17.12.2020 | 10:01
Þegar fábjánar fá frábærar hugmyndir
Þarna verða slegnar margar flugur í einu höggi. Sú stærsta og safaríkasta er að sama útsýnið verður selt tvisvar.
Enda skiptir engu máli þó nokkur gamalmenni í gulu Skúlagötublokkinni sjái ekki lengur yfir flóann upp á Akranes, umkvartanir þeirra verða aldrei annað en hjáróma.
Einnig gefur þessi snilldar hugmynd fordæmi á að byggja með allri strandlengjunni. Og þá er ekki bara verið að tala um að þétta byggð, -líka mikinn mökk af moný.
Síðast en ekki síst tekst fábjánunum með þessu smá saman að fela Sólfarið og þá verður kannski hægt að selja það sem hluta af róluvelli við blokkirnar.
Umdeild bygging mun rísa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Held það sé rangt hjá þér að fábjánarnir hafi fundið upp á þessu.Með okkur fábjánana er það svo að við þorum að hugsa hlutina á alveg nýjan hátt og flesta uppfinningar í heiminum hafa ekki kömið frá" gáfumönnum" heldur einfeldingum sem uppgötvuðu þetta út frá einfaldleikanum. Varðandi þessar byggingu í RVK þá hefur einhver snillingur í skipulagsgerð komið þar að. Temað er að byrgja sýn fyrir Esjunni og koma þar með í veg fyrir stórkostlega sjónmengun.
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 17.12.2020 kl. 12:09
Húsið á Frakkastíg 1 verður við hliðina á gulu blokkinni en ekki fyrir framan hana og verður þar að auki mun lægra.
Bæði á þessari öld og þeirri síðustu hafa margra hæða hús verið byggð við alla norðurströnd Reykjavíkur, allt frá Seltjarnarnesi að Mosfellsbæ.
Þar að auki hefur lengi legið fyrir að háhýsi yrði byggt á auðri lóðinni á Frakkastíg 1 við hliðina á öðrum háhýsum.
Og í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hafa verið reistar og er verið að reisa þúsundir háhýsa við hliðina á öðrum háhýsum og fyrir framan þau.
Undirritaður myndi nú hafa meiri áhyggjur af því að í bæjum og þorpum á Vestfjörðum og Austfjörðum hafa fjölmörg hús verið byggð undir bröttum fjöllum, þannig að nú þarf að reisa þar varnargarða gegn snjóflóðum og skriðuföllum fyrir marga milljarða króna.
Og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu greiða meirihlutann af þessum kostnaði, enda eru þeir mikil meirihluti skattgreiðenda.
Þorsteinn Briem, 17.12.2020 kl. 12:42
Þakka ykkur fyrir innlitin Jósef og Þorsteinn.
Jósef ég tek heilshugar undir athugasemdina þína hún á vel við okkur einfeldningana sem sumir vilja kalla fábjána.
Eins vil bæta því víð að það sama getur átt við letingja, það er leitun að eins hugmyndaríku fólki við að komast létt í gegnum hlutina og þannig eiginlekum ættu allir atvinnurekendur að leita eftir í stað þess að hafa þá á jötu hins opinbera.
Þorsteinn ég þakka þér fyrir að koma fyrir mig vitinu með þetta. Þó ég gati ekki betur séð en en búið sé að flytja Frakkastíg 1 niður fyrir Sæbraut samkvæmt myndinni. Þegar ég sá þessa ljótu mynd þá varð mér hugsað til gamallar konu sem bjó í gulu Skúlagötublokkinni sem ég heimsótti oft en myndi hafa misst útsýnið við þetta monster og fór því framúr mér alveg niður í fjöru. En útsýnið upp á Akranes verður samt sem áður jafn ónýtt.
En ertu alveg viss um að fábjánarnir á fjarfundunum hafi ekki fært Frakkastíginn niðir fyrir Sæbraut? -þeir hafa nú gert aðra eins hringavitleysu rammvilltir femínistarnir þarna rétt hjá, -í Guðrúnar-, Bríetar- og Katrínartúnunum.
Svo ætla ég að biðja þig lengstan orða Steini minn að passa þig á flísunum á háhýsunum í Skuggahverfinu. Það getur verið svo miklu verra að fá svoleiðis steina í hausinn en aurskriðu slettu yfir tærnar hjá frændum okkar norður í Svarfvaðadalnum.
Magnús Sigurðsson, 17.12.2020 kl. 13:36
Margir þeir sem hafa prófað hvort tveggja eru á því að skemmtilegra sé að búa í sveitinni nálægt náttúrunni og í strjálbýlinu en í blokkunum í borgunum. Það er bara dýrara, og þar stendur hnífurinn í kúnni. Það sem er pirrandi og ólýðræðislegt er þegar borgarstjórarnir og bæjarstjórarnir ákveða einhverja stefnu og mótmæli duga ekki til að beygja af henni.
Annars er þetta snilldarlegt hjá ykkur með fábjánana og letingjana. Þar eru greinilega miklir ónýttir hæfileikar á ferðinni.
En með sjónmengun, lengi má illu venjast unz gott þykir. Eða duga mótmæli?
Ingólfur Sigurðsson, 17.12.2020 kl. 21:40
Sæll Ingólfur og þakka þér fyrir athugasemdina.
Já það er hálfleiðinlegt hverskonar slagsíða er orðin á öllu. Ekki nóg með að stórir hlutar landsins séu smá saman að fara í auðn, heldur hefur stór hluti fólks verið menntað til starfa við að fá frábærar hugmyndir sem það hefur ekki nokkra þekkingu á að koma í framkvæmd.
Það er meira segja svo að nú er farið að flytja inn ómenntaða Moldova á sérfræðisamningum til að negla nagla í miðju kóvinu, að mér skilst, og ekki veitir af því svoleiðis sérfræðingar finnast varla lengur í landinu eftir að atvinnuleysis- og hlutabætur voru tekjutengdar.
Það er nú einu sinni svo að ekki dugir að fylla flotta sundlaug af hænsnum án þess að illa fari, jafnvel þó svo að þær hafi allar verið líklegar til að verpa vel áður en þeim var fleytt á flot. Því er orðið nauðsynlegt að fá latan fábjána til að vinda ofan af vitleysunni ef þetta á ekki allt að enda með kulnun.
Þetta er reyndar lúxus vandamál sem afar okkar og ömmur áttu ekki við að stríða eins og þú hefur best lýst sjálfur hérna á blogginu. En það er spurning hvað sá lúsxus endist lengi með sama áframhaldi. Því eftir að síðasti bærinn í dalnum hefur verið yfirgefinn er ekkert auðvelt að snúa aftur til baka í dalinn.
Magnús Sigurðsson, 18.12.2020 kl. 05:40
Reyndar er það svo, Ingólfur ,að í fávisku minni ákvað ég að byggja mér heljarinnann sumarbústað 25 km frá höfuðborginni í stað þess að byggja eða kaupa í Reykjavík. Og það kemur miklu betur út fjárhagslega, skal ég segja þér og skiptir þar öllu lægra lóðarverð. Þar sef ég líka miklu betur þar sem barirnir eru í órafjarlægð. En ég vil ekki fá neina hávaðagjarna nágranna takk.
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 18.12.2020 kl. 15:27
Gott hjá þér. Þú ert í góðum málum. Fávizkan fer að verða skynsamlegri en annað. Ég hef rekið mig á það að í mannlífinu erum við eins og speglar fyrir náungann. Þegar femínistar kalla aðra fávita sjá þeir speglast sína eigin fávizku í þeim sem lærðu ekki þá speki sem samkvæmt þeim á að toppa allt annað, það er að segja kynjafræðina, en í henni er kennt að númer 1, 2 og 3 sé að gera karlkynið að hlýðnum kjölturökkum hinnar nýju yfirstéttar. Þar eiga öll dýrin í skóginum að vera vinir og ekkert er ómögulegt því maðurinn er almáttugur herra sköpunarinnar, en aðeins kvenmaðurinn reyndar, og sá kvenmaður sem hefur lært að mengast ekki af karlamenningunni.
Öfgakennd hugmyndafræði finnst mér áhugaverð, hvernig hún er fær um að koma fólki til valda, þannig að unga fólkið sem aðhyllist hana kastar til hliðar reynslu kynslóðanna.
Ég held að fleiri mættu læra af þér, Jósef Smári og láta ekki Dag borgarstjóra taka af sér ráðin.
Ingólfur Sigurðsson, 18.12.2020 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.