22.3.2023 | 16:53
Stolið og skrumskælt
Góðir Íslendingar nú erum við ekki í góðum málum. Viðundrin á Svörtuloftum hafa hækkað flugið einn ganginn enn, og ætla sér nú að ná niður verðbólgunni á heimsvísu eftir að Jón og Gunna eru hætt við að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Nú gildir sama aðferðafræði og hjá gálunum sem heimsóttu Kænugarð í vikunni sem leið, til ráðfæra sig við stríðsherra um hvernig mætti fjármagna síðustu heimstyrjöldina.
Þegar að tærnar á Jóni og Gunnu á Tene hættu að vera vandamálið blossaði verðbólgan upp á heimsvísu, auk þess sem ríki, sveitafélög og auðrónar landsins hafa neyðast til að fara hamförum við lántökur til að fjármagna allar frábæru hugmyndirnar sínar; -sjálftökuna og arðgreiðslurnar af vísitölu verðbólgunnar. Meir að segja verkalýðsforingjarnir eru að ranka úr rotinu.
Eftir áralanga baráttu við víxlhækkanir verðbólgu og vaxta innanlands hafa Why Iceland viðundrin og flissandi fábjánar nú ákveði að nota afburða þekkingu sína til að bjarga heiminum. Nú mega Jón og Gunna heldur betur bretta niður buxnaskálmarnar, trúa á hamfarahlýnunina og sameinast um að ýta öllum flækingunum upp úr snjósköflunum svo aftur megi koma blóm í haga með betri tíð.
Já nú er Einmánuður gnafinn, stolinn og skrumskældur.
Fnæsir nepju úr nösum
næðu um barm og vanga
norðan napuryrði
krepja tár á vanga.
Hleður snjó í hlíðar
skefur skafli í götu,
-mjöll sólar geislum í.
Senn kemur lóa,
sem syngur í móa;
bí bí bí og dýrðin dí.
Vorið kemur víst á ný.
Athugasemdir
Ég hlustaði á endurtekið viðtal við Ragnar Árnason prófessor Emerítus í hagfræði við HÍ í hádeginu í dag á útvarpi Sögu. Þetta var ákaflega áhugavert viðtal og þegar hann sagði að "skuldabréfútgáfa" væri mun betri og effektífari leið í baráttu við verðbólguna fór ég virkilega að hlusta, málið er það að það eru mörg ár síðan það var sannað að sambandið milli stýrivaxta og verðbólgu væri EKKI til staðar en það virðist vera að þessir menn sem eru í peningastefnunefnd hætti að lesa og kynna sér framfarir í sínum greinum daginn sem þeir útskrifast úr sinni grein. Ég hvet þig eindregið til að hlusta á þetta viðtal, að mínum dómi er það MJÖG gott og fræðandi og Ragnar útskýrir mál sitt mjög vel.....
Jóhann Elíasson, 22.3.2023 kl. 18:35
Sæll Jóhann, - það er ekkert nýtt undir sólinni í þessu. Ég efast ekkert um að aðferðafræðin í Svörtuloftum gefur sömu niðurstöðu og síðast, -og þar áður. Niðurstaða eru ekki heimska, heldur græðgi og illska.
Við skulum ekki gleyma því að Svörtuloft var skilvirkasta peningaþvottastöð veraldarinnar á síðasta áratug, aflands ránsfengurinn úr hruninu var fluttur heim á yfirgengi, -og nú eiga Jón og Gunna að blæða, þetta kallast að taka snúning.
Ragnar Árnason er fyrrverandi formaður ráðgjafaráðs Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í efnahagsmálum, eitthvað hefur honum misfarist ráðgjöfin á sínum tíma, nema að hann trúi á gæsku auðróna.
Magnús Sigurðsson, 22.3.2023 kl. 19:56
Ég þekki fortíð Ragnars Árnasonar nokkuð vel og mér fannst mjög gott hjá honum í áðurnefndu viðtali þegar hann talaði um muninn á pólitík og hagfræði. Svo var ég að lesa ævisögu mesta og klárasta hagfræðings sem Ísland hefur átt og kemur til með að eiga. sem var Benjamín H.J.Eiríksson og sagði hann að eitthvað erfiðasta, vanþakklátasta og tilgangslausasta starf sem hann hefði unnið, var að vera efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar Íslands um þriggja mánaða skeið.
Jóhann Elíasson, 22.3.2023 kl. 20:28
Þessu get ég vel trúað Jóhann, -enda held ég að hagur almennings sé ekki í fyrirrúmi þegar hagfræði andskotans er annars vegar.
Það sem fer hins vegar í taugarnar á mér er hvað margir málsmetandi menn skauta fram hjá því sem er ítrekað að gerast, með því að benda á eitthvað annað.
Það var fólk í vinnunni á góðum launum sem setti Ísland á hausinn síðast og þetta fólk sat sem fastast og endurelsti óskapnaðinn, -áfram á sömu launum.
Magnús Sigurðsson, 22.3.2023 kl. 20:41
Mér láðist að taka fram Jóhann að ég er ekki að tala um þá hagfræðinga sem þú nefnir, heldur að ekki hefur tekist koma í veg fyrir að snúningurinn er tekin á fólkinu sem er að koma sér upp þaki yfir höfuðið, um það verður að tala á mannámáli.
Magnús Sigurðsson, 22.3.2023 kl. 21:21
Jú, ég tek undir allt sem þú skrifar Magnús og það sem mér finnst sorglegast er að Seðlabankastjóri skuli ranglega halda því fram að VAXTASTÝRINGIN SÉ EINA TÆKIÐ SEM HANN HEFUR TIL AÐ BERJAST VIÐ VERÐBÓLGUNA. Þetta er einfaldlega rangt hjá honum en þetta er vissulega það tæki sem KEMUR VERST NIÐUR Á ALMENNINGI SVO ÉG TALI EKKI UM UNGA FÓLKIÐ SEM ER AÐ KOMA SÉR ÞAKI YFIR HÖFUÐIÐ.
Jóhann Elíasson, 22.3.2023 kl. 21:40
Ég vissi s.s. að við værum sammála um þetta, Jóhann.
Ég fann ekki viðtalið á Sögu við Ragnar um skuldabréfaútgáfuna, en veit að hann var farin að tjá sig um vaxtablæti Seðlabankans fyrir löngu síðan og mættu fleiri gera það, og þá sérstaklega með unga fólkið í huga.
Magnús Sigurðsson, 22.3.2023 kl. 22:01
Magnús, ég fór á heimasíðu Útvarps Sögu og fann alla þætti sem Ragnar Árnason hefur verið í, þeir eru allir á þessum "link"; Ragnar Árnason - Útvarp Saga (utvarpsaga.is). Þá er ég búinn að "tína" tölvupóstfanginu þínu og vildi biðja þig að senda mér póst og jafnvel að láta símanúmerið þitt fylgja. Þá vildi ég láta þig vita að Adam Nichols kom í gærmorgun (Karl Smári sagði mér að þið Adam hefðuð náð alveg sérstaklega vel saman þegar þeir fóru austur).
Jóhann Elíasson, 23.3.2023 kl. 10:50
Eina leiðin til að losna við verðbólguna er að stroka út opinberar verðskrár. Varaleiðin er að hætta að borga húsnæðislán. Þrautavaraleiðin er að hætta að nota plastkort.
Útskýrðu þetta og þú verður uppnefndur "conspiracy theorist" eða "hægri öfgi."
Guðjón E. Hreinberg, 23.3.2023 kl. 11:51
Þakka þér fyrir aðstoðina Jóhann, -ég tékka á þessu.
Guðjón; það þarf ekki að vera samsæriskenninga smiður nú á tímum þegar samsærið sjálft opinberast daglega.
Að vísu nýtt og nýtt samsæri daglega, á þvílíkum hraða að gullfiskaminnið ræður ekki við.
Þetta veðbólguskot, sem nú gengur yfir heimsbyggðina, gæti allt eins endað með vöruskiptum á milli fólks og þá lognast verðbólgan út af á raunvirði.
Magnús Sigurðsson, 23.3.2023 kl. 13:08
Hvaða nafn eigum við að gefa okkur?
slóð
Bankasaga Bandaríkjanna - Vafalaust sást mér yfir helstu atriði og líklega eru nokkur smáatriði röng en hér er hægt að fá að vita heilmikið um það hvað varð um peningana okkar, frjálsa landið okkar og heiminn“. Allt á íslensku.
1891
Víxlararnir eyddu síðasta áratug aldarinnar í að skapa efnahagsuppgang sem síðan var fylgt eftir með niðursveiflum svo þeir gætu keypt upp þúsundir heimila og býla fyrir smápeninga. Þeir bjuggu sig undir að láta efnahagslífið taka enn eina dýfuna í náinni framtíð og í makalausu minnisblaði sem ráð amerískra bankaeiganda sendi frá sér, og var birt í þingskjölum eftir rúma tvo áratugi, er eftirfarandi sett fram:
„Þann 1. september 1894 munum við ekki endurnýja lán okkar undir neinum kringumstæðum.
Þann 1. september krefjumst við peninganna okkar. Við göngum að veðum og leysum fasteignir til okkar. Við getum tekið tvo þriðju hluta af búgörðum vestan Mississippi-árinnar og þúsundir austan hennar líka, á okkar eigin verði [...] Síðan verða bændurnir leiguliðar eins og á Englandi ...“
000
Bankarnir, víxlararnir færðu aðeins bókhaldið, skrifuðu aðeins tölurnar, og lánuðu ekki neitt.
Hvaða nafn eigum við að gefa okkur?
Jónas Gunnlaugsson, 24.3.2023 kl. 03:47
Sæll Jónas, -þetta heitir náttúrulega eignaupptaka, en er í raun ákveðin tegund þrælahalds. Mansal getur einnig verið arðsöm iðja.
Starfsmannaleigur stunda það t.d. í dag að gera skriflegan samning við erlenda starfsmenn um að þeir megi ekki undir neinum kringumstæðum ráða sig hjá öðrum í heilt ár, þó svo að þeir uppgötvi að það sé verið að hlunnfara þá í launum og hafa þau sem þeir fá af þeim í gegnum húsaleigu.
Magnús Sigurðsson, 24.3.2023 kl. 06:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.