Bjarmaland

Þá hefur Pútin lagt upp í sína Bjarmalandsför til varnar lýðræðinu. Hver hefði trúað því  skömmu eftir fall Sovétríkjanna að Rússland væri í þessu hlutverki. En vestur Evrópa, undir hæl ESB, komin í stöðu fyrr um Sovétríkja, -og það sem kannski verra er, öll komin undir hæl jafnaðarfasita og stríðsglæpamanna.

Íslensk stjórnvöld hafa samsamað sig við ESB í stað þess að halda friðinn með hlutleysi, sem er það eina sem Ísland gæti hugsanlega haft fram að færa. En nei, gamlir herstöðvaandstæðingar  hafa marserað flissandi um víðan völl undir handleiðslu NATO og ESB stundandi stríðsglæpi. Írak og Lýbía sælla minninga.


mbl.is Pútín varar við hærra matvælaverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Sammála þér um margt hér. En Hvað kemur Bjarmaland þessu við?

FORNLEIFUR, 22.2.2022 kl. 08:55

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hvað er átt við þegar talað er um Bjarmalandsför einhvers?

Um Bjarmalandsferðir má lesa í fornsögum eins og Heimskringlu, Egils sögu og Örvar Odds sögu. Bjarmaland var við Gandvík þar sem nú heitir Hvítahaf, lengst norður í óbyggðum - séð frá blómlegum landbúnaðarhéröðum Noregs. Þangað sóttu menn skinnavöru í greipar fjölkunnugra Finna (Bjarma) og er Gunnhildur kona Eiríks blóðaxar meðal annars ættuð úr slíkum leiðangri.

Menn lögðu sig í mikla hættu með Bjarmalandsferðum en urðu ríkir og frægir ef þeir komust heim aftur heilir á húfi. Það er í þessari merkingu sem talað er um Bjarmalandsför einhvers, hættuför eða verkefni þar sem menn leggja mikið undir en geta átt von á að auðgast eða eflast verulega ef vel tekst til.

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=2062

Magnús Sigurðsson, 22.2.2022 kl. 09:07

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gott hjá þér Magnús að minna á þessa merkingu sem ásamt fleirum íslenskum er svo innihaldsrík og fer henni svo vel.

Helga Kristjánsdóttir, 22.2.2022 kl. 15:51

4 Smámynd: FORNLEIFUR

 En er Putin-snáðinn í slíkri ferð?

FORNLEIFUR, 22.2.2022 kl. 15:51

5 Smámynd: FORNLEIFUR

Ég vissi vel hvar Bjarmaland var og þaðan kom móðir Geirmundar heljarskinns, sem maður einn sem vill í mál við alla telur hafa verið álíka asíska og tælensku konurnar sem stýra búi sumra manna á Íslandi á okkar dögum.

FORNLEIFUR, 22.2.2022 kl. 15:53

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir Helga, mér sýnist ekki vanþörf á að dusta rykið af merkingum gamalla íslenskra máltækja. Sá einhversstaðar að þau væru farin að falla á milli stafs og bryggju.

Ja, nú skal ég ekki segja Fornleifur, en mér skilst á þessari skilgreiningu vísindavefs háskólans, að ekki hafi verið á vísan að róa í Bjarmalandsferðum.

Magnús Sigurðsson, 22.2.2022 kl. 16:03

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Auðvita vissi ég að þú vissir hvar hið forna Bjarmaland var Fornleifur, skárra væri það nú.

Við þurfum ekki að kýta um asísku konurnar. Mér skildist á þér síðast, að það væri endanlega búið að grafast fyrir um þær hvað fornleifafræðina varðar.

Magnús Sigurðsson, 22.2.2022 kl. 16:12

8 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Heyr heyr.

Guðjón E. Hreinberg, 22.2.2022 kl. 16:41

9 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ég vil fá að vita meira um áhugaverð hugtök svo ég geti bullað meira. Er kominn í þurrð. Varðandi Heljarskinn, sumir telja hann hafa verið Austur-Herúla.

Guðjón E. Hreinberg, 22.2.2022 kl. 16:43

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Guðjón, það er nú ekki bullinu fyrir að fara hér frekar en hjá þér.

Bjarmalandsför er hugtak þess eðlis að eitt samsett orð lýsir stórum áformum, sem gætu haft tvísýnar afleiðingar, og hefur m.a. verið  notað í háðungaskyni.

Ef því er að skipta þá erum við afkomendur heljarskinns líklega allir Herúlar, -og samkvæmt Snorra er ætt okkar að rekja fyrir austan Vanakvísl í Asía var kallað Asíaland eða Asíaheimur, en það fólk var kallað Æsir, er þar byggðu, en höfuðborgina kölluðu þeir Ásgarð.

Menn hafa getið sér þess til að þessi Vanakvísl sé það sem menn kalla Don í dag og fellur í Azovhaf, sem er innhaf úr Svartahafi austan Krímskaga.

Magnús Sigurðsson, 22.2.2022 kl. 17:40

11 identicon

Þeir sem græða mest á þessu vopnaskaki eru olíufurstarnir, auk hergagnabaróna.

Og skiptir þar engu hvort olígarkarnir eru bandaŕískir, norskir eða arabískir, sem vilja nú ná sneiðinni af rússnesku olígörkunum.

Já, það er hlálegt að sjá gömlu herstöðvaandstæðingana, hér á landi, daðra nú við draumkennda alríkisdrauma ESB og NATO olígarkanna.  Þeir hinir sömu og hafa reyndar alltaf beðið eftir sovétinu, falla nú á kné fyrir olígarkí.  Já, og það kostar litla þjóð mikið að vera taglhnýtingur EES norsku olígarkanna.

Auðvitað ættum við, þessi litla þjóð norður við Dumbshaf, að standa algjörlega utan við alla þá Heljarslóðaorustu sem olígarkar beggja megin standa fyrir.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.2.2022 kl. 18:19

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Fullkomlega sammála Símon Pétur, -og litlu þjóðinni norður við Dumbshaf yrði fyrirgefið hlutleysið af öllum aðilum, jafnvel litið upp til okkar fyrir vikið.

Hvað varð um þá hugsjón norrænna þjóða að miðlað málum með hlutleysis sínu? Hafði prestsonurinn Stoltenberg hana með sér til NATO eftir að hafa gengið fremstur í flokki við að sprengja Lýbíu aftur á steinöld? 

Magnús Sigurðsson, 22.2.2022 kl. 18:39

13 identicon

Takk fyrir svarið í athugasemdinni.

Tek heils hugar undir réttmætar spurningar þínar um hvað orðið hafi af hlutleysi og sáttamiðlunarhæfileikum og stöðu Norrænna landa.

Kære nordiske venner ... virðist gleymt.

Nú ræður þar olígarkíið eitt.  Og Komma-Kata, Valhallar Reykás og Bessastaðaflónið sýna þar listir sínar að stunda villtan stríðsdansinn.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.2.2022 kl. 18:51

14 identicon

Hlutdeild norska olíusjóðsins í sölu olíu til Þýskalands er nú yfir 20% og ætlar sér án vafa stærri hlutdeild.  Þá er þekktur vilji bandarískra yfirvalda að ná vænum bita af heildarþörf þýskra og ESB ríkja.

En Rússar hrekjast nú til að senda sitt gas um Síberíuleiðsluna ... til Kína.  Neyðast til þess vegna væntanlegra refsiaðerða NATO og ESB og EES ríkisins og hjálendunnar norður við Dumbshaf.

Kína eitt græðir á þessu, og olígarkarnir.

Já, Það er undarlegur hráskinnungshátturinn í heimi olígarkanna.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.2.2022 kl. 19:48

15 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Satt segirðu Símon Pétur, hann er undarlegur hrákinnaleikurinn. Svo kemur þessi tímasetning lyfjaiðnaðinum einstaklega vel, svona ef stríð verður til þess að friða hugann.

Magnús Sigurðsson, 22.2.2022 kl. 20:30

16 identicon

Annars ber það núna hæst í þessum stríðsdansi,

hvað moggabloggið varðar,

að mikill aðdáandi kínverskra leikfimiæfinga

skammar Pútín fyrir að skamma Lenín.

Sá aðdáandi hlýtur þá einnig að vera aðdáandi Lenín, sem kom með fullar kistur gulls og silfurs frá Frankfurt til að kaupa upp hirð og stjórnkerfi gamla keisaradæmis Rússa og drepa svo keisarann og alla keisarafjölskylduna.

Gera þar byltingu í nafni kommúnismans  sem þjónaði helst leppunum, nómenklatúru sovétsins.

Það er svo undarlega margt sameiginlegt með sovésku kommanómenklatúrunni og þeirri ofvöxnu nómenklatúru sem kennir sig við Smartland og Valhöll, jötuliðsins sem hangir á spenum ríkisins.  Og skylduáfskrift af Rúv/Prövdu.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.2.2022 kl. 23:40

17 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég þakka góðar útskýringar á hvað Bjarmaland þýðir og Bjarmalandsför. Var ekki alveg viss um það. Ég er einnig sammála því að túlkanir RÚV á atburðunum í Úkraínu þarf að taka með gætni, þar er ekki mikið tekið mið af rússneskum hagsmunum.

Mætti alveg dusta rykið af "Ísland úr Nató og herinn á brott". (Hann er farinn, en ekki virðist manni það í huga utanríkisráðherra). 

Ingólfur Sigurðsson, 23.2.2022 kl. 01:54

18 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Símon Pétur; hann getur sýnst sérkennilegur hrævareldurinn sem logar í grafhaug kaldastríðskumlsins en yfirleitt er hann villuljós. Pravda fer með himinskautum þessa dagana.

Ingólfur; íslenskir ráðmenn mættu dusta rykið af svo mörgu þessa dagana og jafnvel leita í smiðju frænda okkar í Færeyjum hvernig smáþjóð stendur sjálfstæð án utanríkisþjónustu, með því einfaldlega að hafa ekki fyrirskrifaða skoðun á málunum.

Færeyingum er hvergi úthýst með viðskiptabönnum, hvorki hjá ESB né Rússum þó svo viðskiptabönnin bíti Íslendinga í afturendann.

Magnús Sigurðsson, 23.2.2022 kl. 07:12

19 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég held að Vesturlönd verði að standa gegn yfirgangi Rússaveldis. Kannski hafði Patton rétt fyrir sér, að eftir að hafa afgreitt Hitler, ættu bandamenn að snúa sér að rússneska birninum? Nú er það e.t.v. of seint?

Að öðru þessu ótengt. Hefur einhver tekið eftir dagsetningunni í dag, hvernig hún lítur út?

22.02.2022 - næstum því eins aftur á bak og áfram. Ef við lesum daginn og mánuðinn aftur á bak => 20222022!

Theódór Norðkvist, 23.2.2022 kl. 10:57

20 Smámynd: Theódór Norðkvist

Við nánari athugun þá er dagsetningin í heild eins, hvort sem hún er lesin frá vinstri til hægri eða hægri til vinstri.

Theódór Norðkvist, 23.2.2022 kl. 11:00

21 Smámynd: Theódór Norðkvist

Dagsetning í gær, átti þetta að vera, dagsetningin sem Magnús skrifaði bloggfærsluna.

Theódór Norðkvist, 23.2.2022 kl. 11:02

22 identicon

Sæll Magnús æfinlega; líka sem og aðrir gestir, þínir !

Jeg vona Magnús; að jeg megi setja hjer inn hjá þjer;; að skaðlausu, þann ritling, hvern jeg sendi Þórdísi Kolbrúnu í gærkvöldi, um leið - og þakka beri þjer raunæji þitt, á hina raunverulegu stöðu mála, þar eystra, sem fram kemur rækilega, í þínum inngangi, að ofan.

Vona einnig; að minn ágæti fornvinur, Theódór Norðkvist og aðrir hans skoðunar fyrtizt ekki við, að nokkru.

Þá ber; að þakka Símoni Pétri hans glöggu yfirsýn, sem oftar.

Hjer; kemur erindið, til Þórdísar Kolbrúnar, frá mjer.:

---------- Forwarded message ---------
Frá: Óskar Helgi Helgason <oskarhelgi1958@gmail.com>
Date: þri., 22. feb. 2022 kl. 21:57
Subject: Til alvarlegrar ígrundunar; fyrir Utanríkisráðherra / varðandi Rússneska Sambandslýðveldið, og nágrenni þess
To: <thordiskolbrun@althingi.is>, Jóhann Elíasson <vesturholt@simnet.is>, <ellidi@olfus.is>, Fréttastofa RÚV <frettir@ruv.is>, Skandall.is <skandall@skandall.is>, Halldor Jonsson <halldorjonss@gmail.com>, Sturla Jónsson <stulli66@gmail.com>, <midflokkurinn@midflokkurinn.is>, <flokkurfolksins@flokkurfolksins.is>, Pall Vilhjalmsson <pallvil@yahoo.com>, <kastljos@ruv.is>, <ritstjorn@mbl.is>, <ritstjorn@stundin.is>, <sme@sme.is>, Sveinn Palsson <svenni59@yahoo.com>, <saga@utvarpsaga.is>, <moscow@utn.is>



 

                                                              Efra- Ölfusi (Hveragerði)  22. Febrúar 2022

 

Sæl; Þórdís Kolbrún.

 

Jeg má til; að mótmæla opinberum afskiptum ykkar Guðna Th. Jóhannessonar, svo nefnds forseta Íslands, á málefnum Rússneska Sambandslýðveldisins þessi misserin, hvar ríkisstjórn Vladimírs Vladimírovich Putin þar eystra, með liðstyrk sveita collega hans:: Alexanders Grigorijvich Lukachenko í Hvíta- Rússlandi, eru að koma Rússum innan Úkraínsku landamæranna til hjálpar, gagnvart leppstjórn Evrópusambandsins og NATÓ, austur í Kyiv (Kænugarði).

 

Árið 2014; tók Gunnar Bragi Sveinsson; fyrirennari þinn þá afdrifaríku ákvörðun, að eyðileggja (að stærstum hluta) rótgróin viðskiptatengzl Íslands og Rússlands, með afskiptum sínum af Krím deilunni (þorri Krímverja: hafði jú, undirgengizt samruna við Rússneska Sambandlýðveldið, að lokinni atkvæðagreiðzlu, þar um), en hvorki þú nje Guðlaugur Þór Þórðarson hafið nokkuð lagt af mörkum, til leiðrjettingar gönuhlaups Gunnars Braga í þeim efnum - ánægjulegt má þó telja, að okkar ágætu nágrannar Færeyingar, hafa aftur á móti hagnazt umtalsvert á heimskupörum fyrirennra ykkar Guðlaugs Þórs,  Gunnars Braga, frá árinu 2014 hvað Fiskafurðirnar snertir til Rússlands, og mega Færeyingar fyllilega njóta þess:: vonandi öfundarlaust, af Íslendinga hálfu.

 

Hugleiddu einnig Þórdís Kolbrún; hvers lags erindisleysa Íslendingum það er, að vera ENNÞÁ aðili að NATÓ, Hernaðarbandalagi, sem á sjer engan tilverurjett, síðan Varsjárbandalag þáverandi Sovjetríkja og ýmissa Evrópskra leppríkja þeirra lognaðizt út af, árið 1991 - en NATÓ hefur síðan þróazt yfir í að verða eitthvert hættulegasta árásar- og stríðsbandalag, hina seinni áratugina sem kunnugt er.

 

Spyrja mætti; hví í ósköpunum Austurríki t.d., skuli viðhalda sínu hlutleysi áreynzlulaust, miðað við allar þær væringar sem yfir Evrópu hafa gengið, frá lokum III. Heimsstyrjaldarinnar, árið 1945 (sú fyrsta var jú háð, á árunum 1757 - 1763, eins og við munum) ?

 

Rússneska Sambandslýðveldið; er aukinheldur, merkisberi tákna og merkja Austur- Rómverska ríkisins (Býzanz: hvert fjell í hendur Tyrkja (Ottomana) árið 1453) þá Vasily II. Moskvuhertogi tók upp merki frænda síns Konstantínusar XI., að honum föllnum - fyrir nú utan þá staðreynd, að Rússar, ásamt Rjetttrúnaðarkirkjunni þarlendri (ásamt : Grikkjum - Serbum - Armenum o.fl.) eru

að kalla má útverðir Vestrænnar Siðmenningar, sje mið tekið af vaxandi úrkynjun og útúrboruhaætti þorra Vesturlandabúa, í dag.

 

Að lokum; nokkrar upplýsandi sögulegar upprifjanir, teknar til láns af Wíkipedíu, t.d. :: 

 

Vasily II blindi

Titulyarnik - Vasily Vasiliyevich.jpg

Stórprinsinn af Moskvu

Reign

27. febrúar 1425 &#150; 27. mars 1462

Forveri

Vasily I

Eftirmaður

Ívan III

 

Fæddur

10. mars 1415
Moskvu , Stórhertogadæmið Moskvu

27. mars 1462 (47 ára)
Moskvu , Stórhertogadæmið Moskvu

Consort

María Yaroslavna

Mál

Ivan Vasilievich
Anna Vasilievna
Andrey Bolshoy

Ættveldi

Rúrik

Faðir

Vasily I Rússlandi

Móðir

Sophia frá Litháen

Trúarbrögð

Austurrétttrúnaðarmaður

Í þessari austurslavnesku nafngift er ættarnafnið Vasiliyevich .

 

Constantine XI Palaiologos

Keisari og einvaldur Rómverja

162 - Constantine XI Palaiologos (Mutinensis - litur).png

15. aldar portrett af Constantine XI (úr 15. aldar kóða sem inniheldur afrit af Extracts of History eftir Joannes Zonaras )

Býsans keisari

Reign

6. janúar 1449 [a] &#150; 29. maí 1453

Forveri

John VIII Palaiologos

Despot of the Morea

Reign

1. maí 1428 &#150; mars 1449 [b]

Forveri

Theodore II Palaiologos (einn)

Eftirmaður

Demetrios og Thomas Palaiologos

Meðstjórnandi

Theodore II Palaiologos
(1428&#150;1443)
Thomas Palaiologos
(1428&#150;1449)

 

Fæddur

8. febrúar 1405
Konstantínópel , Býsansveldi
(nú Istanbúl , Tyrkland )

29. maí 1453 (48 ára)
Konstantínópel , Býsansveldi

Maki

.

.

( m.  1428; dó 1429 ).


.

.

( m.  1441; dó 1442 ).

Nöfn

K&#x14D;nstantinos Dragas&#x113;s Palaiologos

Ættveldi

Palaiologos

Faðir

Manuel II Palaiologos

Móðir

Helena Draga&#154;

Trúarbrögð

Kaþólskur / Rétttrúnaður

Undirskrift

Undirskrift Constantine XI Palaiologos

Hvíti herinn

&#x411;&#x463;&#x43B;&#x430;&#x44F; &#x410;&#x440;&#x43C;&#x438;&#x44F;
&#x411;&#x435;&#x43B;&#x430;&#x44F; &#x430;&#x440;&#x43C;&#x438;&#x44F;

Skjaldarmerki ríkisstjórnar Kolchak (óopinber).png

Skjaldarmerki rússneska ríkisins

Virkur

1918&#150;1923

Land

Rússneska ríkið Rússneska ríkið , Suður-Rússland

Stærð

Á heildina litið:
~1.023.000 (maí 1919)
Í bardagasveitum:
~4.000 (desember 1917) ~
683.000 [1] (júní 1919)
~300.000 [2] (desember 1919)
~100.000 ( 02.01.2000) ~02.02 . (1923)

Garrison/HQ

Rússlandfyrrverandi rússneska heimsveldið Ytra Mongólía (1920&#150;21) Kína Persía
Fáni Mongólíu (1911-1921).svg
Fáni Kína (1912–1928).svg
Ríkisfáni Persíu (1907–1933).svg

Foringjar

Áberandi
foringjar

Lavr Kornilov , Alexander Kolchak , Anton Denikin , Pyotr Wrangel , Nikolai Yudenich , Mikhail Drozdovsky , Mikhail Diterikhs , Anatoly Pepelyayev.

Merki

Auðkennismerki
_

Sjálfboðaliði Army Insignia.svg Don White Army.svg Fáni Úralstjórnarinnar (1918).svg СЗА нарукавный знак.JPG

 

Saman tekið :

 

Óskar Helgi Helgason

Sölumaður sjerhæfðra verkfæra; fyrir Málmiðnað, til sjávar og sveita  /

 

Hveragerði

 

Gsm:  618 5748

e.s. Birtist einnig á Miðjunni; í morgun (midjan.is)

Mbkv. /

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.2.2022 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband