28.2.2023 | 06:00
Flissandi fábjánar
Nú hafa Svörtuloft keyrt upp vextina hvað eftir annað og það opinbera upp gjöldin til að halda í við hækkanirnar. Allt eftir að slektið vertryggði kjararáðs sjálftökuna sína um árið, enda hækkar verðbólgan nú sjálfvirkt frá mánuði til mánaðar.
Unga fólkið situr svo uppi með verðtryggingu á húsnæðislánin, eða missir þakið bara hviss bang ofan af höfðinu, þegar verðbólgnir vextirnir fara að bíta í hælana á óverðtryggðu lánunum og síðustu vaxtahækunum.
Ef verðtrygging á einhvertíma rétt á sér þá er það til að verðtryggja launatekjur á meðan verðbólguskot gengur yfir, -og þá ekki bara laun þeirra hæðst launuðu á jötu almennings.
Ef einhvertíma ætti skilyrðislaust að setja þak á vexti og verðtryggingu húsnæðislána fjölskyldunnar, þá er það þegar verðbólgan fer langt yfir verðbólgumarkmiði stjórnvalda.
Þessi aðferðafræði hefur ekki verið upp á borðum á Íslandi. Kjarasamningarnir fyrir jól báru engin ákvæði til að reisa skorður við þær sjálfvirku hækkanir sem voru í kortunum, og taka mið af óðaverðbólgu sem geisað hefur í á annað ár.
Og eina áþreifanlega útspil verðtryggðu sjálftökunnar var að hækka húsleigubætur, til að kynda enn frekar undir verðbólgunni og arðsemi fjármagnseigenda. Annað var íbúðabygginga babblandi og handabönd; -þar sem opinberlega er flissað með fjárfestum og húsbyggingar Jóns og Gunnu skóflustungnar til ólífis með innfluttu og CE vottuðu regluverki andskotans.
Það þarf ekki meðalgreindan mann til að átta sig á því að vitlegra hefði verið greiða leigusölum leigubóta upphæðina beint, frekar en hleypa henni í gegnum allt verðlagið með tilheyrandi stigmögnun, -og þá situr eftir spurningin, -hvað fleira hefur farið úrskeiðis á milli eyrnanna á þessu flissandi skóflustungu liði.
Við blasir að auðrónar, bankar, ríki og sveitafélög hafa engan hvata til að koma til móts við fyrirtæki og fólk, sem dregur vagninn í landi verðtryggðrar sjálftöku, -og þar sem verkalýðsforystan er orðin vanvita vegna launanna og sinna.
Bankar, auðrónar og flissandi fábjánar verða einfaldlega að gjöra svo vel að lækka arðgreiðslur til sín og láta af vertryggðri sjálftöku í svona árferði.
Athugasemdir
Laun þeirra sem voru undir kjararáði hækka eftir launavísitölu. Verðlagshækkanir hækka því ekki laun þeirra, aðeins almennar launahækkanir.
Verðtrygging launa hefur verið prófuð. En vegna sterkra tengsla launa við verðlag skilaði það sér í yfir 100% verðbólgu á örfáum vikum. Og það margfalt hraðar en launin. Innflutningur vara var að leggjast af, selt epli dugði ekki fyrir öðru epli. Og eina vitið var að eyða útborguninni samdægurs.
Vagn (IP-tala skráð) 28.2.2023 kl. 09:55
Ég tek undir með þér Magnús, mér finnst að ef og þegar verðbólgan fer yfir EFRI MÖRK SEÐLABANKANS þá eiga yfirvöld einfaldlega að "frysta" vextina. ÞETTA VERÐUR ÞESS VALDANDI AÐ ÞAÐ KEMUR "PRESSA"Á STJÓRNVÖLD AÐ LÆKKA VERÐBÓLGUNA OG AÐ MÍNU MATI YRÐI ÞETTA TIL AÐ STUÐLA AÐ STÖÐUGLEIKA........
Jóhann Elíasson, 28.2.2023 kl. 12:33
Þakka þér fyrri upplýsingarnar Vagn, rétt eins og fyrri daginn þá vellur út úr þér viskan um eitthvað sem þú hefur aldrei reynt, en verið vaskaður með á milli eyrnanna.
Það er einmitt málið Jóhann, kominn tími til að aðrir en þeir sem þurfa þaksið yfir höfuðið séu látnir axla ábyrgð. Að ætla að þverskallast sömu leiðina og fyrir "hið svokallaða hrun" er ekki flissandi fábjánaháttur, heldur hrein illska.
Magnús Sigurðsson, 28.2.2023 kl. 13:17
Gallinn er sá að þeir sem gætu slegið á verðbólguna, hagnast á henni.
Verðbólga skaðar ríkið afskaplega lítið og í raun stórgræðir það á henni t.d. með því að hækka ekki til jafns persónufrádráttinn í hinum ýmsu myndum.
Eins er verðtrygging skattlögð sem tekjur væri, þannig hefur ríkið meiri tekjur en ella.
Bankarnir græða líka á verðbólgu, t.d. komast þeir upp með að hækka vexti á útlán en ekki innlán þegar vextir hækka. Komast semsagt upp með að auka vaxtamuninn.
Fyrsta skrefið er að þessir orsakavaldar verðbólgu muni skaðast af henni.
Hver sú aðgerð sem virkar í þá átt mun þannig auka líkurnar á að þeir reyni ekki að valda verðbólgu.
Bjarni Bjarnason (IP-tala skráð) 28.2.2023 kl. 18:48
Sæll Bjarni, þakka þér fyrir þessa athugasemd hún undirstrikar kjarna málsins.
Sú fjármálapólitík sem rekin er á Íslandi í dag er hrein illska gagnvart öllum þeim sem draga vagninn og hafa ekki aðgang að, -eða í eigu ríkis, banka og sjóða sjálftökuliðsins.
Magnús Sigurðsson, 28.2.2023 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.