Aumingjagæska.

Virðing stofnanna ríkisins fyrir fyrir fégræðgi er með miklum ólíkindum. Það að ekki skuli vera búið að stöðva fjárplógstarfsemi landeigenda með lögregluvaldi minnir einna helst á veiðileyfið þegar bankar fengu að stunda óáreittir innheimtu vegna ólöglegrar lánastarfsemi. Þeir sem eru féflettir af bönkum þurfa að leita á náðir dómstóla.

Nú er sami háttur hafður á gagnvart ferðafólki, vegna landeigenda sem telja sig geta lokað aðgengi að náttúruperlum í eigu þjóðarinnar nema gegn gjaldi. Á meðan skipuleggur ríkisstjórnin hvernig beita megi sömu græðgi með því að koma á náttúrupassa með sambærilegri gjaldtöku. Þessi aumingjagæska gagnvart græðginni fer óneitanlega að minna á skipulega glæpastarfsemi.


mbl.is Hverirnir á landi í eigu ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband