Grímulaus lögbrot

Mér varð á að fara inn í verslun núna í vikunni en í þær fer ég ekki ótilneyddur. Inn í þessa verslun hef ég þó oft þurft fara í gegnum tíðina vegna vinnu og hef þá komið þar inn fyrir dyrnar eins og ég er klæddur, enda yfirleitt fámennt og góðmennt í búðinni.

Á meðan ég beið eftir afgreiðslu, -aleinn- því sú sem var við afgreiðslu þurfti að bregða sér inn á lager, -komu inn eldri hjón, -eldri en ég allavega. Grímuklædd konan pataði grímu í átt að manninum. Hann leit vongóður yfir til mín og spurði -"er ekki grímuskilda hérna" - ég svaraði -"ég er allavega ekki með grímu".

Þá hvessti sú gamla á mig augun yfir grímuna og sagði -"þú ert þá lögbrjótur". Ég játti því, en maldaði svo í móinn með að -"þetta væru reyndar ólög". "Það verður sjálfasagt seint hægt að gera öllum til geðs" -eða eitthvað í þá áttina tautaði sú gamla. Sá gamli tók við grímunni en þrjóskaðist við að setja hana upp og hóf grímulaus lögbrot í versluninni. 

En ég snautaði út eftir afgreiðslu án þess að segja eitt aukatekið orð til viðbótar, enda bæði lögreglustöð og dómsalur hinu megin við götuna, og tíðarandinn orðinn þannig að glæpamennirnir ganga um grímulausir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er af sem áður var. Gott hjá ykkur gamla karlinum að láta vitleysuna sem vind um eyru þjóta.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.3.2021 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband