17.9.2021 | 20:47
Síðasta sameiningartáknið
Það má segja að sameiningartákn þjóðarinnar hafi farið veg allrar veraldar þegar fótbolta landsliði karla var rústað. Langt er orðið síðan að sá blái vék úr opinberum flaggstöngum fyrir regnboganum.
Þó síðasta sameiningartáknið hafi umhverfst um tóma sálarlausa tuðru, þá var það eftir sem áður íslenskt, að ógleymdum sænskum Lagerbäck sem setta sitt mark á myndina.
Röndóttur glóballinn blasir nú við hvert sem litið er, transandi hæðst í seiðhjallinum ásamt fálkunum og fíflinu og það jafnvel á sjálfan 17. júní, boðandi helsöngva að utan.
Eftir viku stendur valið um lélega B leikarar úr landsliðinu í kúlu auk annars leiklistarlýðs til að fronta landráð stjórnsýslunnar í skiptum fyrir bitlinga við að stimpla lævísa lagabálka helsisins, sem fluttir hafa verið til landsins bláa í flugvéla förmum með kolefnissporið aftan úr rassgatinu.
Það verður ekki vandi að velja í komandi kosningum þegar ekki einu sinni býðst svo mikið sem kjósa með fótunum. Þá er lítið annað í boði en þögnin þunn og þrautseigan.
Lítið leggst nú fyrir frelsið og lýðveldið sem rásar feyskna refilstigu þræðandi krákustíg þjóðveldisins inn í helsi tuðrunnar helferðarhyskinu til handa. Guð blessi Ísland.
Athugasemdir
Ekki gleyma fossetanum Magnús. Er hann ekki síðasta sameiningartáknið til að fjúka, grey kjáninn?
Þorsteinn Siglaugsson, 17.9.2021 kl. 21:20
Einn af skástu þáttunum á RÚV, Orðbragð, varð skyndilega sorglega lélegur þegar Bragi Valdimar fór að gera lítið úr Lofsöngnum eftir Matthías, sjálfum þjóðsöngnum okkar í gærkvöldi. Sjálfur er hann bögubósi en ekki þjóðskáld eins og Matthías. Ef hann myndi reyna að læra af þeim boðskap sem þar kemur fram myndi hann kannski verða skáld, en ekki á meðan hann kann ekki að meta raunveruleg kvæði og ljóð.
Leggja ætti RÚV niður í núverandi mynd.
Ég vil ekki trúa því að ekki sé áhugi á endurreisn. Þökk fyrir góðan pistil, Magnús. Við skulum vona að einhverjar vættir snúi til baka og kenni þeim lexíu sem þurfa.
Ingólfur Sigurðsson, 18.9.2021 kl. 04:54
Ég gleymdi ekki forseta "grey kjánanum" Þorsteinn. Hann er á seiðhjallinum með fálkunum á 17. júní "boðandi helsöngva að utan".
það er orðið langt síðan að forsetinn var sameiningartákn þó svo að hann hafi yfirleitt verið þjóðlegri en nú um stundir.
Það var strax á síðustu öld sem þjóðskáldið eða rokkkóngurinn söng, eftir því hvernig menn vilja túlka, "hann gerir soddan lukku eins og gaukur í klukku".
Forsetinn heyktist á því að leifa þjóðinni að kjósa um EES samninginn á sínum tíma, þegar frelsið var sett á sölu og mannréttindafrömuðirnir í Kína dásamaðir óspart.
Magnús Sigurðsson, 18.9.2021 kl. 05:25
Ég horfi aldrei á sjónvarp Ingólfur, og veit því ekkert um Braga Valdimar. En ég hef heyrt þjóðsönginn og veit að þar er stórbrotinn kveðskapur á ferð.
Og varðandi Matthías Jochumsson þá var hann þjóðskáld sem gat kveðið um mögnuð minni þjóðarinnar sem ég efast um þessi Bragi á RÚV skynji.
https://skolavefurinn.is/sites/default/files/_vefsidur/ljodasafnarinn/ljod/glamur-ur-grettisljodum.html
Magnús Sigurðsson, 18.9.2021 kl. 05:50
Ég hef aldrei sóað 1 mínútu á þá RINGULREIÐ
sem að fylgir hefðbundnum bóltaleikjum.
Jón Þórhallsson, 18.9.2021 kl. 14:00
Regnboginn er tákn Guðs um að Hann hafi gert sáttmála við Nóa og um leið við alla menn, um að Hann muni ekki aftur tortíma lífinu á Jörðinni með því að drekkja öllu í vatnsflóði. Um aldir hafa menn sett tákn regnbogans inn í kirkjur, yfir kórinn. Svo er enn um margar gamlar kirkjur á Íslandi. Regnboginn er þannig tákn um alla sáttmála sem Guð hafur gert milli sín og manna, þar með talda Gamla sáttmála GT og Nýja sáttmala NT. Biblían, Orð Guðs fjallar öll um sáttmála Hans.
Guð rýfur aldrei sáttmála sína við okkur mennina. En mennirnir rjúfa stöðugt sáttmálana sem Guð hefur gert við þá.
Nú á síðustu tímum ganga menn jafnvel svo langt að hæðast að sáttmálatákni regnbogans og snúa því upp í andhverfu sína. Regnboginn er gerður að sáttmálatákni við Djöfulinn. Svokallaðir hjúskaparsáttmálar kynvillingahjónabanda, sem leyfðir eru nú samkvæmt landslögum, sýna það.
Máluð er gata í regnbogans litum, sem gengið er eftir í hús Guðs. Á þeirri leið er troða menn á hinu guðlega sáttmálatákni. Ég nefni Skólavörðustíg sem dæmi, en dæmin eru fleiri.
En þolinmæði Guðs er mikil, Hann er náðurgur og miskunnsamur. Hann hefur sagt að Hann muni fara með Reykjavík (Mt. 11:23) eins og Hann fór með Sódómu ef sú fyrrnefnda snýr sér ekki frá sínum vondu vegum, það á raunar við um landið allt. Hann mun standa við orð sín og því býður okkar tortíming í eldi að þessu sinni. Eldurinn er þegar farinn að láta á sér kræla. Hann hefur þó lengt náðartíma okkar örlítið, þrátt fyir guðleysið. Þess vegan er enn tími til að gera iðrun. Nú er einmitt stundin til að snú sér með aðgerð. En eftir kosningar er það e. t. v. of seint. Þegar þú greiðir atkvæði í komandi kosningum, skaltu spyrja sjálfa/n þig: “Get ég þóknast Guði þegar ég kýs?” Svarið er já, það getur þú. Þegar þú biður Faðirvorið segir þú alltaf: “Til (vor) komi þitt ríki og verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni.” Guðs ríki er pólítiskt, við þurfum að kjósa það, ekki aðeins í orði heldur einnig á borði.
Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 18.9.2021 kl. 19:27
Regnboginn hefur að geima alla liti og í honum eiga allir sinn tilverurétt, um það þarf ekki eitt augnablik að efast.
En eins og í litafræðinni þá verður til litleysa, þar sem engin litur nýtur sín, ef öllu litum er hrært saman.
Og menn skyldu varast það eins og heitan eldinn að snúa faðirvorinu upp á andskotann, eða setja andskotann undir regnbogann.
Magnús Sigurðsson, 18.9.2021 kl. 20:35
Þegar Eva gerðist stór róttækur femínisti sáu menn ekki fyrir áhrif þess á knattspyrnuíþróttina á Íslandi árið 2021.
Í fyrstu bók Móse er sagt frá því að Djöfullinn kom til Evu í líki höggorms og talaði hana inn á að gerast femínisti. Hún skyldi fara gegn Guði og feðraveldi hans. Eva vissi samt að það væri hættulegt og hefði dauða í för með sér fyrir hana og Adam. En Djöfullinn sagði það ekki rétt vera þótt Guð segði það. Aftur á móti ef hún færi að vilja höggormsins yrðu þau eins og Guð og mundu vita skyn góðs og ills. Og hvernig fór? Afleiðing femínisma Evu er sá að við mennirnir sem vorum góðir og ódauðlegir, erum nú vondir og án samfélags við Guð.
Enn í dag er Eva á ferðinni og ætlar gera útaf við Feðraveldið hjá KSÍ. En henni verður ekki kápan úr því klæðinu þótt hún saumi. Að þessu sinni saumar hún að íþróttamönnum og hún hefur Djöfulinn á bak við sig í líki RÚV. En hún losnar ekki undan valdi Almáttugs Guðs nú frekar en í öndverðu. Feðraveldið er sett af Guði og verður ekki afnumið.
Það er til lausn frá tortímingaranda femínismans og illri breytni okkar manna. Lausnin felst í eingetnum syni Guðs. Jesús Kristur getur fært okkur réttlæti ef við setjum okkur undir vald hans og skipan.
Nú þegar skammt er í kosningar til Alþingis, skiptir verulega miklu máli að femínistar, eins og Eva taki ekki stjórnina. Nóg er komið af slíku. Femínistarnir munu aðeins kalla bölvun yfir þjóðina. Skásta kosti tel ég vera Miðflokkinn og Flokk fólksins.
Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 18.9.2021 kl. 21:59
Glíma er sameiningartáknið. Sjáið síðustu færslu Fornleifs https://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/2269425/
Glíma getir verið nokkuð röndótt íþrótt líka og fyrsti íslenski íþróttamaðurinn sem lenti í fangelsi fyrir of mikinn kynæsing (sem allir íþróttahormónarnir geta valdið) var kynseginn glímumaður.
Vert er að muna slíkt á hinum háheilögu síðustu dögum. En það er líka íþrótt að hemja sig.
FORNLEIFUR, 19.9.2021 kl. 05:57
https://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/2269425/
FORNLEIFUR, 19.9.2021 kl. 05:58
Fornleifur; af einhverri ástæðu virkar tengingin ekki á færsluna. Þetta er áhugavert efni sem þú tengir á og hvet ég fólk til að lesa.
Prófa að setja tengilinn einu sinni enn;
https://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/2269425/
Magnús Sigurðsson, 19.9.2021 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.