Lögbundinn þjófnaður

Þarna er náhirðinni rétt lýst, enda mun auðveldara að stela ef ekki þarf að horfast í augu við þann sem á þýfið. Greiðslur í lífeyrissjóði hafa sýnt sig sem lögbundinn þjófnaður í gegnu tíðina. Því þykir náhirðinni rökrétt að þeir sem með þá fari teljist hæfir.

En ég er ekki viss um að viðundrin í Seðlabankanum kippi þessu í liðinn þrátt fyrir tiltrú verkalýðsforingja, honum væri nær að hætta að semja um þjófnaðinn. Í Svörtuloftum hafa menn haft allan tíma veraldar við að horfa í gegnum fingur sér með náhirðina í stjórnum sjóða launafólks.

Það þarf ekki annað en að benda á United Silicon og vörslusjóði Arion banka til átta sig á hverskonar hæfileika er verið að krefjast. Svo ekki sé nú minnst á Íslenska lífeyrissjóðinn sem var í vörslu Landbankans í hruninu.


mbl.is „Hrekja venjulegt fólk út úr stjórnunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

 Marxísk yfirtaka. Þetta kemur Seðlabankanum ekkert við.

Guðjón E. Hreinberg, 23.2.2022 kl. 16:11

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sammála hverju orði hjá þér.

Man 1995 þegar Guðni Ágústson lagði fyrir

hið lágvirta alþingi að tak upp svipað kerfi

og sparimerkinn voru forðum. Þ.e.a.s að við komandi

einstaklingur á sinn lífeyrissjóð og hann sýndi einnig

frammá það að eftirlaunin myndu verða næstum tvöfallt hærri

ef það yrði gert. Ég veit ekki hvert sjálfstæðiflokkurinn ætlaði

að fara og detta þetta í hug að atvinnurekendur hefðu ekkert með

þessa peninga fólks að gera væri bara glapræði.

Að sjálfsögðu var þetta fellt og svæft.

Sannaðist enn og aftur að þetta alþingi er ekki að vinna fyrir

alþýðuna heldur sérhagsmunahópa og eigin skinn.

Sigurður Kristján Hjaltested, 23.2.2022 kl. 16:22

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Grímur Kjartansson, 23.2.2022 kl. 16:55

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég er hrifin af norska kerfinu af því ég þekki það, svo kallaður lífeyrissjóður ern innheimtur með skattinum og í vörslu ríkisins. Þannig að ekki þarf einu sinni að deila um réttmæti krónu á móti krónu.

Þar að auki gat ég lagt 2% launa með skattaívilnun fyrir hjá prívatsjóði sem vistaður var í banka. Annars var það mitt mál hvar ég lagði minn sparnað til hliðar fyrir efri ár.

Þess má geta að skattar voru í mínu tilfelli mun lægri í Noregi en á Íslandi. Sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að lífeyrissjóðurinn er innifalin í skattprósentunni.

Hér á landi eru bæði háir skattar og hátt lífeyrissjóðs hlutfall launa sem notað er sem spilapeningar fyrir náhirðina og auðróna. Á ævinni hef ég í tvígang tapað mínum lífeyrissjóði á Íslandi vegna hreinna fjárglæfra.

Því segi ég að skyldugreiðslur í lífeyrissjóði á Íslandi er lögbundinn þjófnaður.

Magnús Sigurðsson, 23.2.2022 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband