19.9.2022 | 06:02
Beta frænka borin til grafar
Það hefur varla verið um annað rætt síðustu dagana en að Elísabet drottning sé öll, -og keppast fjölmiðlar við að gera arfleið hennar skil. Það verður seint sagt um Elísabetu að hún hafi verið femínisti, eins og merkingin er lögð í það orð. Hún var merkisberi þess kveneðlis sem ekki villir á sér heimildir, -og fór með hið raunverulega vald feðraveldisins.
Íslendingasögurnar eru einstakur menningararfur sem geima vel ættartengsl Íslendinga við bresku konungsfjölskylduna. Sennilega má segja sem svo að flestir Íslendingar, allavega samkvæmt gömlu goðgánni, geti rakið ættir sínar saman við kóngafólkið.
"Bróðir Hrólfs, sem fór til Íslands, þegar Hrólfur fór í Normandí, ...stofnaði í því vindbarða landi þjóðfélag fræðimanna og afburðargarpa": -sagði Breski rithöfundurinn og fornleifafræðingurinn Adam Rutherford, í bókinni Hin mikla arfleið Íslands, sem út kom í Englandi árið 1937.
"Þessir menn urðu, þegar stundir liðu, höfundar eins hins merkilegasta þjóðveldis, sem nokkurn tíma til hefur verið, með einstæðri höfðingjastjórn, og þar þróuðust á eðlilegan hátt bókmenntir slíkar, að aðrar hafa aldrei ágætari verið. Í því landi, þar sem engar voru erlendar venjur eða áhrif til að hindra það, blómgaðist norrænt eðli og andi til fullkomnunar": -hélt Rutherford áfram.
Þarna er m.a. verið að skírskota til sona Rögnvaldar Mærajarls. Þeirra Göngu-Hrólfs forföður Normandí Normanna, sem unnu orrustuna um England við Hastings árið 1066 og breska konungsættin er rakin til, -og landnámsmannsins Hrollaugs sem nam Hornafjörð og Suðursveit.
Vilhjálmur bastarður sá sem fór fyrri Normönnum í orrustunni við Heistings 1066 varð fyrsti konungur núverandi konungsættar.
Átti hann að forfeðratali ætt að rekja til Göngu-Hrólfs Rögnvaldssonar bróður Hrollaugs í Hornafirði.
Tengslin eru reyndar mun nánari því í landnáms föruneyti Auðar Djúpúðgu var Kaðlín dóttir Hrólfs Rögnvaldssonar.
Það eru þau Kaðlín og Hrollaugur sem flestir Íslendingar geta rakið ætt til og fræðst um með því í að glugga í Íslendingasögurnar, sem eru þær bókmenntir að aðrar hafa aldrei ágætari verið, að mati Adams Ruterfords.
Það er vegna hins einstaka íslenska bókmenntarfs, sem við getum farið inn á Íslendingabók erfðagreiningar, og séð að í dag er Beta frænka borin til grafar.
Athugasemdir
Af konungakyni er og mín kona, í 29. lið fléttast hún við Kaðlínu; svo mun um fleiri.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 19.9.2022 kl. 11:49
Magnús, þá ertu einnig skyldur Andrew hinum smágraða? Þetta lið sem nú ríkir á Englandi er allt einhvers konar Þjóðverjar og hefur öruggleg minna af af nafna mínum Bastarði í sér en þú.
FORNLEIFUR, 19.9.2022 kl. 12:24
Sælir Símon Pétur og Vilhjálmur.
Sjálfur tengist ég þeim Hrollaugi og Kaðlín í 30. lið, en eins og með flesta Íslendinga er styst í bláa blóðið til nafna míns berfætts síðasta víkingakonungsins sem drepin var á Bretlandseyjum.
Þýski ættleggur Bresku konungsfjölskyldunnar hefur farið hátt að undanförnu. En ertu viss um það Vilhjálmur að nafni þinn Bastarður leynist ekki aftan við alla Þjóðverjana?
Magnús Sigurðsson, 19.9.2022 kl. 12:59
Af hverju skyldi viðurnefni Vilhjálms vera þýtt sem "bastarður" á íslensku, en ekki sigurvegari, sem væri þó hin eina rétta þýðing á "Conqueror"?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 19.9.2022 kl. 13:48
Eigi veit ég það svo gjörla Símon Pétur, en þetta viðurnefni er ekki einungis haft um hann á Íslandi.
William I (c. 1028 – 9 September 1087), usually known as William the Conqueror and sometimes William the Bastard, was the first Norman king of England, reigning from 1066 until his death in 1087. A descendant of Rollo, he was Duke of Normandy from 1035 onward.
Genealogy. Every English monarch down to Queen Elizabeth II is a direct descendant of William the Conqueror as well as Alfred the Great and King Coel (Old King Cole of the nursery rhyme.)
Þar hafa Vilhjálmur og þjóðverjarnir það.
Magnús Sigurðsson, 19.9.2022 kl. 15:43
Takk fyrir svarið, Magnús.
Þetta má alla vega íhugunarvert teljast.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 19.9.2022 kl. 15:54
Mér dettur í hug Símon Pétur að viðurnefnið eigi sér djúpar rætur og hafi verið haft um Vilhjálm I frá fornu fari.
Bastarður getur verið skammarlegur undanvillingur eða oflátungur, -Rollo (Göngu-Hrólfur) var ekki eðalborinn, per se.
Þegar Játvarður góði Englandskonungur dó barnlaus 5. janúar 1066 gerðu þrír tilkall til ensku krúnunnar: Haraldur Guðinason, jarl af Wessex, Haraldur harðráði Noregskonungur og Vilhjálmur, sem var skyldur Játvarði gegnum Emmu móður hans en þó ekki sjálfur afkomandi Englandskonunga.
https://is.wikipedia.org/wiki/Vilhj%C3%A1lmur_1._Englandskonungur
Magnús Sigurðsson, 19.9.2022 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.