt að setja þa a selenite svo þarf að hlaða þa með tvi að setja þa a achembuster ifir nott eg held það mundi virka agðtlega að setja pyramindin þin undir Magnus eins held eg að tað sje agætt að hafa þa i hleðslu a meðan þeir eru að harna .svo er eitt sem ma aldrei gleymast en það er að programma kristalana aftur eftir að þu hreinsar þa það gerir þu með þvi að tala við ta segja teim kvað tu vilt . það er hægt að finna flest sem þarf a ebay . Sólrún eg held eg verði ad senda þer 1 orginite gefðu mer samt sma tima það er i svo mörgu að snuast eins og er

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 23:24

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Fínt að fá þessar upplýsingar því það eru öll smáatriðin sem þarf að hafa tilfinningu fyrir sem gera gæfu muninn.  Eins og sagt er þá er engin vandi að gera hlutina ef þú kannt það, en það er mikill munur á því að vita og kunna svona eitthvað svipað og þegar vinstra heilhvelið er notað til að fá innilokaða útkomu úr 2+2 en það hægra útilokað með óendanleika Fibonacci.

Ég er ekki hissa á að Hicks hafi farið í þínar fínustu enda varaði ég við því að hann væri grófur og sjálfur lýsti hann sér sem tippabrandara karli.  En það breytir ekki því að það er margt verulega umhugsunarvert í uppistöndunum hjá honum eins og t.d. kom nokkrum sinnum fyrir í þessu þegar hann þurfti að biðjast afsökunar á því að vera á rangri samkomu þegar hann var hvað beittastur.  Til að halda athygli fólks virðist þurfa að vera grófur t.d. fær þessi síða flesta gesti þegar talað er um álfa, bjálfa og fábjána en betri síðan mín með sama efni settu fram af kurteisi fær enga athygli frekar en sunnudagaskóli.

Það má sjá á http://en.wikipedia.org/wiki/Bill_Hicks hvað Hicks þurfti að ganga langt áður en hann náði athygli, þó eftir honum hafi verið tekið í sunnudagaskólanum á yngri árum þá virkaði það ekki í praxis.  Sennilega hefur það sama átt við Georg Carlin þegar hann þurfti að ná athyglinni til að koma áríðandi skilaboðum á framfæri, það er allavega erfitt að ímynda sér að til sé maður svona fullur mannfyrirlitningar.

http://www.youtube.com/watch?v=nLRQvK2-iqQ&feature=related

Magnús Sigurðsson, 2.8.2012 kl. 06:54

13 identicon

Helgi eg hef aldrei fyrr séð vinnubrögð þar sem unnið er með svona inside out aðferð.Eg held að það sé nákvæmlega þannig sem bestur árangur næst ekki síst þegar verið er að vinna með orkuna á þennan hátt.Mig gruna reyndar að þannig sé þinn stíll svona í heildina .þetta að horfa á verkefnið innanfrá og alveg frá grunni.Enda hef eg trú á því að það sé ekki margt sem mislukkast hjá þér.

Eg hef verið að horfa á myndböndin þar sem verið er að kenna organítgerð og hef hvergi rekist á neitt um það hvaða hlutföll sé best að hafa milli kristalla og málma.Manni finnst einhvernvegin að það hljóti að skipta máli hvort að er ein teiknibóla með kristal sem er kíló á þyngd.Eða öfugt.

Eg hef líka efasemdir um álið en finnst að muni vera í lagi að nota til dæmis stálnagla með koparnum sem eg held að sé nauðsynlegt að hafa.

En ætli Illuminati hafi ekki náð að ganga vel og rækilega frá uppskriftum þessum á kafi uppi í borunni á sér hérna um árið.Og hafa vafalaust getað notað þær til að snúa faðirvorinu upp á andskotann með þeim eins og öðru.

Eg held að litirnir skipti líka máli því þeir stilla inn á ákveðna tíðni.

Ef við horfum á litina á þeim pýramídum sem þú sendir M&M út frá orkustöðvunum í líkamanum þá stendur blái liturinn fyrir hálsstöðina innsæi tjáningu og sköpun

En orange liturinn fyrir naflastöðina sem er samskipti viðskipti sex and money.

Sannarlega vel valið:)

Það væri gaman að fá sent svona faglegt organít.Mín eru algerlega hrist saman út í hött en eru þó að gera sitt þó þau séu vafalaust ekki eins markviss.

Magnus hefur ekki allt þitt ævistarf hingað til snúist um það að þjálfa skynjun þína kunnáttu og verkhæfni til organítgerðar fyrir mannkyn jarðar.Að hafa allagerðir af steypu blöndum og hlutföllim í puttunu til að nota eftir sem við á á hverjum stað og tíma? Núna finnsr mér það liggja alveg í augum uppi.Og ekki held eg að verði nú vandræðin með að blanda litina...

Georg Carlin er refur sem kemst upp með ýmislegt.Gaman af honum:)

Sólrún (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 12:16

14 identicon

Er ekki jörðin okkar eitt stórt organit?

Hvaðan koma kristallarnir og málmarnir?

http://www.youtube.com/watch?v=_jjjW6NWPLg

Sólrún (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 12:39

15 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það get ég staðfest að það er fátt sem misferst hjá Helga, það sem kannski er merkilegast við það er að hvað hann er kaldur við að feta fáfarnar slóðir og það ekki fáar.  Það er nefnilega auðvelt að forðast mistök með því að gera aldrei neitt.  Samnála því að litirnir hljóta að skipta miklu máli. 

Einu sinni fór ég í áfanga í litafræði í Listaskóla Reykjavíku, þar var allskonar fólk að sækja sér þekkingu ekki bara þeir sem ætluðu að mála myndir.  Eins og vanalega fór ég um víðan völl, var sagt að halda bara áfram að leika mér þegar kom að því að skila verkefnum.  En eitt man ég þó að blátt og orange er svokallaðir andstæðu litir sem gefa frá sér sama ljósmagn. 

Eitt hef ég áttað mig á fyrir löngu að steypa er happening, svona á svipuðu caliberi og að baka gerbrauð.  Það verða aldrei til tvö alveg eins eða með sömu gæðum, allt skiptir máli brot úr hita- eða rakastigi blástur ljósmagn.  Eins er árangursríkasta aðferðin þegar á að fara að endurgera gólf með eposxy, laga vatnshalla eða hvað sem er, að leggjast í gólfið, bara finna það og vera. 

Þannig að sennilega er það rétt hjá ykkur Helga að eina ráðið til að búa til nothæft organite eftir að illuminatti brenndi uppskriftirnar er að útvega sér ramman og mála svo á hann eftir tilfinningunni.  Álið er sennilega ónothæft, þó ekki væri nema bara fyrir að vera uppdiktaður málmur djöfulsins.  Sennilega væri óunnið áloxyd í lagi en það er svartur sandur með mikilli eðlisþyngd, langt yfir kíló á liter.

Það er svolítið fyndið að sjá það á þessu videoi hans Gerorg Carlin hvað fólkið hlær innilega þegar hann gerir óþverra grín að feitum, en það snar dregur niður í hlátrarsköllunum þegar hann kemur að kjarna málsins þ.e. hvernig menntakerfið er notað til að gera fólk að feitum fíflum.  Fólk er nefnileg vandlega skrúbbað á milli eyrnana til að verja kerfi sem er á góðri leið með að drepa það í nafni hins heilaga hagvaxtar þó því þykji afleiðingarnar kerfisins fyndnar.

Bashar hittir alltaf í mark og núna kemur hann inn á svolítið sem ég hef verið að velta vöngum yfir og var reyndar búin að gera beinagrind af bloggi um af því að mig vantar fullt af púslum í myndina.  Kannski læt ég færsluna fara þrátt fyrir upplýsingar Bashar.

Magnús Sigurðsson, 2.8.2012 kl. 18:30

16 identicon

Það er merkilegt þetta með steypuna.Allar húsmæður kannast held eg við það að kleinurnar geta aldrei orðið standard þó sama uppskrift sé notuð.Og ef maður gefur einhverjum köku uppskrift er eins víst að maður varla þekki kökuna aftur þegar maður kemur svo í heimsókn næst til viðkomandi.

LíKLEGA ER STEYPAN EKKI DAUÐ OG EF ÞÚ TALAR VIÐ HANA ÞÁ TALAR HÚN VIÐ ÞIG EF ÞÚ LEGGUR EYRAÐ VIÐ. Og þannig er það kannski oftar en við höldum með ýmislegt.

Eg veit ekki hvaða málmur er utan um sprittkertin eg var að tékka áðan með kritöllum að halda á þeim með og á og mér fannst að þetta myndi virka ágætlega saman.

Eg var ekki búin að taka efti viðbrögðum áhorfenda við guðlastinu hjá grínistanum.En það er þó allavega eitthvað til sem er heilagt þar á bæ.

Hrollvekja hvað þetta apparat virðist hafa náð miklum tökum.

Endilega sýndu okkur bloggið sem þú minntist á :)

Sólrún (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband