9.2.2023 | 13:11
Guð blessi Ísland
það orðið helvíti hart þegar þarf að flytja inn erlent láglaunafólk til að kljást við hyskið sem mergsýgur Jón og Gunnu fyrir náhirðina. Þeim hjónakornunum er því miður varla við bjargandi, afvelta með tærnar upp í loft á Tene. Enda eru auðrónarnir á meðan, ásamt öllum frábæru hugmyndunum sínum, langt komnir með að skipta um þjóð í landinu.
Nú tekur helferðarhyskið einn snúninginn til á landanum, enda þarf talsvert til að næra náhirðina, sem er víst öll kominn í annan veruleika, samkvæmt Svörtu loftum, -eftir að hún slapp úr money haven. Því er hart þegar erlent láglaunafólk er orðið bjartasta vonin fyrir íslenska þjóð, sem virðist vera gersamlega ófær um að hrista af sér óværuna, rétt eins lúsina og vistarbandið fram eftir öldum.
Nú hefur Why Iceland viðundrið keyrt upp vextina einn ganginn enn og flissandi fábjánar upp gjöldin til að halda í við hækkanirnar, landanum til höfuðs, -allt eftir að slektið vertryggði kjararáðs sjálftökuna sína um árið. Landinn situr svo uppi með verðtrygginguna á húsnæðislánunum, eða missir þakið bara hviss bang ofan af höfðinu, þegar verðbólgnir vextirnir bíta í hælana á óverðtryggðu lánunum.
Allt er þetta sagt vera Jóni og Gunnu til hagsbóta við að slá á verðbólguna með gengdarlausum hækkunum til að geta staðið undir kjararáðspakkinu og náhirðinni. Samkvæmt nýjustu útreikningum er staðan nú sú að verðtryggðar 50 milljónir að láni til húsnæðiskaupa verða að 700 milljónum á 40 árum, upphaflega lánshupphæðin greiðist 14 sinnum til baka. Fyrir hið svokallaða hruni þótti nóg að borga verðtryggða húsnæðislánið sitt 5 sinnu til baka, -sælla minninga. Já og megi, -Guð blessa Ísland.
Athugasemdir
Góðan daginn Magnús. Góð grein. Málið er að auðmenn eru að stækka efnahagskerfi langt upp fyrir þolmörk íslenskt þjoðfélags. Þeir halda að hér búa margar milljónir manna og það þurfi að manna allar fjarstæðustukenndar viðskiptahugmyndir sem þeim dettur í hug. Íslenskur almenningur er ekki til fyrir auðmenn, heldur ætti það að vera á hinn veginn.
Dæmi: Skortur á starfsfólki í ferðamannaþjónustu, nánast bara útlendingar sem vinna þar. Sem segir að það eru of margir ferðamenn sem eru að koma til landsins og við ráðum ekki við þetta. Frekar að fá færri ferðamenn sem gefa meira af sér. Vera Mónakó norðursins. En græðgisvæðingin er algjör. Og þetta er á ábyrgð íslenskra stjórnvalda, að stjórna íslensku þjóðfélagi, ekki auðmanna.
Birgir Loftsson, 9.2.2023 kl. 15:07
Sæll Birgir og takk fyrir góða greiningu í athugasemd, þarna hittir þú naglann á höfuðið. Við þetta má bæta að það er verið að gera út á Ísland sem eitt dýrata land í heimi með því að flytja inn láglaunafólk og hirða mismun af háu verði á þjónustu og lágum tilkostnaði í launum.
Þar að auki er verið að nýta sér eigur og innviði þjóðarinnar til að moka í eigin vasa, -heimta snjómokstur á jóladag, að björgunarsveitir séu stand bæ 24/7 í sjálfboðavinnu, svo eitthvað sé nefnt. Svo ekki sé nú minnst á skinhelgina í kringum hreinu orkuna og aflátsbréfin.
Þetta er orðið aumara en allt sem aumt er, og það sem meira er að fyrirtækin eru meir og minna að flytjast á hendur erlendra auðróna a la Icelandair Hotels, innlendum auðrónum til yndisauka og þjóðkjörnir stjórnmálmennirnir tromma hver og einn í takt.
Þessi pistill inniheldur ekki falleg orð til þeirra Jóns og Gunnu, enda ekki nema von, allt að verða komið í erlenda eigu og unga fólkið skilið eftir stórskuldugt í eigin landi á meðan flotið er sofandi að feigðarósi.
það verður of seint að ætla að endurheimta landið sitt eftir að íslenska þjóðin verður orðin örlítill minnihluta hópur á Íslandi. Þá eiga Jónar og Gunnar þessa lands eftir að syngja með tárin í augunum út á Tene "Ég er kominn heim".
Er nema von að maður biðji Guð um að blessa Ísland.
Magnús Sigurðsson, 9.2.2023 kl. 16:06
Ég er sammála því sem hér er fjallað um og Birgir kemur einnig með góða athugasemd. Það er slæmt hversu fáir þora að fjalla um þessar áskoranir og vandamál í þjóðfélaginu nú um stundir. Það þarf þrýsting á ráðherrana að gera betur.
Katrín Jakobsdóttir virðist ekki átta sig á því að aldamótakynslóðin um 1900 var svona vel vakandi yfir réttindum, frelsi og sjálfstæði vegna þess að þjóðerniskenndin er jákvætt afl að mestu leyti. Þegar búið er að berja lífshvötina úr fólki með reglugerðum verður fólk of sinnulaust til að hrista af sér óværuna. Ekki síður þegar þjóðin er meðal mestu notenda á heimsvísu á deyfilyfjum og ópíóðum.
EES farganið hefur gert þjóðina sinnulausa og vonlausa.
Það er gott hjá þér Magnús að fjalla um þetta. Ég tek einnig undir góða athugasemd Birgis.
Ingólfur Sigurðsson, 11.2.2023 kl. 08:17
Þakka þér fyrir athugasemdina Ingólfur, -hún er góð.
Þú kemur vel inn á hvað þjóðerniskennd aldamótakynslóðarinnar var jákvæð. Afar mínir og ömmur voru talandi dæmi um það í mínu uppeldi.
EES og glóballinn gengur þvert gegn öllum gildum fullveldisins, og undrar mig svo sem ekki að þjóðin nálgist heimsmett í geðlyfjanotkun í öllu innflutta reglugerða farganinu.
Pistillinn hjá mér hér að ofan er að mestu kjaftavaðall, en athugasemdirnar ykkar Birgis ramma það ágætlega inn sem ég vildi sagt hafa.
Magnús Sigurðsson, 11.2.2023 kl. 08:44
hehe var einher að rifja upp og lesa Heljarslóðarorrustu?
Guðjón E. Hreinberg, 11.2.2023 kl. 14:19
Góð áminning Guðjón, -heljarslóðaorrustu hef ég reyndar aldrei lesið, en mér kæmi ekki á óvart að orrustan á heljarslóð yrði einhversstaðar rifjuð upp einn ganginn enn og ekki ólíklegt að ég gluggi í bókina úr því að þú minnist á það.
Magnús Sigurðsson, 11.2.2023 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.