Uns sinn bíður bana

Hér sé stuð var blastað á böllunum í gamla daga. Nú fer þeim fækkandi sem þá kúnst kunna. Mörg hver komin á grafarbakkann eða jafnvel alla leið á hjúkrunarheimilið. þar sem notið er náðar heimsóknabannsins.

Þeir kunna þetta samt ennþá gömlu mennirnir. Búnir að vera að í 60 ár og rokka nú feitt. Þó Heimurinn hökti í höftunum rúlla Rolling Stones þessa dagana um Ameríku þvera, og minnast fallinna félaga eins og engin sé morgunn dagurinn.

Tónleikagestir að vísu lamaðir af ótta á tveggja metra stangli, marg bólusettir á bak við grímurnar. Sennilega væri rétt að endurskoða lýðheilsumarkmið heilbrigðisiðnaðarins, -alveg aftur til glaður og reifur skyli gumna hver uns sinn bíður bana.

Alla vega er íhugunarefni hverskonar heim við ætlum skilja eftir fyrir rollingana. Þessi youtube klippa er frá tónleikum í Dallas í síðustu viku og sýnir svo ekki verður um villst að þeir fara betur með seiðinn en nokkru sinni fyrr þó þeir séu rétt að nálgast áttrætt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Rönning Magnússon

Góður nafni.

Magnús Rönning Magnússon, 12.11.2021 kl. 05:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband