8.3.2020 | 07:31
Samstaðan er undir hverjum og einum komin
Það má segja að yfirvöld sóttvarana hér á landi hafi eignast norskan málsvara, þegar litið er til aðgerða þeirra vegna Wuhan veirunnar. En sóttvarna yfirvöld hafa farið fremur rólega af stað með aðgerðir og hafa hlotið réttmæta gagnrýni fyrir, enda er engu líkara en hver aðgerð til að hefta útbreiðslu veirunnar til þessa, hafi komi aðeins of seint.
Ørjan Olsvik, prófessor í örveirufræði segir sjálfsagt að fara varlega og gera ráðstafanir til að fyrirbyggja smit um leið, en kórónuveiran er ekki hættuleg þorra fólks. Þeir sem eru látnir voru veikir fyrir. Kórónuveiran er venjuleg veira sem er vægari en hefðbundin flensa. Vandamálin byrja þegar yfirvöld fá móðursýkiskast, þá öpum við eftir þeim. Lítið höfum við lært og erum fljót að gleyma því að við höfum lent í þessu oft áður án þess að stórhætta sé á ferð.
Þegar svínaflensan svokallaða gerði strandhögg í Noregi árið 2009 lét Olsvik frá sér sams konar gagnrýni og hafði reyndar lög að mæla. Norsk heilbrigðisyfirvöld létu þá í veðri vaka að 1,2 milljónir Norðmanna gætu tekið sóttina og 13.000 látist úr henni. Var þegar hafist handa við fjöldabólusetningar sem kostuðu 550 manns alvarlegar aukaverkanir. Alls létust 30 manns í Noregi úr svínaflensu.
Hvern einasta bæjarbruna hefði mátt slökkva með einu vatnsglasi á réttum tímapunkti, segir Ørjan Olsvik, prófessor í læknisfræðilegri örverufræði. Höfuð atriðið sé því að hindra útbreiðslu veirunnar. Íslensk sóttvarna yfirvöld gerðu það í upphafi með því að höfða til samstöðu almennings. Tilmæli hefðu vissulega mátt vera mun ákveðnari, þó svo almenn væru, s.s. að biðla ákveðið til fólks að bíða með óþarfa utanlandsferðir og skemmtanir á viðsjárverðum tímum. Einmitt vegna þess að kóróna veiran er ekki talin hættuleg þorra fólks.
En þegar upp er staðið þá verður hver og einn að líta í eigin barm.
![]() |
Segir yfirvöld ala á óþarfa ótta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.