Skoffín og skuggabaldrar

Þegar fólk með miklu meira en milljón á mánuði, og upp í hið óendanlega, sest á rassgatið til að semja um laun þeirra sem halda samfélaginu gangandi í sveita síns andlits hvern einasta dag, ætlar þeim ekki að hafa í sig og á ásamt þaki yfir höfuðið er ekki hægt að tala um annað en skoffín og skuggabaldra. Enda þetta lið fyrir löngu hætt að geta sett sig í annarra spor. 

Það er helvíti hart ef nú á í annað sinn á þessari öld á að fórna fólkinu á altari Mammons, sem dregur vagninn, auðrónum til arðs. Unga fólkið okkar og  fólkið sem vinnur vinnuna sem þarf að vinna öðruvísi en á rassgatinu, hefur ekki hugmyndaflug til sjá hvernig  flissandi fábjánar, skoffín og skuggabaldrar vinna þegar kemur að því að hafa í sig og á ásamt þakinu yfir höfuðið.

Ég ætla að setja hér inn nokkrar línur af hinni frómu facebook sem landsbyggðarmóðir ritaði þar í síðustu viku vegna dóttur sinnar. Færslan var mun lengri og studd með myndum af skriflegum gögnum, en ég leifi mér bara að birta niðurlagið hér.

Hér má sjá lánin sem barnið mitt samþykkti að taka og greiða fyrir skitna íbúðarkompu á stórhöfuðborgarsvæðinu. Ég er brjáluð.

Lán 1 kr. 27.860.000, 480 gjalddagar samtals 471.520.999

Lán 2 kr. 7.980.000, 480 gjalddagar samtals 160.961.003

Hún semsagt fær lánaðar 35.840.000 og skrifar undir það að lánið greiðist næstum 18 falt til baka eða krónur 632.482.000, semsagt 17,6 sinnum hærra en lánað var Ég þarf ekki kennslustund í verðbólgu, vöxtum, verðbótum, verðtryggingu, föstum vöxtum, að safna eigin fé og svo framvegis. Þetta er veruleikinn sem blasir við fólki í dag, ungum sem öldnum.

-Og verkalýðsforustan stein heldur kjafti, rétt eins og síðast.


mbl.is Leggja til verkbann á Eflingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Magnús

Það blæs ekki byrlega á okkur sem stöndum í að halda landinu gangandi. Gamlir og fúnir "víkingar" teknir til við að sóa auð okkar, eins og enginn sé morgundagurinn.

Skel er fyrirtæki sem einn þessara auðróna hefur komið höndum yfir. Sjálfur á hann vart fyrir diet kók, enda laun hans í formi auðs sem komið er fyrir í skattaskjólum. Sér til halds og traust hefur hann valið ráðherrabróðir sem sinn foringja, yfir þessu fyrirtæki. Sá er hins vegar eitthvað hræddari við að fela laun sín þó há séu. Stefnir kannski í fótspor Systu, þegar fram í sækir, enda á hann megnið af lífinu eftir.

Og nú ætlar Skel að yfirtaka eins og einn banka, auðvitað í gegnum nokkur skúffufélög sín. Þá verður kók auðróninn kominn heim aftur og allt komið í fínasta stand, svona rétt eins og árið 2007 og fram undir haust 2008.

Það er ekki beinlínis gæfulegt að vera Skagamaður um þessar mundir. Engu líkara en að þar sé einskonar eldi fyrir gamla og nýja auðróna, sem virðast eftirsóknarverðir hjá gömlu "víkingunum" og kók auðrónunum.

Sorgarkveðja af Skaganum

Gunnar Heiðarsson, 20.2.2023 kl. 07:41

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi lán sem um ræðir í færslu landsbyggðarmóður hljóta að vera verðtryggð, sem myndi útskýra hinn gríðarlega kostnað. Þakka má ríkisstjórninni fyrir að sá eitraði kokteill sé enn í boði, en þakka má seðlabankanum fyrir að beina fólki beinlínis að honum.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.2.2023 kl. 11:32

3 Smámynd: Hörður Þór Karlsson

Alúðarheilsan Magnús og takk fyrir að vekja máls á þessu. Þó er oft bjartara yfir skrifum þínum en þessi hörmung.

Það er ekki oft sem ég verð kjaftstopp, en svei mér þá, mér verður barasta orða vant á mörgum tungumálum.

Ég hefi búið mér bæli í Fránkaríki og þó það sé nú hálfgert láglaunaland (þökk sé endaleysu sem Mitterang kom á) þá kemst meðaljóninn oftast yfir það að byggja yfir sig og sína (þó hafa bankar að vísu hert tökin undanfarið misseri). Ef að boðið yrði uppá íslenska uppskrift af "hagfræði" er ég nú hræddur um að einhverjir tækju sig til og dustuðu rykið af fallöxinni gömlu, stjórnmálamönnum til heiðurs, (lesist: "höfuðs"). Það er satt hjá þér að verkalýðsfélögin virðast vera að berjast við vindmyllur eins og Don Quixote forðum, eltandi ólar við einhverja aurahækkun sem er marklaus áður en blekið þornar.

Mér finnst merkilegt að hver sá, eða hverjir þeir sem standa að baki svona skefjalausum ránum á alþýðunni komist upp með það til lengdar.

Nóg röfl í bili frá fúla á móti í Langtíburtistan.

Hörður Þór Karlsson, 20.2.2023 kl. 12:03

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi vertrygging er hvorki meira né minna en GLÆPUR ALDARINNAR SÍÐUSTU og það sem meira er glæpurinn heldur áfram á þessari öld.  Því miður eru þessi verðtryggðu lán þannig úr garði gerð að þar er mánaðarleg afborgun einna lægst og þar af leiðandi hefur "ásókn" í þessi lán aukist, láglaunafólk telur sig geta ráðið við afborganirnar og tekur þessi lán þrátt fyrir að þau séu ÓHAGSTÆÐUST ÞEGAR UPP ER STAÐIÐ...........

Jóhann Elíasson, 20.2.2023 kl. 12:14

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka ykkur fyrir kröftugar athugsemdir félagar. 

Ef verðtrygging á einhvertíma rétt á sér þá er það til að verðtryggja launatekjur, meðan svona verðbólguskot gengur yfir.

Ef einhvertíma á skilyrislaust að setja þak á verðtryggingu lána, þá er það þegar verðbólgan langt yfir verðbólgumarkmið stjórnvalda.

Bankar og auðrónar verða bara að gjöra svo vel að minka hagnaðinn og arðgreiðslurnar í svona árferði.

Ekkert af þessu hefur verið upp á borðum. Kjarasamningarnir fyrri jól gerðu  engar bremsur við þær sjálfvirku hækkanir sem voru í kortunum og tóku mið af óðaverðbólgu.

Auðrónar, bankar, ríki og sveitafélög sjá enga ástæðu til að koma móts við fólkið í landinu sem dregur vagninn. Verkalýðsforystan er vanvita vegna launanna sinna, og grjót heldur kjafti um það sem er að gerast í landinu.

Það er varla hægt að fara fegurri orðum um þetta lið, -en flissandi fábjánar, skoffín og skuggbaldrar, -sem kokkar upp annað eins skítseyði í annað sinn á þessari öld.

Magnús Sigurðsson, 20.2.2023 kl. 13:36

6 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Flýið.

Lifið.

... einfalt.

Guðjón E. Hreinberg, 20.2.2023 kl. 16:54

7 identicon

Ég efast ekkert um að þú hafir skipt arðinum af þínu fyrirtæki bróðurlega milli ykkar starfsmannanna og ekki tekið þér mikið hærri laun en aðrir starfsmenn. En fyrst það var svona auðvelt og þægilegt að reka fyrirtæki hvers vegna stóðst þú upp úr stólnum og fórst að reisa veggi og skafa spýtur hjá öðrum?

Hvað ætli íbúðin sem stelpan keypti hafi hækkað um margar milljónir frá kaupdegi? 

Vagn (IP-tala skráð) 21.2.2023 kl. 10:23

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Akkúrat Vagn, -þau ehf fyrirtæki sem ég hef átt hafa öll verið í samstarfi við starfsmenn, og eigendurnir unnu hjá þeim. Sum þessara fyrirtækja eru enn í rekstri hjá öðrum og engin kennitala hefur enn farið þrot mér vitanlega. 

Það er ekki nema von að þú fattir þetta ekki, frekar en hvað íbúðin hjá stelpunni er búin að hækka, en hún  hækkar ekki um eina krónu fyrr en hún selur hana og þegar það gerist þá þarf hún sennilega áfram þak yfir höfuðið.

Ég setti fyrir tveimur árum blogg hér á síðuna sem skýrir þetta betur fyrir þér því ekkert er nýtt undir sólinni.

https://magnuss.blog.is/blog/magnuss/entry/2264609/

Magnús Sigurðsson, 21.2.2023 kl. 13:01

9 identicon

Hún þarf þak yfir höfuðið og lánveitandi þarf að geta lánað öðrum íbúðarverð þegar hún er búin að borga lánið fyrir íbúðinni. Þeir tímar eru liðnir að lán voru ígildi happadrættisvinnings og ekki þurfti að borga nema bílskúrsverð til baka af láni til einbýlishúsakaupa.

Og aftur, fyrst þú svaraðir ekki, fyrst það var svona auðvelt og þægilegt að reka fyrirtæki hvers vegna stóðst þú upp úr stólnum og fórst að reisa veggi og skafa spýtur hjá öðrum?

Vagn (IP-tala skráð) 21.2.2023 kl. 16:11

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þú ert nú meiri gáfnaljósið Vagn, gott ef þú ættir ekki að verða Seðlabankastjóri frekar en viðundrið. En eins og ég hef sagt við þig áður hafðu vit á að grjóthalda kjafti þegar þú tjáir þig um eitthvað sem var fyrir 1980 þú hefur hvorki aldur né þroska til þess.

Varðandi veggina og ósköfnu spýturnar þá hef ég svarað því svo oft hér á síðunni að ég hélt að þú vissir það, úr því að þú vissir eitthvað um veggi og spýtur á annað borð. En mér er sönn ánægja að svar því einu sinni enn.

https://magnuss.blog.is/blog/magnuss/entry/1321018/

Magnús Sigurðsson, 21.2.2023 kl. 17:44

11 identicon

Ég hef allavega nóg vit, aldur og þroska til að gera mér grein fyrir því að króna borguð 2023 kaupir ekki það sama og króna borguð 2003. Ég legg þær ekki að jöfnu eins og þú. Lántakendur, eins og þú, telja það eitthvað réttlætismál að þurfa ekki að skila sömu verðmætum og fengin voru að láni. Og væla eins og óþæg börn yfir krónutölu. Lítill manndómur í því.

Vagn (IP-tala skráð) 21.2.2023 kl. 18:59

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þú veður villur vegar Vagn, ef þú heldur að þú hafir eitthvað við krónur að gera. Þetta snýst allt um að vera sáttur við Guð og menn.

Magnús Sigurðsson, 21.2.2023 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband