7.5.2023 | 17:21
Er komið að skuldadögum?
Nú hefur ESB stöðvað aflátsbréfasölu íslenska orkuiðnaðarins út fyrir landsteinana. Ekki dugði minna en að láta hálfan álf í fánalitunum fronta fréttina, enda gæti víst tapið hlaupið á milljörðum. Af kolefniskontór Landsvirkjunar berast svo þau válegu tíðindi að ekki sé augljóst hver beri endanlega skaðann.
Að því komust við steypukallarnir í Noregi fyrir meira en áratug síðan, þegar verð á rafmagni til norskra heimila hækkaði hviss bang um 30% við það eitt að hitamælirinn fór niður um nokkrar gráður um haust. Endurnýtanleg vatnsaflsorka Noregs var nefnilega samtengd raforkukerfi ESB með sæstreng, -og þá hafin aflátsbréfasala kolefniskirkjunnar.
Við steypukallarnir ræddum þessa rafmagnshækkun í kaffitíma, og þótti norskum frændum mínum aflátsbréfin vera hvað hrikalegust í þessu seigfljótandi slýgræna orkusvindli kolefniskirkjunnar, þar sem hrein vatnsafls raforka Norðmanna var höfð af eigendunum og þeir látnir greiða fyrir þjófnaðinn með okurverði.
-Og það án þess að nokkur vissa væri fyrri því að sá þungaiðnaður Evrópu, sem sagður var kaupa aflátsbréfin fengi hreina orku í staðin, en fengi samt sem áður upp á skrifað aflátsbréf fyrir sínum sóðaskap, og væru síðan heimili Noregs rukkuð fyrir óskapnaðinn auk förgunarkostnaðar á umbúðum umhverfissóðanna.
Mér datt í hug eftir þetta kaffitímaspjall -um árið- að kanna hvernig þessu væri háttað á Íslandi, -jú einmitt sama aflátsbréfa útgáfan út fyrir landsteinana, -en enginn sæstrengur. Orkustofnun hélt utan um umsvif svindlsins og samkvæmt bókhaldi hennar er sú raforka sem íslensk heimili nota langt innan við 10% endurnýtanleg, rest er fengin með jarðefnaeldsneyti og kjarnorku.
Það sem er undarlegast við það að ESB skuli nú vera búið að stöðva aflátsbréfasöluna, -er hvað hún fékk að standa lengi, eða allt frá 2011. Ástæðan fyrir því ætti samt að vera flestum skuldseigum Íslendingum augljós, því þegar kemur að skuldadögum borgar sig að hafa þá óviðráðanlega.
Er nema von að nú liggi á að innleiða EES bókun 35 um að Evrópuréttur taki yfir íslensk lög þar sem við á? -þar sem nú á endanlega að staðfesta á Alþingi Íslendinga að hann sé rétthærri íslenskum lögum, nema að þau séu samhljóma.
Allt þetta vita náttúrlega fjárplógsmenn sjálftökunnar og Davos dúkkulísur með augun vatnsblá, glær og galtóm. Þó svo að þeim detti helst í huga að láta hálfan álf fronta óskapnaðinn í fánalitunum í ríkismiðlunum þegar kemur að því -sem kallað er á því ástkæra og ylhýra - skuldadagar.
Þessi kaka var í boði Orkustofnunnar árið 2019, ég nenni ekki að finna nýrri svo oft hef ég bloggað um fyrirbærið að ég á þessa enn óétna.
Ps. ef einhver kynni að hafa áhuga á að kinna sér málið þá má hér sjá hvað er að koma út úr hólnum í fánalitunum. Á meðan gálur á glapstigum faðma leikarann ástsæla frá Kænugarði umvafðar stjörnuprýddu flaggi ESB.
Athugasemdir
Kæri Magnús, við verðum að meðtaka boðskapinn um að orkunotkun okkar hér á Íslandi sé að stærstum hluta kjarnorka og kol. Fyrir það erum við rukkaðir og stjórnvöld leyfa því að líðast.
Samt vitum við, auðvitað, að það er rangt og að sú lygi þjónar, beinlínis, engum öðrum en loddurum og bröskurum, fjármálastofnunum sem selja kolefnislosun og hamfaraspár, eins og snákaolíu, dýru verði í slagtogi með spilltum þingmönnum og undir verndarvæng enn spilltari stjórnsýslu. Tilgangurinn sá einn að græða -- og það á kolröngum forsendum og skattleggja landslýð allan í drep.
Stjórnvöld sem byggja allt sitt á fölskum forsendum, lygum og blekkingum, eru verri en engin.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.5.2023 kl. 19:39
Þakka þér Pétur Örn, -fyrir hnitmiðaða athugasemd.
Og svo fitnar sjálftökuliðið bæði hjá ríki og bæ, auðrónunum til ágóða, á meðan eigendum er boðið upp á EES álfasögur í fánalitunum.
Magnús Sigurðsson, 7.5.2023 kl. 20:43
Það má nú líta á þessi upprunavottorð eins og BitCoin
ef engin er eftirspurnin þá er þetta verðlaust drasl
en alltaf virðist vera hægt að sannfæra einhvern um að þetta séu kjarakaup
og græða helling.
Að eftirlitið sé í molum minnir mann á söguna um hrossakjötið sem flutt var milli ESB landa en hvergi selt en allir veitingarstaðir buðu upp á nautakjöt sem hvergi var framleitt
Grímur Kjartansson, 7.5.2023 kl. 20:51
Góður punktur Grímur, -en aflátsbréfin virkuðu þannig á rafmagnið í Noregi að Norðmenn fengu reikninginn fyrir óhreint rafmagn rétt eins og hrossakjöt á nautakjötsverði.
Á meðan djöfuls snillingar hér á landi hrytu nautasteikina og sviku kúnnann þar að auki um hrosskjötið, en flagga nú álfum í fánalitunum og verða sennilega komnir með afraksturinn aflands áður en dæmið verður gert upp.
Magnús Sigurðsson, 7.5.2023 kl. 21:07
Fyrir mína parta verð ég ð segja að ég er bara feginn að búið er að stöðva þessa vitleysu, sem, að mínu viti átti aldrei að fara af stað............
Jóhann Elíasson, 7.5.2023 kl. 21:39
Sammála síðasta ræðumanni (Jóhanni).
Guðmundur Ásgeirsson, 8.5.2023 kl. 02:17
Takk fyrir athugasemdirnar Jóhann og Guðmundur, -auðvitað átti þetta aldrei að fara af stað, ég held að ekki sé hægt að misskilja þá afstöðu hjá neinum hér að ofan.
Grímur er með góða samlíkingu við hrosskjötsvindlið um árið, en í því tilfelli voru sönnunargögnin étin, sem nautakjöt, þar til að svindlið komst upp.
Norðmenn voru tengdir með sæstreng svo þeir gátu ekki svindlað nema þá handbendi norskra auðrónar almenningi til tjóns.
Í þessu tilfelli hafa engin sönnunargögn verið étin og ekkert hrosskjöt afhent í stað nautakjöts og þar af leiðandi gildir bókhaldið.
Spurning er því verður nautakjötið innheimt samkvæmt bókahaldinu um sæstrengs eða í formi skaðabóta.
Það kemur skýrt fram hjá málssvara Landsvirkjunar að svindlið hleypur á milljörðum.
Magnús Sigurðsson, 8.5.2023 kl. 05:37
Það er ekki skrítið að svo margir taki kolefnistrú, ef hún borgar svona vel.
Ásgrímur Hartmannsson, 8.5.2023 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.