Er ekki tími til kominn að tengja?

Fjólurnar fjúka og Finnbogi skiptir um gír. Verðbólgan æðir um Hveradali og hnjúka. Nú liggur lífið við fyrir auðrónana að gera sér mat út innviðunum. Míla verður seld, kannski með skilyrðum, -og fetar þannig slóð greiðslumiðlunar landsins bláa, sem seld var í fyrra til landsins helga, -sælla minninga. Hvernig þýfi verður svo kannski selt með skilyrðum er svo aftur hulin ráðgáta. Sennilegra er að útúrsnúningar verði látnir duga.

Viðundrið í Seðlabankanum hefur svo tekið þann pólinn í hæðina að slá á verðbólguna með því að hækka vexti og fella gengið á víxl. Með því vinnst tvennt; að fyrstu kaupendur íbúðarhúsnæðis eru ekki lengur að þvælast fyrir auðrónum sem þurfa að koma sér upp sparibauk til leigu, auk þess sem vergangs lýðurinn hefur minna á milli handanna til húsnæðiskaupa með hækkandi verðbólgu og vöruverði.

„Verðbólgan á Íslandi er að stóru leyti drifin áfram af húsnæðisverði og það orsakast ekki síst af framboðsskorti. Við erum núna að vinna að tillögum um það hvernig við getum tryggt húsnæðisöryggi og framboð fyrir alla þjóðfélagshópa“ -flissar fáráðurinn og er sjálfsagt að spekúlera í að setja spretthlauparann Móra frá Gunnarsstöðum í nefnd til að finna út hvað má snúa út úr ungu barna fólki í húsaleigu með aðkomu ríkisins.

Svo þarf náttúrulega einhver að fjármagna Úkraínustríðið. Almenningur og launafólk verða því að sýna ábyrgð á meðan skipt er um gír, enda dúkkulísurnar í drögtunum og lélegu leikararnir í allt of litlu bláu jakkafötunum fyrir lögnu búin að sína þá samfélagslegu ábyrgð að verðtryggja launin sín svo ekki þurfi að standa í frekara stappi við kjararáðs pakkið. Nú verður hægt að einhenda sér í því að bjarga því sem bjargað verður í money heven.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Svo rétt og satt allt sem þú segir í þessum pistli.

Landið á leið til andskotans og áhöfnin sem því stýrir

aldrei unnið handtak á sinni ævi. (reiknast til ca.80%)

Við hverju er svo að búast þegar krakka gemlingar rétt yfir tvítugt eru

að komast inn á þing og enn í framhaldsskóla og búa í foreldrahúsum.

Hvar er þeirra reynsla og þekking af lífinu..??

Af hverju gildir ekki sama um þing og forseta, lágmarks aldur

35 ár. Nægir að kunna að grilla humar..??

Þú þarft bílpróf til að keyra bíl, en þú þarft engva menntun

til að stýra heilli þjóð.

Ekki von að illa fari.

Sigurður Kristján Hjaltested, 6.7.2022 kl. 15:30

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála þér Sigurður, það vantar almenna reynslu á alþingi víðsvegar úr samfélaginu. Núverandi hópur þingmanna er einsleitur, mest lögfræðingar og latínu lið.

Stjórnsýslan (djúpríkið) velur síðan dúkkulýsur og leikara í bláum jakkafötum úr þessu ósjálfstæða og reynslulausa liði til að fronta ráðherraembættin, sem felast aðallega orðið í því að skipa nefndir.

Það sýnir vel hversu veigalítið þetta latínu lið er, þegar það síendurtekið velur Gunnarstaðamóra til að fara fyrir nefndum, -tækifærissinnaðasta draug sem á alþingi hefur setið, -vílaði ekki fyrir sér ESB landráð í skiptum fyrir stól daginn eftir kosningar.

Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn stóðu síðan að því að vekja upp landráða Móra með því að gera hann að forseta alþingis á sínum tíma, og stútuðu þar með endanlega allri virðingu fyrir alþingi.

Magnús Sigurðsson, 6.7.2022 kl. 17:14

3 identicon

Það er umhugsunarefni af hverju

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn

hampa avo mjög Steingrími J.  Já, af hverju?

Hefur það eitthvað með samning helferðarstjórnar hans og Jóku Sig. við erlenda kröfuhafa að gera?

Leyniskýrsluna margfrægu?  Af hverju hefur það aldrei fengiat upplýst hvað felst í henni?

Af hverju sýnir Sjálfatæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn enga tilburði til að upplýsa "samfélagið" um það?  En hampar þess í stað Steingrími J. sem allra mest?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.7.2022 kl. 17:41

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Já þetta er verðugt umhugsunarefni Símon Pétur.

Mig grunar að allir flokkar séu nokkuð á einu máli með að fórna fullveldinu og sniðganga stjórnarskrána sér til erlendrar upphefðar.

Meir að segja utanríkisráðherra Miðflokksins gekk í þau björg þegar hann setti viðskiptabann á Rússa.

Þetta lið hefur síendurtekið farið gegn þjóðinni s.s. icesave sýndi hvað gleggst.

Nú hafa landráða öflin dáleitt landslýð um árabil með því að stórauka peningamagn í umferð og rýmka lánaskilmála glórulaust rétt eins og fyrir hrun.

Í kortunum er óðaverðbólga og eignaupptaka. Einn Darraðardansinn til fyrir íbúa lands sem er eitt það ríkasta í heimi.

Ógæfa Íslands er innlend sjálfhverfa og græðgi eins og stundum áður.

Magnús Sigurðsson, 6.7.2022 kl. 18:27

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Áhrif vaxtahækkana seðlabankans að koma fram:

Eykur kostnað á hverja íbúð um milljónir

Hvernig getur það dregið úr verðbólgu, sem er mest vegna húsnæðis?

Nei. Áhrifin munu verða þveröfug: aukin verðbólga!

Guðmundur Ásgeirsson, 6.7.2022 kl. 21:16

6 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Hárrétt hjá Gydmundi.

Thessa adgerdir sem eru notadar enedalaust eru longu úr sér gengnar og

margsýnt sig ad virka ekki.

En thad má ekkert minnast á haelisleitanda og flóttamanna idnadin

sem kostar nú ordid milljarda á ári og góda fólkid brosir út

í eitt og allt svo vodalega gaman.

Vid erum svo rík og getum tekid vid endalaust samkvaemt

theirra kenningum.

Thessa upphaed vantar í verdbólgu reikningin.

Svo til allt laust húsnaedi er tekid a leigu fyrir thennan idnad og

unga fólkid okkar lídur fyrir thetta allt saman.

Húsnaedisskortur í bodi mannúdar.

Thad má bara ekki tala um thetta thví thad hentar ekki

rétttrúnadinum.

Sigurður Kristján Hjaltested, 6.7.2022 kl. 21:57

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta er hárrétt hjá Guðmundi, enda er ég ekki viss um að vaxtahækkununum sé ætlað að draga úr verðbólgu, -þeim er ætlað að færa til eignir.

Það má ekki gleyma því að Seðlabankastjóri var aðalhagfræðingur Gamma eftir hrun, var þar sem fyrrum eignir almennings voru gerðar að féþúfu.

Nákvæmlega sama talsmátann hafði hann uppi fyrir skemmstu og misserin fyrir hrun. Það var ekkert að óttast fyrir almenning á Íslandi, kraftmiðið efnahagslíf, vextir lækkandi, og kauptækifæri fyrir fyrstu kaupendur.

Nú er skipuleg eignaupptaka í boði auðróna framundan, þetta er ekki bara fábjánaháttur hjá why Iceland viðundrinu í allt of litlu bláu jakkafötunum, -og Davos dúkkulísurnar dansa með.

Það hefur alltaf verið nóg framboð af húsnæði fyrir flóttafólk og engin hörgull þó holskefla hafi bæst við frá Úkraínu.

Hér fyrir austan átti að opna móttöku á kostnað ríkisins, þá bregður svo við að það er skortur á flóttamönnum svo ekkert varað að opnuninni. En húsnæðið stendur frátekið og klárt.  

Magnús Sigurðsson, 7.7.2022 kl. 05:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband