10.5.2020 | 09:39
Mafía óttans
Óttinn er til allra breytinga bráðnauðsynlegur. Hvað er betra en loka fólk inni vikum saman fyrir framan fréttir til að magna upp ærlegan ótta, eins og reyndin er nú víða um heim. Verði fréttaflutningurinn nægilega einhæfur þá þarf ekki einu sinni að feika fréttir, það nægir að útiloka þá sem valda "óstöðugleika" með því að skýra hlutina á annan hátt en gert er úr krananaum, eða réttara sagt í "mainstream" miðlunum.
Það birtist hér á síðunni blogg fyrir nokkru um Ríki óttans þar sem bent var á youtube myndband frá því í mars með Amazing Polly. Þar fór hún yfir það hvernig viðbrögðin við covid-19 heimsfaraldrinum hefðu verið skipulögð fyrir allan heiminn á ráðstefnu í október s.l., sem bar heitið 201. Í því videoi lýsti hún aðdraganda þess sem var í gangi og því sem framundan væri.
Þessi spásagnakennda rannsóknarblaðamennska hennar Polly átti stuttan stans á google miðlinum youtube uns það var tekið út vegna vegna "terms of service". Amazing Polly virðist samt hafa opin aðgang ennþá og hlóð niður videoi á youtube í gær þar sem hún fer yfir hvernig alþjóðlegar stofnanir tengjast og hvernig önnur bylgja verður útfærð. Rétt eins og síðast sel ég þetta ekki dýrara en ég keypti.
Óttast aðra bylgju faraldursins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi mafía kallast ILLUMANATI og svona stjórna þeir:
=Þeir auka á allskyns ringulreið og ljótleika
í gegnum menningarviðburði í fjölmiðlum heimsins:
https://www.facebook.com/thealmightyjah/videos/547106685653876/
Kannski að kvikmyndin
"THEY LIVE"
lýsi ástandinu best:
https://www.youtube.com/watch?v=UK8MJVQVRo8&feature=emb_logo
Jón Þórhallsson, 10.5.2020 kl. 10:43
Þakka þér fyrir þessa ábendingu Jón.
Þjóðríkið á ekki sjö dagana sæla þessi misserin, -nokkurn veginn að verða gjaldþrota um allan heim.
Á meðan "lyfjadraugurinn" fitnar á fjósbitanum í líki alþjóðlegra heilbrigðistofnanna.
Þó svo flestir haldi að það sé "okkar" þríeyki og pólitík sem "leiki" hérlendis á vírusinn, þá eru leikritið skrifað annarsstaðar.
Magnús Sigurðsson, 10.5.2020 kl. 11:22
Ber forseti íslands ekki ábyrgð á íslensku þjóðinni
eins og bóndi sem að ber ábyrgð á rekstri á sinni jörð?
Er rúv-sjónvarp að leiða þjóðina hinn rétta veg inn í framtíðina?
Ber menntamálaráðherra t.d. einhverja ábyrgð á rúv-sjónvarpi
eins og og skólastjóri ber ábyrgð á námi í sínum skóla?
Jón Þórhallsson, 10.5.2020 kl. 12:56
Það líður senn að því að þjóðkjörnir fulltrúar þurfi að svara fyrir þær efnahagslegu afleiðingar sem viðbrögðin við veirunni hafa.
Það má segja að "námskráin" komi að utan svo "pólitíkin" verður varla látin bera ábyrgð úr þeirri átt, enda hefur námsefninu verið fylgt.
Þjóðríkið er að líða undir lok í þeirri mynd sem við þekkjum, alþjóðlegu stórfyrirtækin eiga nú sviðið.
Þjóðkjörnir fulltrúar virðast nú fyrst og fremst bera ábyrgð á að halda hjörðinni til "alþjóðlegra" haga.
Hvort það gengur stórslysalaust að afnema lýðræðisleg mannréttindi þjóðríkisins, og taka þess í staða upp aðferðafræði kommúnismans í Kína á alþjóða vísu á eftir að koma í ljós.
Við erum þrátt fyrir allt hinn óendalegi möguleiki.
Magnús Sigurðsson, 10.5.2020 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.