13.12.2022 | 19:32
Örk guðs
Nú er fer sería á Netflix með himinskautum, að mér skilst, Ancient Apocalypse, um kenningar Graham Hancock. Garaham Hancock er sérlega áhugaverður rannsakandi, ekki fornleifafræðingur, heldur blaðamaður og rithöfundur. Fyrir 10-20 árum komu út þættir á youtube, sem hétu Zeoro Point, sem gerðir voru af meiri vanefnum en Ancient Apocalypse á Netflix, en kannski af mun meiri áhuga.
Um Hancock bloggaði ég fyrir hátt í tíu árum síðan, sjá hér. Eins og svo oft þá er youtube myndbandið með þessu gamla bloggi horfið af netinu. Graham Hancock kom að gerð youtube videoa sem kölluðust Zero Point Volume I - V. Í Zero Point Volume III var fjallað um Örk Guðs, þá sem Ísraels menn höfðu með sér yfir eyðimörkina.
Í þættinum Volum III var m.a. fyrirlestur með öðrum rannsókna rithöfundi, Laurence Gardner, um Örk Guðs. Í ljósi uppgötvunar Bandarískra vísindamanna á byltingakenndum orkugjafa verður sagan af því hvað um Örk Guðs varð og fyrirlestur Laurence Gardner í Zero Point Volume III einstaklega áhugaverð.
Ps. Fyrirlestur Laurence Gardner hefst á 43. mínútu.
![]() |
Bylting fyrir orkuframleiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Örkin var einnig notuð sem söguþráður í
Steven Spielberg myndinni
Indiana Jones and the Raiders of the Lost Ark.
Sigurður Kristján Hjaltested, 13.12.2022 kl. 19:56
Það er reyndar minnst á báðar þessar myndir, Spelberg og Jones, Sigurður, -í Zero Point Volume III.
Það sem er svo athyglisvert við vísindin að þau eru það sem til forna var flokkað til galdra. Enda var Þorbjörg lítilvölva kölluð vísindakona í Grænlendingasögu.
Nú á tímum væri miklu nær að flokka vísindi til trúarbragða, og Þorbjörgu sem samsæriskenningu.
Magnús Sigurðsson, 13.12.2022 kl. 20:37
Örkin er falin í fjalli og hefur verið það síðan hún var sótt á Volguborgar svæðið, en Levítarnir höfðu falið hana þar eftir að ákveðið költ (en heimsfrægt) sem bannað er að nefna varð til í Babýlon fyrir 2500 árum.
Á huldu er hverjir voru fengnir til að sækja örkina og fela hana í fjalli (samanber galdramanninn í upphafi Njálu sem gerði slíka galdra að gamni sínu), voru það austur eða vestur "þúveisthverjir" því það er ekki alveg ljóst.
Hitt er ljóst, að meitlarar hafa ítrekað síðan 120 AD og til dagsins í dag, sent heri inn á svæðið til að reyna að finna hana. Þeir vita þetta, ég á ekki að vita þetta. Raðaði óvant saman púnktum.
Enginn mannlegur máttur getur fundið og birt örkina. Allar kenningar um að hún hafi verið eyðilögð, kemur frá þjónum Meitlara.
Guðjón E. Hreinberg, 13.12.2022 kl. 22:28
Arfleifð Arkarinnar (Legacy of the Ark)
Sáttmálsörk Guðs var nokkurskonar kista, örk, sem hafði að geyma boðorðin tíu rituð af Guði sjálfum á steintöflur tvær. Þessar steintöflur hafði Móse tekið á móti á Sínaífjalli af hendi Guðs, Jehóva. Móse fékk síðan fyrirmæli frá Guði um það hvernig skyldi meðhöndla og varðveita Örkina með steintöflunum.
Boðorðin tíu eru meðal þess helgasta sem í Biblíunni stendur, þau eru undirstaða alls lögmálsins. Örkin með boðorðunum var svo dýrðleg og heilög að menn máttu hana eigi snerta. Ef menn gerðu það dóu þeir samstundis, enda var eins og þeir hefðu orðið fyrir margþúsundvolta raflosti. Þannig var og er birtingarmynd dýrðar Guðs. Aðeins prestar af ætt Leví máttu flytja Örkina en án þess að snerta hana. Þeir þurftu að bera hana á stöngum sem stungið var í þar til gerða hringi sem voru á Örkinni.
Nú í byrjun vetrar tóku nokkrir femínískir kvenprestar Þjóðkirkjunnar upp á því að leiðrétta boðorðin tíu, leiðrétta Guð almáttugan, Jehóva. Þeim fannst auðsjáanlega að eitt boðorð Guðs væri karlrembuboðorð. En það má lesa í 2. Mósebók 20:17 og er svona: Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á.
Syndafallið í 3. Kafla Fyrstu Mósebókar gengur út á þetta sama. Femínistinn Eva breytti því eina boðorði sem Guð setti þeim Adam og Evu. En Eva sagði við Djöfulinn: Af ávöxtum trjánna í aldingarðinum megum við eta, en af ávexti trésins, sem stendur í miðjum aldingarðinum, af honum, sagði Guð, megið þið ekki eta OG EKKI SNERTA HANN, ella munuð þið deyja. Eva bætir hér við Orð Guðs, kemur með viðbót.
Í fyrra Tímoteusarbréfi 2. kafla og versum 12 til 14 segir: Ekki leyfi ég konu að kenna eða taka sér vald yfir manninum, heldur á hún að vera kyrrlát. Því að Adam var fyrst myndaður, síðan Eva. Adam lét ekki tælast, heldur lét konan tælast og gjörðist brotleg.
En aftur að Örkinni. Í síðari Samúelsbók 6:11-12 sjáum við að Davíð konungur skilur Örk Jehóva, Guðs, eftir í húsi Óbeðs Edóms í þrjá mánuði. Davíð sér svo að þann tíma sem Örkin er hjá Óbeð blessar Jehóva hús hans og fjölskyldu hans. Þess vegna lét Davíð sækja Örkina og bera í skrúðgöngu heim til borgar Davíðs, til að fá blessunina af nærveru Sáttmálsarkarinnar, sem innihélt Orð Guðs ritað á stein.
Þeir eru margir sem líta svo á að Örk Nýatestamentisins sé hin barnshafandi María Mey. Í Spádómsbók Esekíels 11. kafla, versum 19-20 segir: Þá mun ég gefa þeim nýtt hjarta og leggja þeim nýjan anda í brjóst. Ég mun taka steinhjartað úr líkama þeirra og gefa þeim hjarta af holdi. Til þess að þeir hlýði boðorðum mínum og varðveiti setninga mína og breyti eftir þeim.
Stór munur er á Örk Gamla-Testamentisins, sem í er Orð Guðs meitlað í stein og Örk Nýja-Testamentisins, Maríu Mey, sem ber í sér Orð Guðs í holdi, Jesú Krist.
Í löndum þar sem Rómversk-kaþólska kirkjan er öflug, bera menn oft líkneski af Maríu Mey í skrúðgöngum um þorp og bæi, líkt og Hebrear báru Örkina á stöngum. Þetta gera menn til þess að fá blessun af nærveru Maríu Meyjar sem ber í sér Orð Guðs, barnið, frelsara okkar Jesú Krist.
Í 15. Kafla Jóhannesarguðspjalls segir Jesús við lærisveina sína: Verið í mér, þá verð ég í yður. Ef þér eruð í mér og Orð mín eru í yður þá biðjið um hvað sem þér viljið og yður mun veitast það. Hinum sannkristna manni, sem í sér ber Orð Guðs, fyrir trú, fylgir stöðug blessun Guðs, hvar sem hann er staddur hverju sinni, líkt og var um nærvera Arkarinnar og er um nærveru hinnar barnshafandi Maríu Meyjar.
Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 13.12.2022 kl. 23:29
Þakka ykkur fyrir áhugaverðar og innihaldsríkar athugasemdir, Guðjón og Guðmundur.
Svo er það spurning hvort æðstu prestar kolefniskirkjunnar breyttu innihaldi sáttmáls arkarinnar í nóvember s.l., með því að reyna að koma að kenningunni um kolefnissporið.
Þeir flugu jú til til Sharm EL-Sheikh í Egiptalandi með kolefnissporið strókandi aftan úr rassgatinu á einkaþotum og enduðu samkomuna á Sínaí fjalli ef ég man rétt.
Magnús Sigurðsson, 14.12.2022 kl. 05:51
Góðan daginn. Er ekki sáttmálaörkin í Aksum, Eþópíu, í kirkju heilagrar Maríu frá Zíon?
Birgir Loftsson, 14.12.2022 kl. 17:29
Rétt til getið Birgir, það kemur fram í þessari Zero Point mynd með blogginu að hún er/var í Eþíópíu, og Graham Hancock fór á þær slóðir. Hvað hún nákvæmlega var er líka getum að lagt. Var hún t.d. kjarnaofn úr píramídunum? eða hvernig opnaði hún Ísraelum leið í gegnum Rauðahafið?
Mér hefur fundist fyrirlestur Laurence Gardner, sem hefst á min. 43, einstaklega áhugaverður, alveg frá því ég heyrði hann fyrst. Ég veitti því nefnilega athygli að sömu þyngdarlögmál gilda í steypunni, þ.e. hvernig efni er gert léttara með því að bæta við það meiru efni, -en steinsteypa hefur þyngdarstuðul upp á ca 2,5.
Gardner leiðir getum að hvernig píramídarnir voru hugsanlega byggðir, en mönnum hefur ekki tekist að yfirvinna þau þyngdarlögmál, sem þarf til að byggja píramídana, með þeim aðferðum byggingaiðnaði sem þekktar eru og notaðar eru í dag.
Magnús Sigurðsson, 14.12.2022 kl. 18:47
Þakka skrifinn Magnús Sigurðsson. Best er að líta á okkur sem maðka hrúgu, og hvernig best væri fyrir menn að kenna möðkunum að vera ekki á vegum eða bílastæðum. Við getum reynt að tala mannamál við maðkana en það dugar ekki.
Þá hugsum við, við förum til þeirra sem maðkar og kennum þeim. Við notum maðkamál, nudd, nudd, slá halanum niður eftir einhverju mynstri.
En að segja þeim að varast bílana er sama vandamálið.
Þegar einhver vill hjálpa okkur þá lendir hann í sama vandamálinu, við höfum visst eðli og skynjun og þá ekki hægt að kenna okkur.
Fyrst verður að þroska okkur svo að við getum meðtekið nýjan lærdóm.
Ég gat ekki látið vera að skjóta þessu inn í umræðuna.
Egilsstaðir, 15.12.2022 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 15.12.2022 kl. 16:01
Þetta var vel skotið Jónas, nánast beint í mark. Það er nefnilega maðkur í mysunni, þegar betur er að gáð. Sumir kalla hann Darwin aðrir Newton.
Magnús Sigurðsson, 15.12.2022 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.