Tvímánuđur

Tvímánuđur er fimmti sumarmánuđurinn samkvćmt gamla norrćna tímatalinu. Tvímánuđur hefst á ţriđjudegi í 18. viku sumars, eđa hinni 19., ef sumarauki er, ţ.e. 22. – 28. ágúst. Í Snorra-Eddu heitir mánuđurinn kornskurđarmánuđur.

IMG 3713

Gömlu mánađaheitin eru talin upp í tveimur ritum. Annađ nefnist Bókarbót og er varđveitt í handriti frá um 1220. Hitt ritiđ er Snorra-Edda og eru mánađaheitin talin ţar upp í Skáldskaparmálum. Ekki ber mánađaheitunum saman. Í Bókarbót er tvímánuđur talinn upp á milli fjórđa mánađar sumars og sjötta mánađar sumars. Nafniđ kornskurđarmánuđur skýrir sig sjálft ţar sem hann ber upp á ţann tíma ársins sem vćnta má kornuppskeru. Páll Vídalín vildi skýra nafngiftina tvímánuđur á ţann hátt ađ tveir mánuđir vćru nú eftir ađ sumri líkt og einmánuđur bćri nafn sitt vegna ţess ađ einn mánuđur vćri eftir af vetri.

Gamla tímataliđ fylgdi gangi himintungla og hrynjanda náttúru. Ţó ţađ hafi ađeins gert ráđ fyrir tveimur árstíđum, sumri og vetri, ţá komu kvartilaskipti upp í kringum sólstöđur og jafndćgur, mánađarmót grennd viđ tunglkomur. Ţađ má međ réttu halda ţví fram ađ gamla tímataliđ hafi veriđ greinilegra en Gregoríska tímataliđ sem notađ er í dag og var innleitt áriđ 1582 af kaţólsku kirkjunni og kallađ nýi stíll á íslensku. Ţegar ţađ Gregoríska tók viđ var skekkjan orđin ţađ mikil í ţví júlíansa, sem kennt var viđ Júlíus Sesar, ađ klippa ţurfti 11 daga úr árinu ţannig ađ 29. nóvember kom í stađ 17. nóvember. Gregoríska tímataliđ var tekiđ upp á Íslandi áriđ 1700 og er notađ í dag.

Júlíaska og Gregoríska tímatölin voru byggđ á gömlu rómversku tímatali sem hafđi marga galla sem enn má sjá í dag, t.d. nćr tvímánuđur yfir hluta úr tveimur núverandi mánađa, ţ.e. ágúst og september, frá ţví skömmu eftir nýtt tungli í ágúst til jafndćgurs ađ hausti sem er rétt fyrir nýtt september tungl. Ţá fćrist mánuđurinn lengra frá nýju tungli vegna sumarauka leiđréttingar sólársins. Rómverska tímataliđ var minna tengt árstíđum náttúrunnar en gamla tímataliđ, ţar voru Rómar keisarar áhrifavaldar ţegar tíminn skildi mćldur t.d. er mánuđurinn júlí nefndur eftir Júlíusi Sesar en ágúst sem er annar mánuđurinn sem ber upp á tvímánuđ eftir Ágústusi keisara en september ber nafn sitt vegna ţess ađ hann var sjöundi mánuđur ársins en septem merkir sjö, október átta osfv.

Líkt og međ hina rómversku hundadaga, sem enduđu s.l. sunnudag, vöndust íslendingar smá saman á ađ notast viđ hiđ tilskipađa tímatal frá Vadikaninu í Róm um ţađ hvernig tíminn skildi mćldur. Ţrátt fyrir ađ hafa haft mun greinilegra tímatal til ađ stađsetja sig í tíđum ársins aldirnar ţar á undan.

Mörsugur á miđjum vetri

markar spor í gljúfrasetri.

Ţorri hristir fannafeldinn

fnćsir í bć, og drepur eldinn.

Góa á til grimmd og blíđu,

gengur í éljapilsi síđu.

Einmánuđur andar nepju,

öslar snjó og veđur krepju.

Harpa vekur von og kćti,

vingjarnleg og kvik á fćti.

Skerpla lífsins vöggu vaggar,

vitjar hrelldra, sorgir ţaggar.

Sólmánuđur ljóssins ljóma

leggur til og fuglahljóma.

Heyannir og hundadagar

hlynna ađ gćđum fróns og lagar.

Tvímánuđur allan arđinn

ýtum fćrir heim í garđinn.

Haustmánuđur hreggi grćtur

hljóđa daga langar nćtur.

Gormánuđur, grettiđ tetur,

gengur í hlađ og leiđir vetur.

Ýlir ber, en byrgist sólin,

brosa stjörnur, koma jólin.

                                   Hallgrímur Jónsson

Heimildir:

https://is.wikipedia.org

http://www.arnastofnun.is/page/ordpistlar_tvimanudur


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband