Hverjir eru eiginlega óbólusettir?

Það geta sjálfsagt legið fleiri en ein ástæða fyrir því að fólk er óbólusett. Auk þeirrar að einstök bólusetning, s.s. eins og var með Janssen, teldist varla vera bólusetning þegar kom í ljós að þeir sem þegið hefðu bólusetningu smituðu og smituðust á við þá sem aldrei höfðu farið í bólusetningu.

Nú er svo komið að öllum 16 ára og eldri er boðin þriðja sprauta fyrir áramót og sóttvarnalæknir hefur af varfærni orðað það svo að þeir sem þegið hafi tvær sprautur teljist nú grunnbólusettir og vonar að fólk sjái ljósið í þriðju sprautunni. Má þá ætla að ef þeir sem eru grunnbólusettir og þiggja ekki þriðju sprautuna fyrir áramót teljist eiginlega óbólusettir eftir áramót?

Reyndar hefur aldrei verið legið á því að ekki sé um hefðbundna bólusetningu að ræða heldur grafínhúðaða líftækni tilraun í anda sjálfsafgreiðslukassa stórmarkaðanna. Flestum hefur verið þetta ljóst frá upphafi. Enda um tilrauna leifi að ræða í boði ríkisins að undirlagi Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, sem var stofnsett af auðrónum lyfjaiðnaðarins.

Einhverjar þúsundir Íslendinga hafa ekki þegið eina einustu sprautu og teljast því eðlilega óbólusettir. Þeir eru reyndar hlutfallslega mjög fáir hér á landi, sé litið til þess hvaða hlutfall þarf til að ná margmærðu hjarðónæmi. En hvers vegna velur fólk þessa leið á tímum bólusetninga vegabréfa, sem nú stendur sums staðar í heiminum til að láta gilda fyrir fleira en ferðir yfir landamæri. Á jafnvel að ganga svo langt að kyrrsetja þá óbólusettu í bótalausri sóttkví?

Ástæðurnar fyrir því að fólk tekur ekki boði í bólusetningu geta þess vegna verið jafn margar og þessir fáu sérvitringar sem velja að fara ekki í bólusetningu. Hér á landi eru ástæðurnar fáar ef marka má almenna þátttöku í bólusetningum, sem hefur nánast farið fram eins og þegnskylda. Sumir vilja meina að Íslendingar séu ein mest bólusetta þjóð í heimi.

Ég get einungis sagt frá því hvers vegna ég er ekki grunnbólusettur. Það er ekki vegna þess að ég sé einhver fanatískur antivaxisti eða nutari eins og vinsælt er að kalla þá sem svona er ástatt fyrir í athugsemdakerfum fjölmiðlanna. Ég er fullbólusettur upp á gamla mátann og átti ekki í nokkru sálarstríði þegar börnin mín fóru í ráðlagðar bólusetningar heimilislæknisins á meðan ég hafði með forræði að gera.

Varðandi bólusetningarnar þetta árið þá hef ég tekið sömu afstöðu og til flensusprautana í gegnum árin. Ég þigg þær ekki, læt tvær skeiðar af lýsi duga dag hvern yfir veturinn, auk ýmissa fíflalegra náttúru meðala sem ég blogga stundum um hérna á síðunni. Þetta hefur haldið mér bærilega frá umgangspestum í gegnum tíðina og ég hef ekki ástæðu til að ætla annað áfram. Já ég nenni ekki einu sinni að vera slappari en ég þegar er í 1-2 daga ári. Hvað þá þrisvar sinnum það, vegna þess að sprauturnar séu að virka svo svakalega vel.

Ég hef samt einu sinni farið í flensubólusetningu, en það var vegna manneskju sem glímdi við veikindi, og ég þurfti að hafa samskipti við, en vildi síður smita. Ég hafði strax þá tilfinningu fyrir nýju bóluefnunum að þau væru ekki fyrir mig frekar en flensusprauturnar. Þau gætu þar að auki reynst mér hættuleg. Samt sem áður var ég ítrekað boðaður í bólusetningu með sms strikamerkjaskilaboðum og símtölum af hálfu heilbrigðisiðnaðarins þar til ég afþakkaði staðfastlega.

Málið er að ég er ekki bara sérvitringur, heldur líka svokallaður undirliggjandi vesalingur með hjartabilun. Skaddað hjarta sem var úrskurðað með 40% dæligetu út í líkamann. Skaði sem er sagður ekki ganga til baka vegna dreps í hjartavöðvanum. Þetta hjartavesen var búið að angra mig í nokkur ár áður en skaðinn varð að staðreynd.

Þrátt fyrir að hafa orðið það ósjálfbjarga heima hjá mér 40 ára gamall að flytja þurfti mig láréttan í sjúkrabíl á hjartadeild þar sem ég lá inni í nokkra daga, og eftir margra vikna rannsóknir, -þá fannst ekki óyggjandi skýring á meininu. Þetta átti sem sagt ekki að geta komið fyrir mann eins og mig.

Sennilegasta skýringin var talin svokölluð gollurshúsbólga eða hjartavöðvabólga, sem gat allt eins verið gigtartengd, og ekki talin hættuleg sem einstakt tilvik. Þetta hrjáði mig ekki neitt að kalla árin á eftir þó svo að ég fengi einkenni af og til, ég bara lærði að taka því rólega þegar þessi leiðindi bönkuðu uppá.

Svo var það fyrir nokkrum árum síðan að draugurinn heimsótti mig af fullum krafti. Þá var ég ekki búsettur í Reykjavík eins og þegar ég var fyrst fluttur á hjartadeild, heldur þar sem ég bý nú austur á landi. Ferðalagið með sjúkraflugi tók tíma og hjartað var stórskemmt þegar ég komst á hjartadeildina undir hendur sérfræðinga.

Ástæðan fyrir þessu var ekki klippt og skorin. Þó svo að kransæðaþrenging hafi fundist, þá var hún ekki ein og sér talin næg ástæða. Sennilega hafði gamli hjartabólgudraugurinn auk blóðtappa bankað upp á samhliða og allur draugagangurinn endað með þrengslum í hjartanu. Síðan þá hef ég verið minna en hálfur maður á við það sem áður var.

Það er af þessum ástæðum sem mér dettur ekki í hug að þiggja bólusetningu þetta árið, þó svo að heilbrigðisiðnaðurinn bjóði staðfastlega upp á hana. Ég met hvern einasta dag, úr því sem komið er, út frá mögulegum lífsgæðum.

Það þarf ekki að leita langt yfir skammt, allavega eftir að bólusetningarnar hófust, til að finna upplýsingar um að hjartavöðvabólga og blóðtappar geti verið mögulegir fylgikvillar nýju bóluefnanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Við hjónin förum ekki í árlegu flensusprautuna enda almennt heilsuhraust
Við vorum mjög skeptísk á þessa Covid sprautu en létum líkt og móðir mín undan þrýstingnum og þar að auki hræðslusögunum um hræðileg eftirköst veikinnar
Við erum enn ekki búin að ákveða um þessa örvunarsprautu - hversu oft?
Ég á vini sem ekki hafa farið í sprautu og ég umgengst þá líkt og aðra

En samt finnst mér rétt að þeir sem ekki eru bólusettir séu útilokaðir frá því að vinna á heilbrigðisstofnunum - því rökin fyrir bólusetningu og lokunum eru alltaf að verið sé að verja þær stofnanir

Grímur Kjartansson, 13.11.2021 kl. 23:06

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Grímur og þakka þér fyrir innlitið og athugasemdina.

Mér kemur ekki á óvart að þið hafið verið skeptískur á sprauturnar víst þið eruð almennt heilsuhraust. Það þekki ég vel af sjálfum mér það geta liðið áraraðir án þess að mér verði misdægurt af umgangspestum þó svo að ég sé hrakfallabálkur að mörgu öðru leiti og hafi mun oftar en ég hefði viljað þurft á aðhlynningu okkar frábæra heilbrigðisstarfsfólks að halda.

Ég hef sáralitlu breytt í umgengni minni við annað fólk eftir að fárið byrjaði. En auðvitað hefur allt breyst þó svo að ég hafi ekkert með það að gera. Fyrsta veturinn í fári messaði ég yfir börnunum mínum vegna misskilinnar væntumþykju fyrir okkur gömlu með því að koma ekki í heimsókn vikum saman. Ömurlegri páska hef ég varla lifað.

Heilbrigðisstofnanir verða varla varðar með rökum frekar en bólusetningum ef rétt reynist að þeir sem eru full bólusettir geti smitast og smitað á við aðra en verði síður veikir. Það ætti einmitt að vera þannig fólk sem finnur síður fyrir einkennum og ætti þá að vera meiri hætta á að beri á milli smit.

Ég þekki til þess að þegar fárið blossaði upp í sumar, öllum að óvörum eftir árangursríka bólusetninga þegnskylduna, að þá varð heilbrigðisstofnun það fáliðuð vegna smits bólusetts starfsmanns og sóttvarna því tengdu að kalla varð út óbólusetta starfsmenn úr sumarleyfi til starfa.

Ég held að það sama eigi við inn á heilbrigðisstofnunum og úti í samfélaginu, þetta þurfi að fara að snúast meira um lífsgæði en endalausar skimanir, smitrakningar og sóttkvíar, þó svo að það sé hægt að raða saman rökum fyrir ruglinu.

Magnús Sigurðsson, 14.11.2021 kl. 07:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband