Jón og Gróa

Flestir hafa Gróu á Leiti nú orðið í hendi sér eftir að hún snjallvæddist og geta upplýsingar þess vegna borist á ljóshraða hvert á land sem er í fjarvinnu. Í upphafi vinnuvikunnar stóðu íbúar í Neskaupstað frami fyrir ógnvænlegum vágesti og var Guðs mildi fyrir að þakka að ekki fór ver.

Fljótlega var samhæfingarmiðstöð almannavarna virkjuð í Skógarhlíðinni til að hafa yfirsýn yfir hamfara vettvanginn. Þörf var talin á að skerpa á upplýsingaflæðinu með því að trekkja upp Víðir hlýðir, enda fyrirsagnir frétta oftar en ekki nú orðið eins og hverjar aðrar Gróusögur sem nærast á klikkum lesenda.

Dagana á eftir fóru fram einar víðtækustu rýmingaraðgerðir Íslandssögunnar. Reyndar hafði staðið til að hefja rýmingu um það leiti sem snjóflóðið féll í Neskaupstað, en ekki náðst í tíma, eftir því sem fyrstu fréttir úr Skógarhlíðinni hermdu. Aldrei er of varlega farið því engin tryggir eftirá eins og frægt er orðið, og voru rýmingar því viðhafðar hér og þar um endilanga Austfirði.

Er á vikuna leið, og eftir því sem hús í fleiri fjörðum voru rýmd kom söngurinn um Jón pönkara upp í hugann, og að rétt væri að fara tilhlýðilega um í hamförum tölvustýrðra spálíkana, og láta ekki boðskapinn rúlla eins og valtara. Því ef ekki; þá er allt eins víst að farið gæti eins og í söngnum um Jón:

 

Orð hans mælast óðar illa fyrir

Hann svívirðir okkur, ég segi það með

Hann rakkar niður samfélagið

Öryggi, tekjur og fasteignaveð

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband