Þegar fábjánar fá frábærar hugmyndir

Það eru örfáir áratugir síðan að latínuliðið fór að ásælast verklegt nám. Þá ekki til þess að skíta út hendurnar sjálft, heldur sjá um að kenna þeim sem hafa viljann til verklegrar vinnu og votta  kunnáttu þeirra.

Síðan þessi ásælni latínusamfélagsins í að gera sig gildandi í því, sem það hefur ekki hundsvit á, þá hefur verknámi í landinu hrakað stórlega, jafnvel svo að vandfundið er ungt fólk sem sér nokkurn tilgang í því að fara í verknám.

Ágætu meistarakerfi, þar sem ungur nemur það sem gamall temur, og viðgekkst í byggingariðnaði öldum saman hefur verið rústað, þannig að nú koma gjaldgengir iðnaðarmenn út á vinnumarkaðinn reynslulausir úr fáviskufabrikkunum  latínuliðsins. 

Helst að þeir séu fullnuma í að fylla út gæðavottun um sjálfa sig á exel skjali.

Nú hefur menntun sem þjónar engum tilgangi ná þeim hæðum að handhöfum hennar dettur helst í hug að ekki sé hægt að grafa skurð nema á háskólastigi.


mbl.is Nám í jarðvinnu verði að veruleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, þetta er einhver sú besta lýsing á stöðu samfélagsins sem fram hefur komið.

Gunnar (IP-tala skráð) 11.11.2019 kl. 21:54

2 identicon

Snilldarpistill

sem segir allt um bákn ESB búrakratanna.

Allt þeirra gæðavottunarkerfi er atlaga að fagmennsku þeirra sem áður nutu löggildra réttinda sem meistarar.  Líkast til er gæðavottunarkerfið fyrst og fremst hugsað sem báknsins atlaga að lögvernduðum atvinnuréttindum og atvinnuöryggi einyrkja og smærri fyrirtækja, enda er ESB helsta reglugerðafabrikka stórfyrirtækja og stórglæpamanna og ríkisvaldið innleiðir allt sem frá þeim kemur.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.11.2019 kl. 23:02

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er stundum sagt að menn skuli líta í eigin barm þegar fábjánunum fjölgar í kringum þá og það á sjálfsagt ekki síður um við mig sem viðra sérvisku mína hér í bloggpistlum.

En í fullri alvöru þá er nóg komið af frábærum hugmyndum um það hvernig hvernig heilu starfsgreinarnar er komið til andskotans með skylduðum kröfum og gæðavottunum. Þar sem fólki með lífstíðarreynslu er gert að kosta sig á endurmenntunarnámskeið hjá reynslulausum fábjánum.

Um þetta ber endurmenntunarkrafa á meirabílstjóra glöggt vitni en þeim er gert að sitja hundruð þúsunda námskeið á fimm ára fresti ef þeir vilja halda atvinnuréttindunum. Og nú dettur gáfnaljósunum í hug að setja á stofn stýrihóp til að seilast í vasa stjórnenda vinnuvéla.

Það er stutt síðan ég setti hér inn blogg sem skýrir hvernig fábjánahátturinn virkar í praxís.

https://magnuss.blog.is/blog/magnuss/entry/2240665/

Magnús Sigurðsson, 12.11.2019 kl. 13:43

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Snilldarpistill og svo HÁARRÉTT lýsing á því

hvernig komið er fyrir okkar þjóðfélagi.

Sigurður Kristján Hjaltested, 12.11.2019 kl. 19:09

5 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

FRÁBÆRT ! allir vita að manneskjulegt húsnæði er ekki lengur til í Reykjavik. 

 Þeir eru að reyna að stæla NY. Fyrir utan að þeir vita ekki neitt um byggingar,

Erla Magna Alexandersdóttir, 12.11.2019 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband