14.12.2015 | 20:49
Hvķtramannaland
Ķslendingar hafa löngum veriš stoltir af uppruna sķnum, enda komnir af vķkingum sem settust aš ķ mörgum Evrópulöndum og hafa litaš menningu žeirra allt til dagsins ķ dag. Eins eiga žessir fyrrum sęgarpar okkar, sem stimplašir voru hryšjuverkamenn sķns tķma, aš hafa fundiš Amerķku. En žegar spurt er hvort norręnir menn hafi numiš žar land er fręšilega svariš nei, ef frį er tališ Gręnland. En žašan hurfu norręnir menn meš öllu į óśtskķršan hįtt skömmu eftir 1400. Hér į žessar sķšu hefur ķ nokkrum skipti veriš velt vöngum yfir žvķ hvaš um Gręnlendingana varš og žį hvort geti veriš aš žeir hafi haldiš įfram stystu leiš yfir hafiš til aš byggja Vķnland eftir aš lķfskilyrši versnušu į Gręnlandi. Žessar vangaveltur mį sjį ķ fęrslunum frį žvķ fyrr į žessu įri, Tżndir Ķslendingar, Hvaš varš um Ķslensku Gręnlendingana og Steinarnir tala.
Hśs Mandan fólksins eru um margt ólķk hżbżlum dęmigeršra frumbyggja.
Til eru sagnir af Mandan indķįnum sem voru sumir hverjir ljósir į hörund og jafnvel sagšir hafa veriš blįeygšir. Svo vel vill til aš skrįšar heimildir eru til um žessa indķįna N-Amerķku og nokkuš vitaš um lifnašarhętti žeirra sem voru um margt sérstakir žegar frumbyggjar Amerķku eru annars vegar. Könnuširnir Lewis og Clark dvöldu į mešal žeirra veturinn 1804-1805 ķ leišangri sķnum vestur yfir Klettafjöll į vegum Thomas Jeffersons. Žar įšur eru til heimildir um aš Fransk-Kanadķski kaupmašurinn Pierre Gautier de Varennes hafi įtt samskipti viš Mandan indķįna og žó žaš sé ekki skrįš af honum sjįlfum žį į hann aš hafa rętt žaš viš sęnsk ęttaša fręšimanninn Pehr Kalm aš į slóšum Mandan viš Missouri įna hafi hann fundiš norręnan rśnastein. En žjóšflokkur žessi hafši fasta bśsetu ķ bęjum sem byggšir voru śr grjóti og torfi į bökkum Missouri ķ mišvestur rķkjunum, ašallega ķ sušur og noršur Dakota.
Lögfręšingurinn, landkönnušurinn og listmįlarinn George Caitlin dvaldi hjį Mandan um tķma įriš 1832 og mįlaši žį margar myndir af žessu fólki og hżbżlum žess. Caitlin lżsti Mandan sem gjörólķkum dęmigeršum frumbyggjum N-Amerķku, bęši ķ lķfshįttum og vegna žess aš 1/6 žeirra vęri ljós į hörund meš ljósblį augu. Mandan indķįnar voru sķšan sameinašir öšrum ęttbįlkum inn į verndarsvęšum sem sķfellt minnkušu vegna įsóknar stjórnvalda ķ land žeirra. Į 19. Öld voru Mandan oršnir nokkur hundruš og lifšu innikróašir įsamt Hidatsa og Arikara ęttbįlkunum en žar gengu žeir ķ gegnum "mislukkaša" bólusetningar įętlun stjórnvalda gegn bólusótt sem žvķ sem nęst gjöreyddi žeim. Ķ dag er ekki tališ aš neinn Mandani sé til ķ heiminum sį sķšasti hafi horfiš af yfirborši jaršar įriš 1971.
Žó svo sumir vilji meina aš Mandanir kunni aš hafa haft norręnt vķkingablóš ķ ęšum eru žeir fleyri sem vilja meina aš um forna kelta hafi veriš aš ręša. Til eru sagnir um Walesbśann Morgan Jones sem féll ķ hendur indķįna vestur af Virginķu 1660 sem rįšgeršu aš drepa hann en žegar hann baš fyrir sér į gamalli gelķsku sżndu žeir honum viršingu og var honum sleppt. Mišaš viš hvernig mankynssagan greinir frį fundi Kólumbusar į Amerķku og žvķ hvernig hśn var numin ķ framhaldinu, eru žaš varla ašrir en illa skólašir sveimhugar sem halda žvķ fram aš Amerķka hafi veriš žekkt af Evrópumönnum og siglingarleišin legiš ķ nįgreni viš Ķslandsstrendur įrhundrušum fyrir Kólumbus.
Rithöfundurinn Įrni Óla ritaši greinina Hvķtramannaland fyrir mörgum įratugum sķšan og var frįsögnum hans ķ besta falli metinn sem hugarburšur. En sjįlfur dró Įrni enga dul į aš hann lét hugann reika į milli lķnanna ķ žeim fįtęklegu heimildum sem ķslendingasögurnar hafa aš geyma um Vķnland hiš góša. Ķ grein sinni dregur hann fram menn į viš Hrafn Hlymreksfara sem sigldi vestur um haf frį Ķrlandi og sagši sögur af ķslenskum manni sem žar bjó sem talin er hafa veriš Björn Breišvķkingakappi. Eins segir hann frį Gušleifi śr Straumfirši sem til vesturheims kom og Ara Mįssyni sem žar ķlendist. Žessir ķslendingar tengdust allir Ķrlandi og Skosku eyjunum enda var Hvķtramannaland einnig kallaš Ķrland hiš mikla. Hermann Pįlsson fyrrverandi prófessor viš Edinborgarhįskóla er į svipušum slóšum og Įrni Óla ķ grein Lesbók Morgunnblašsins 18. september 1999 en žar veltir hann fyrir sér Vķnlands nafngiftinni og hvort žaš hafi byggst Evrópumönnum į undan Ķslandi.
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 22:09 | Facebook
Athugasemdir
Hśs Mandan fólksins minnir óneitanlega į Maeshoewe hér į Orkneyjum, allavaga ytra śtlit. https://en.wikipedia.org/wiki/Maeshowe
S Kristjįn Ingimarsson, 24.12.2015 kl. 17:06
Sęll Kristjįn, jį hśsgerš į Orkneyjum fyrir vķkingatķmann minnir óneitanlega į hśs Mandan indķįna, eins margt af žvķ sem mį finna ķ New England ķ Maine og vķšar ķ USA.
Žaš mį reyndar segja aš žegar ég kynnti mér sögu Skotlands žį hafi ég lent į žessar slóš sem žessi fjögur blogg um Gręnland og Vķnland. En žetta hafa margir veriš bśnir aš benda į įšur įn žess aš ég vissi af žvķ, s.s. rithöfundurinn Įrni Óla og Hermann Pįlsson prófessor viš Edinborgarhįskóla, en žaš var saga Skotlands og fornt byggingarlag į Orkneyjum sem leiddi mig inn į žessa slóš.
Žaš er margt forvitnilegt ķ Orkneyingasögu t.d. byrjar hśn į žvķ aš skżra žaš śt hvers vegna mįnuširnir žorri og góa heita svo og hvers vegna Noregur heitir Noregur. Auk allra Ķslands tenginganna sem žś hefur veriš aš benda į į blogginu žķnu.
Ég set hérna inn link į Orkneyingasögu aš gamni.
http://www.sacred-texts.com/neu/ice/is3/is302.htm
Magnśs Siguršsson, 25.12.2015 kl. 08:18
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.