24.6.2013 | 17:24
Þjónar laga og reglna.
Alltaf þegar ég les um svona aðfarir lögreglu þá dettur mér ósjálfrátt í hug Kiddi Jó ensku kennari fyrir margt löngu.
Kiddi lagði ofuráherslu á það í ensku náminu að við hefðum vitneskju um það hvernig orðið Police hefði orðið til í ensku, en það vildi hann meina að væri stytting á orðunum "puplic service".
Þó það væri ekki auðskilið hversvegna Kiddi lagði svona mikla áherslu á þennan uppruna þá var merkingin auðskilin á íslensku þess tíma.
En það er æ sjaldnar sem orðið "lögregluþjónn" kemur upp í hugann þegar sagðar eru fréttir af vinnubrögðum lögreglunnar.
Börn veittust að lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Á lögreglan bara ekkert að skipta sér af?
Mundi viðhorf þitt breytast ef drukkinn ökumaður keyrði niður einhvern þér nákomin?
Grímur (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 17:57
Grímur er ég að misskilja eitthvað, eða er þessi frétt kannski ekki af 13 ára stelpum sem voru upp á gangstétt á hjóli?
Magnús Sigurðsson, 24.6.2013 kl. 18:00
Það er lágmark að bera virðingu fyrir lögreglunni.Við eigum öll að fara eftir lög og reglu.
skvísa (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 18:07
Akkúrat skvísa, það var innhaldið í uppræðslu Kidda enskukennara. Lög og regla er fyrir alla, til þess að koma þeim sem misstíga sig í skilning um það höfum við valið að hafa til þess "lögregluþjóna" en t.d. ekki harðsvíraða ofbeldismenn þó svo að það kunni að vera skilvirkara.
Magnús Sigurðsson, 24.6.2013 kl. 18:19
Ég skrifaði þessar línur upprunarlega hjá hinu blogginu, þar sem pistlahöfundur var að úthúða lögreglunni fyrir verknað sinn, en ákvað að þær eiga vel við hér líka:
Númerslaus (þar af leiðandi ólöglegt) faratæki er á ferð á göngustíg (ólöglegt athæfi) og neitar að sinna stöðvunarskyldu lögreglu (stranglega bannað, samkvæmt Íslenskum lögum). Bifhjólið er með farþega (sem er ólöglegt fyrir þetta faratæki), sem hendir frá sér tösku við eftirför, sem reynist innihalda verðmæta tæknibúnaði (af hverju gerði einstaklingurinn það?).
Einstaklingar reynast svo vera undir lögráða, sem eru að ferðast utan löglegan útivistatíma (bannað) og sýna lögreglunni mótþróa (stranglega bannað).
Að auki má svo benda á að einstaklingarnir voru með hjálma (nei sko! Eitthvað löglegt sem þau gerðu rétt), þannig að það er ekki auðvelt að ákvarða aldur þeirra sí svona, sérstaklega þegar verið að hundsa einföldu beiðni til að stoppa og tala við lögreglu. Ökumaður var þar að leiðandi réttindarlaus og átti ekki einu sinni erindi til að keyra ólöglega faratækið sitt, til að byrja með.
Þannig að já. Lög og regla er fyrir alla, eins og þú segir réttilega og enginn er undanskilinn því að fara eftir þeim.
Einar Örn Gissurarson, 24.6.2013 kl. 18:41
Það er gott að við skulum vera sammála með það að lög og regla sé fyrir alla þó svo að við virðumst ekki vera sammála um meðalhófið. Fjórir lögreglubílar, sjúkrabíll, vaskur flokkur "lögregluþjóna" með handjárn versus tvær þrettán ára stelpur og vespa. En Einar veistu hvort þetta var rafmagnsvespa?
Magnús Sigurðsson, 24.6.2013 kl. 19:06
Já. Það kom skýrt fram að um bifhjól var að ræða, þar að leiðandi er þetta ólöglegt faratæki fyrir göngustíga. Hér geturðu nálgast lýsingar á slíku farartæki og reglur um notkun þess:
http://www.forvarnahusid.is/category.aspx?catID=259
Auka lögreglubílar eru kallaðar inn, þegar fólk sína lögreglubeiðni mótþróa; þetta eru almennar verkreglur innan lögreglu.
Sjúkrabílinn er svo þarna vegna þess að stelpurnar klesstu vespunni.
Einnig benti ég á, báðar stelpurnar voru með hjálma og gerðu engar tilraunir til að vera samvinnufúsir við beiðnum lögregla. Ekki er hægt að aldursgreina einstaklinga undir þessum aðstæðum.
Þú getur lastað "lögregluna" fyrir að hafa sýnt 13 ára stúlkum harðræði en þær geta sjálfum sér kennt um að fullu. Hefðu þær virt beiðni lögreglu um að stoppa, hefði málið leysts í rólegheitum. Engar 4 lögreglubílar, sjúkrabílar, vaskir flokkar eða fjölmiðlar verið þarfir. Ein af hörðustu reglum til að brjóta er að óhlýðnast tilskipun lögreglu og það er ávalt farið hart í efnið þegar svoleiðis mál koma upp. Ef lögreglan hefur ekki leyfi til að taka hart á slíku, missa þeir samstundis getu sína til að varðveita lög og reglu.
Einar Örn Gissurarson, 24.6.2013 kl. 19:31
Einar það sem ég var að spá hvort það hefði kannski verið full harkalegt að þvinga þær til að keyra á ljósastaur með því að leggja fjórum lögreglubílum þvers og kruss í akstursleiðina. Það hefði kannski mátt hlaupa vespuna uppi, allvega ef þetta hefði verið vespa með batteríi. En af því að þú ert svo fróður; veistu hvort þær fengu vespuna í fermingagjöf?
Magnús Sigurðsson, 24.6.2013 kl. 19:41
@Einar Örn Gissurarson, (24.6.2013 kl. 18:41): Ég verð að taka það fram að ég úthúðaði hvergi lögreglunni í mínum pistli. Þunginn hjá mér er að benda á hversu illa þetta lítur út fyrir lögregluna. Ég tek það skýrt fram þar að það eru eflaust margar hliðar á þessu.
Ég held að það sé einhver misskilningur á ferð.
Sumarliði Einar Daðason, 24.6.2013 kl. 19:59
Hvernig þær redduðu sér vespunni kemur málinu ekkert við og mér finnst þú vera kominn út í soldið ómálefnalega umræðu ef þú ætlar bara að vera með eitthvað háð í mér.
Það má kannski þetta og kannski hitt. Af því að um litlar stelpur var að ræða þá hefðu þeir þurft að beita vettlingartökum, heyri ég þig segja. Áttu þeir semsagt bara að hlaupa á eftir þeim? Maður þarf reyndar að standast ákveðið þolpróf, til að komast í lögregluna en það er ekki auðvelt mál að hlaupa uppi faratæki sem rúllar um á 45 km hraða
Nú get ég ekki sagt með vissu hvernig málalokinn fóru nákvæmlega, þar sem ég gat bara stuðst við lýsingar fréttar og ljósmynd en mér sýnist ég sjá að þær höfðu verið að rúlla á eftir gangstéttinni, sem að aftur var ólöglegt og hættulegt athæfi og að lögreglubílnum hafi verið stöðvað á stígnum til að heft för þeirra. Þær gátu bremsað eða stofnað sig í hættu, með því að keyra á fullri ferð á grasinu. Þær kusu síðarnefnda.
Hvernig sem þú vilt líta á málin, þá voru þessar stúlkur að brjóta nánast allar reglur sem þær gátu, við þessar aðstæður og gáfu lögreglu fulla ástæðu til að álíta að um innbrotsþjófa á undanhaldi var um að ræða. Ég hef enga samúð með þeim.
Einar Örn Gissurarson, 24.6.2013 kl. 20:08
@Sumarliði
Þá þykir mér þú fara heldur undarlega leið til að benda á það, því þú hefur mál þitt (með fyrirsögn þinni) á því að vera heldur skýr á því að þú haldir að lögreglan sé að gera rangt. Þetta eru skilaboðin sem þú ert að koma út og þú sérð greinilega á viðbrögðunum fólks, sem eru að svara blogginu þínu, að það haldi að það sé stefnan þín.
Ekki gefa út misvísandi skilaboð á hvaða umræðu þú vilt skapa, í fyrirsögninni þinn. Þannig kemurðu í veg fyrir misskilningum.
Einar Örn Gissurarson, 24.6.2013 kl. 20:20
Ég ætlaði nú ekki að vera móðgandi Einar, ég biðst afsökunar ef svo hefur verið. En ég heyrði einhverstaðar að þetta hefði verið rafmagns vespa og langaði til að vita hvort þær hefðu kannski fengið hana í fermingargjöf. Já þær stöllur brutu námnast allar reglur með þessu athæfi, það hefur líka komið fyrir mig og hefur jafnvel ekki þurft merkilegri atburð til en að fara yfir gangbraut þegar rauði kallinn er staurnum.
Magnús Sigurðsson, 24.6.2013 kl. 20:34
mer sinist vinnubrögð lögreglu vera mikið vera buin að breytast vopnuð sersveit lögreglu eltist við hestamen krakkar nanast keyrðir niður a gangsett . mikið er eg þaklatur fyrir að vera ekki krakki a Islandi I dag . eg hef aldrei seð fulorðið folk Keira um a vespu
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 21:54
http://www.etymonline.com/index.php?search=police
Hallur (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 23:26
Magnús, þær hafa ekki fengið þessa vespu í fermingargjöf vegna þess að þær eru 13 ára og þessvegna ekki fermdar......
Helgi ef að þú hefur ekki séð fullorðið fólk á vespum, þá ert þú nú ekki með athyglina í lagi. Skoðaðu nú vel ökumenn vespna hér eftir. Krakkar hegðuðu sér örugglega ekki svona þegar þú varst að alast upp, svoleiðis krakkar hefðu verið kallaðir eitthvað og kvað þá foreldrar þeirra á þeim tíma, ekki satt?
Þorkell (IP-tala skráð) 25.6.2013 kl. 00:14
Þorkell ég sá einhverstaðar að þær væru fæddar 1999,verða semsagt 14 á árinu, er það ekki fermingarárið? Það er nefnileg hægt að fermast 13 ef ég man rétt.
Annars ætlaði ég upphaflega að vekja athygli á því sama og Helgi kemur inn á, að það er orðið lítið sem minnir á þjóna lagana í fréttum sem þessari þar sem fermingabörn eru snúin niður og járnuð út á víðavangi. Miklu frekar að það minni á yfirgangsfólk.
En eitt ættu þjónar lagana að hafa í huga, auk þess að virða lög og reglu, það er það að það getur verið munur á lögbroti og glæp.
Magnús Sigurðsson, 25.6.2013 kl. 04:07
Þorkell það er alveg rett hjá þer eg veit ekkert um hvernig folk er a vespum a Íslandi en her I Astraliu eru það næstum ekkert nema krakkar og svolítið af gömlu fólki það er hægt að sja það langt að hvort um er að ræða krakka eða gamalt folk alveg sama hvort þu ert með hjalm eða ekki .heldur finnst mer það osenilegt að farþegin hafi viljandi hent töskunni sinni með fartölvunni ætli það geti verið að þjónar lagana sjeu eittvað að fegra söguna
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 25.6.2013 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.