Salthúsið 2013.

IMG 0679 

Í dag opnar Salthúsmarkaðurinn í Salthúsinu á Stöðvarfirði fimmta sumarið í röð.  Frá 2009 hefur handverksfólk á Stöðvarfirði haldið úti markaði í aflögðu fiskvinnsluhúsi í bænum, með handverki víða af Austurlandi í boði fyrir ferðafólk. 

Samhliða markaðnum hafa verið ýmsar uppákomur í húsinu, t.d. var haldin ljósmyndasýning árið 2009 m.a. frá sjávarútvegi á Stöðvarfirði auk þess sem varpað var á veggi kvikmyndum frá fiskveiðum og vinnslu í íslenskum sjávarútvegi. Einnig var myndverk gjörnigaklúpsins "Icelandic love corporation" sýnt þar sem gert var að þorsk til útfarar í brúðarkjólum og ein málverkasýning. 

Árið 2010 áttu  hátt á annan tug ungra listamanna sviðið ásamt handverkfólkinu. Það sumar hófst sýningaröðin "Æringi" í Salthúsinu á Stöðvarfirði að frumkvæði listakonunnar Þorgerðar Ólafstóttir. Æringi hefur síðan verið haldinn í Bolungavík 2011 og á Rifi 2012.

IMG 0071

Núna sumarið 2013 er ráðgera aðstandendur "Pólar Festival" að hafa listviðburð í húsinu samhliða bæjarhátíðinni "Maður er manns gaman" á Stöðvarfirði helgina 12-14. júlí. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/05/30/haefileikasamfelag_a_stodvarfirdi/

Þó svo að þetta verði í þriðja sumarið í röð sem ég missi af opnun Salthúsmarkaðarins þá er hugurinn enn sem áður þar á þessum degi. Í dag ætla ég að nota tækifærið til að kynna handverkið hennar Matthildar sem verður í Salthúsinu í sumar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband