24.2.2022 | 08:19
Baulaðu nú Búkolla mín
Nú er svo komið að ráðamenn íslenskrar þjóðar keppst við taka þátt í fordæmingu og refsiaðgerðum með þjóðum sem settu hryðjuverkalög á Ísland og ætluðu íslenskum almenningi að greiða skaðabætur sem helst mátti líkja við stríðskaðabætur Þýskalands nasismans.
Þó svo engin ástæða sé til að lofsama framferði Rússa í Úkraínu, þá er rétt að minnast þess að þeir létu svona trakteringar liggja á milli hluta, þó þeir hafi verið sagðir svíkjast um að veita rússneska lánið þegar Seðlabankinn var tæmdur um árið.
Best í ljósi sögunnar væri að sína hlutleysi í deilum þar sem Ísland hefur hvort sem er enga burði til að ráða farsælum lyktum og skaðast á því einu að vera virkur deiluaðili hvernig sem allt veltist. Já baulaðu nú Búkolla mín hvar sem þú ert, -sagði sonur karls og kerlingar um árið.
Það er margt sérkennilegt í kýrhausnum nú baular flissandi kýrhausinn með strípaðan skuldahalann í fávisku sinni eftir pöntun tröllskessu að utan, þeirrar sem hélt Íslandi í gíslingu með hryðjuverkalögum í heilt ár, á meðan helferðahyskið og náhirðin bar þúsundir fjölskyldna landsins út á Guð og gaddinn
Katrín: Fordæmum harðlega þessa innrás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":
"No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."
"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many."
9.3.2008 (fyrir Hrun):
"Við Íslendingar erum skuldugasta þjóð í heimi og hreinar skuldir okkar eru rúmir 1.800 milljarðar króna.
Þegar allar eignir hafa verið teknar með í reikninginn og dregnar frá skuldunum er niðurstaðan sú að hvert mannsbarn á Íslandi skuldar tæpar sex milljónir króna."
Íslendingar skulda mest í heimi
"19. nóvember 2008:
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.
Íslenskt efnahagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda, að mati ríkisstjórnarinnar.
Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna, miðað við Seðlabankagengi."
Gengi íslensku krónunnar hrundi þegar íslensku bankarnir og Seðlabanki Íslands urðu gjaldþrota haustið 2008 og Íslendingar í námi erlendis lentu þá í gríðarlegum erfiðleikum.
Evrópusambandsríki, til að mynda Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Pólland, lánuðu þá íslenska ríkinu stórfé og björguðu því frá gjaldþroti.
"Fra norsk side har en lagt stor vekt på et tett nordisk samarbeid om støtte til Island. I forbindelse med IMF-styrets behandling av Islands stabiliseringsprogram 19. november 2008, gikk Norge derfor sammen med Danmark, Finland og Sverige om å love at de fire landene samlet ville gi et mellomlangsiktig lån på 2,5 mrd. USD."
Norska fjármálaráðuneytið 13. mars 2009
Icesave er arfleifð Sjálfstæðisflokksins.
"Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu Landsbankans sem starfaði á Bretlandi og í Hollandi."
"Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru þeir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.
Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmerkur ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir, afhafnakona í Vestmannaeyjum."
Árið 2007:
Framsóknarflokkurinn - Árangur áfram, ekkert stopp!
Árið 2008:
Guð blessi Ísland!
Þorsteinn Briem, 24.2.2022 kl. 11:14
Ágæt upprifjun Steini, og Guð blessi Ísland nú sem þá, -þegar makríll kom syndandi að ströndum landsins og ferðamenn fljúgandi af himni ofan.
Rússar keyptu svo makrílinn svo hryðjuverkjaðir vinir okkar þyrftu ekki að setja á okkur viðskiptabann sem biti.
Vinir í raun reyndust Færeyingar og Pólverjar, svo því sé haldið til haga.
Magnús Sigurðsson, 24.2.2022 kl. 11:50
Samkvæmt Sambandslagasamningi Íslands og Danmerkur árið 1918 var Ísland hlutlaust ríki en Ísland var hins vegar eitt af stofnríkjum NATO árið 1949 og að sjálfsögðu er ekkert af aðildarríkjum NATO hlutlaust ríki.
Og ríkin í Evrópusambandinu, til að mynda Svíþjóð og Finnland, eru ekki heldur hlutlaus ríki.
"The CFSP [Common Foreign and Security Policy of the European Union] sees the NATO responsible for the territorial defence of Europe and "peace-making" while since 1999 the European Union is responsible for implementation missions, such as peace-keeping and policing of treaties etc."
Common Foreign and Security Policy of the European Union
Pútín 10.12.2004 (eftir að flest Austur-Evrópuríkin höfðu gengið í Evrópusambandið og NATO):
"As for enlargement of the Euroepan Union, we have always seen this as a positive process.
Certainly, enlargement gives rise to various issues that have to be resolved, and sometimes they are easy to resolve, sometimes not, but both sides have always shown a desire to find mutually acceptable solutions and we do find them.
If Ukraine wants to join the EU and if the EU accepts Ukraine as a member, Russia, I think, would welcome this because we have a special relationship with Ukraine.
Our economies are closely linked, including in specific areas of the manufacturing sector where we have a very high level of cooperation, and having this part of indeed our economy become essentially part of the EU would, I hope, have a positive impact on the economy of Russia."
"On the other hand, we are building a common economic space with the European Union, and we believe this is in the interests of both Russia and the European Union countries and will harmonise our economic ties with Europe.
But these projects are not in contradiction with the possibility of any country joining the European Union, including Ukraine.
On the contrary, the possibility of new members joining the EU makes our projects only more realistic.
But I repeat that the plans of other countries to join the EU are not our direct affair."
Kremlin: Press Conference Following Talks with Spanish Prime Minister Jose Luis Rodriguez Zapatero
Þorsteinn Briem, 24.2.2022 kl. 12:05
Ísland úr NATO og herinn burt, var boðskapur einhverra á meðan NATO var varnarbandalag með skilyrtan tilgang.
Ég sá að Björn falum gong var tíðrætt um lygar í pistli sínum í morgunn, búin að stein gleyma Íraks lyginni.
Það er langt síðan NATO hætti að vera varnarbandalag, Júgóslavía, Írak og Lýbía eru vitna um það.
Alþingi, flestir stjórnmálaflokkar og allar ríkisstjórnir, hafa nú í seinni tíð stutt NATO í stríðsglæpum sínum.
Ísland úr NATO og herinn burt; hefði því átt að vera; -Ísland í stríð með NATO og varnaliðið burt, -ef boðskapurinn ætti að vera samkvæmur sjálfum sér.
Ef þessir flissandi fábjánar vilja frið þá hefði verið einfaldast að gefa út yfirlýsingu um það að Ísland sæi ekki ástæðu til að samþykkja Svartahafsríkið Úkraínu sem aðila að varnarbandalagi Atlantshafs ríkja.
Magnús Sigurðsson, 24.2.2022 kl. 12:40
Guð blessi Ísland.
Takk fyrir þennan sem og alla aðra pistla þína,
meistari Magnús.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 24.2.2022 kl. 14:25
Sæll Magnús.
Þá er öðrum vo fyrir dyrum, er öðrum er áður inn um komið.
Húsari. (IP-tala skráð) 24.2.2022 kl. 17:17
Illt er að eggja óbilgjarna og ódrengjum lið að veita - Guð blessi Ísland
Magnús Sigurðsson, 24.2.2022 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.