Hyskið út úr húsum þjóðarinnar

Nú eru orkupakka landráðin farin að líta upp á landið. Vegasjoppa, sem átti með réttu að verða  lýst gjaldþrota haustið 2008, er farin að bíta unga íslendinga í afturendann með markaðstrixum á rafmagni, sem sjoppan hvorki framleiðir né dreifir, en kemst í skjóli orkupakka ESB í að dreifa reikningum fyrir rétt eins og hverjum öðrum skít.

Ungt saklaust fólk, sem er að koma grænt út í lífið, fær enn einu sinni að kynnast glæpasamtökum þess opinbera og auðróna í fjárplógsstarfsemi. Leikrit vikunnar hefur verið ævintýralegt. Opinber stofnun sendi til opinberra stofnanna neyðarkall vegna orkuskorts s.l þriðjudag. Til að undirstrika alvarleikann á orkumarkaði og gefa tóninn um væntanlegar hækkanir.

Í gær kom svo í ljós að gamla bensínstöðin við vegasjoppuna, sem var svo heppin að njóta stjórnaformennsku fjármálaráðherra þegar Jón og Gunna urðu gjaldþrota um árið, varð uppvís að því að selja ungum saklausum afkomendum þeirra hjónakornanna rafmagn á nær tvöföldu uppgefnu verði vegna föðurlegrar umhyggju opinberu stofnunarinnar sem hæpar upp hækkanir þessa dagana. 

Framkvæmdastjóri vegasjoppunnar, sem tók upp á því að græða á því einu að vera milliliður og gefa út reikning, hafnaði því alfarið fyrr í dag að beitt væri blekkingum. En áttaði sig svo á því að hann var með skítinn upp á bak og baðst velvirðingar undir kvöld um leið og hann lofaðist til að skeina sig í boði lífeyrissjóðanna.

Eftir stendur að þeir sem vilja græða á því einu að skrifa reikninga á saklaust fólk fá að gera það óáreittir áfram í skjóli orkupakka ESB og landráða íslensku stjórnsýslunnar. -Já Guð blessi Ísland.


mbl.is N1 biðst velvirðingar og endurgreiðir mismun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Þakka góðan og þarfan pistil Magnús. Þessi ósvinna er hreinn og klár viðbjóður og er runnin undan rifjum landráðapakks á Alþingi. Vona að almenningur fari að átta sig betur á þessum svikum og refsi þessum amlóðum. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 20.1.2022 kl. 22:36

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nu þekki ég íslenska karlmennsku drengir mínir og er stolt a ykkur.

Helga Kristjánsdóttir, 21.1.2022 kl. 05:27

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Já það er undarlegt að þessi staða sé uppi í boði ríkisins, sem kennt er við Ísland, er farið að líkast því þegar erlend einokunarverslun var og hét.

Auðrónar sem hafa ekkert fram að færa annað en að kunna að skrifa reikning komast í lykilaðstöðu í skjóli valdhafa sem almenningur heldur að sjái um sína hagsmuni.

Mannréttindi þeirra sem þurfa að græða á eignum almennings eru orðin svo umfangsmikil að ef þessir auðrónar eru stöðvaðir þá verða alþjóðadómstólar notaðir til að koma í veg fyrir það.

Lögin sem flissandi fábjánar hafa hælt sér af að afgreiða í akkorði á alþingi undanfarin ár eru að utan eða runnin undan rifjum svo kallaðra hagsmunaaðila.

Með þessari aðferðafræði hefur hyskinu tekist að koma fiskveiðimiðunum til útvaldra, íslensku sauðkindinni á safn, fólki á vonarvöl og gert opinberar egnir almennings að hjálpartækum auðróna við að snúa út pening, -auðróna sem hafa ekkert fram að færa og kunna það eitt að skálda reikninga.

Magnús Sigurðsson, 21.1.2022 kl. 06:03

4 Smámynd: Óskar Kristinsson

Kærar þakkir Magnús, Halldór og Helga!Flissand fábjánar, stökkvandi beinhákarlar í Davos.Sem læðast til landráða í sínu heimalandi.

Allt er þetta lekandapakk svo sett til æðstu embætta,aftur og aftur,til að klára skandalann.

Óskar Kristinsson, 21.1.2022 kl. 09:55

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Óskar, ég held að það sé tími kominn til að moka út, nógur er jú skandallinn og skíturinn.

Magnús Sigurðsson, 21.1.2022 kl. 13:06

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þeir sem standa fyrir þessu yfirtóku, eða rændu, sjálfstæðisflokknum í síðustu prófkjörum flokksins. Hvernig gat það gest ?

Svo fréttist af forætisráðherra á fundum með Davos genginu. https://heimsmalin.blog.is/blog/heimsmalin/entry/2274279/

Hver fjandinn er að gerast í íslenskri pólitík. ?

Er landinu stjórnað af fólki sem er undir hæl stórfyrirtækja.

 

 

 

Guðmundur Jónsson, 21.1.2022 kl. 13:44

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Guðmundur, samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu er um landráða að ræða, -hyski sem beitir blekkingum við að svíkja þjóð sína.

Magnús Sigurðsson, 21.1.2022 kl. 14:33

8 identicon

Ekki veit ég  hvort er verra meint okur vegasjoppunnar eða hitt ef skýring hennar er rétt að Landsvirkjun geti sogið merginn úr unga fólkinu með einhverskonar skammarkróks okurverði.  Allt náttúrulega í skjóli reglugerðarfárs ESB.

Þetta er að verða æ algengara, fyrst koma flóknu reglurnar sem sumar hverjar eiga sjálfsagt að hamla veldi auðhringa en leggjast af fullum þunga á okkur litlu karlana.  Það er vinstri krókurinn eins og þeir Bubbi og Ómar töluðu um í boxlýsingum sínum hér í eina tíð. 

Síðan kemur hægri krókurinn, rothöggið, sektin, glæpavæðingin þegar litli karlinn er ekki nógu fljótur að stökkva til og beygja sig og bugta.

Ársskýrslu eða skattaskýrslu ekki skilað í tíma  (eftir mánaða yfirlegu þess sem ekkert kann af því að sérfræðingarnir eru of dýrir) búm!   Sekt,sekt,sekt.

Nú eða hvernig persónuverndarapparatið djöflast í stóra karlinum Kára fyrir það að voga sér að hjálpa þjóðinni að eiga við landfarsótt af verri sortinni.  Kári getur sjálfsagt varið sig eitthvað en við litla fólkið skulum bara sitja og standa eins og reglugerðarapparatinu þóknast að mæla fyrir um. 

Þetta er jú allt gert fyrir okkur sjálf sem erum fyrirfram syndug og hljótum að þurfa að brenna í helvíti, nei ég meina borga sektir. 

Bjarni G. Bjarnason (IP-tala skráð) 22.1.2022 kl. 06:10

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Bjarni, þú ert að koma með áherslupunktinn. Framkvæmdastjóri vegasjoppunnar kom inn á það að arðurinn af því sem svikið var út úr unga fólkinu renni til Landsvirkjunar (stofnun ríkisins rétt eins og Orkustofnun). Það eru svo í raun Lífeyrissjóðirnir sem eiga vegasjoppuna. Þess vegna eru eigur almennings notaðar í skeini og alls ekki í fyrsta sinn.

Það er nokkuð sama hvor krókurinn er tekinn. Þegar eigum þjóðarinnar er stolið þá er farið í vitlausa átt. Það hefur verið gert lengi með því að afsala fullveldinu sem er brot á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Lengst af er farið í vitlausa átt í kófi siðblindunnar.

Minnstu ekki ógrátandi á þann klára, hann kemur til með að uppskera eins og hann hefur til sáð.

Magnús Sigurðsson, 22.1.2022 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband