Sumarið fyrir EES

Sumar, sól og steypa. Bæjarhátíð, brauð og barnapíur. Lada, Lapplander og leikir. Allt var með öðrum hætti en í dag, þar sem flest hefur verið njörvað niður á sinn bás, -innan sinnar girðingar í skóm með stálstá, klætt í gult með hjálm, heyrnaskjól og öryggisgleraugu.

Mörkin á milli leiks og starfs skilgreind upp á nýtt, vinna er eitthvað sem á helst að vera leiðinlegt og sumarfrí eitthvað annað, helst einhversstaðar langt í burtu. Allt Íslandi skildi lúta markaði fjórfrelsisins, -eða helsisins, eftir því hvernig túlka ber frelsi.

Fyrir tíð EES hafði hvert EFTA-ríki sjálfstæð samskipti við EB (forvera ESB). Árið 1984 var efnt til sameiginlegs ráðherrafundar EFTA og EB í Lúxemborg með það að markmiði að efla viðskipti og samvinnu á ýmsum sviðum á milli bandalaganna.

1989 hófust formlegar samningaviðræður sem stóðu til 1991 en þá var samningsuppkastið sent Evrópudómstólnum til umfjöllunar. Dómstóllinn gerði athugasemd við grein í samningnum sem fjallaði um sérstakan EES-dómstól sem skyldi fjalla um deilumál vegna framkvæmdar samningsins.

Slíkur dómstóll var talinn brjóta á Rómarsamningnum sem kveður á um að Evrópudómstóllinn fer einn með dómsvaldið innan ESB. Niðurstaðan var að stofnaður var sérstakur EFTA-dómstóll til að leysa úr deilumálum frá EFTA-ríkjunum.

Á Íslandi veitti Alþingi stjórnvöldum heimild til að staðfesta EES-samninginn með því að samþykkja lög um Evrópska efnahagssvæðið nr. 2/1993 þann 12. janúar 1993. Málið var mjög umdeilt og til marks um það var það samþykkt í þinginu með 33 atkvæðum á móti 23 en 6 sátu hjá.

Alþýðuflokkurinn og megnið af Sjálfstæðisflokkinum samþykktu en Alþýðubandalagið, megnið af Kvennalistanum, hálfur Framsóknarflokkurinn og þrír Sjálfstæðismenn voru á móti. Hinn helmingur Framsóknarmanna og einn þingmaður Kvennalistans sátu hjá.

Andstaðan við samningin var að hluta til komin af ótta við afleiðingar aukins viðskiptafrelsis (t.d. að útlendingar myndu kaupa upp jarðir á Íslandi í stórum stíl) en einnig vegna þess að margra mati felur samningurinn í sér óásættanlegt framsal á sjálfstæði þjóðarinnar til alþjóðastofnunar.

Því hefur einnig verið haldið fram að samningurinn kunni að brjóta á stjórnarskrá Íslands sem að gerir ekki ráð fyrir því að löggjafar-, framkvæmda- eða dómsvald sé framselt. Heimild Wikipedia

Já ég er enn í steypunni flesta daga, klæddur sem gulur trúður innan girðingar. Þar eru engar hetjudáðir framkvæmdar, nema ef vera skildi að upp komist eitt og eitt ómyglað hús. Steypuhrærivélinni er ekki lengur plantað niður og steypan blönduð og hrærð þar sem hennar er þörf, allt skal nú framkvæmt samkvæmt regluverki fjórfrelsisins. En þannig var þetta ekki á Íslandi sumarið fyrir EES.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru EES-reglur hér um byggingarsteypu? Þær mundu þá vera eins og í Finnlandi eða Grikklandi.

Björn S. Stefánsson (IP-tala skráð) 8.5.2023 kl. 21:51

2 identicon

Þetta er merkilegur samanburður hjá þér, Magnús.

Það er eins og þú sért að lýsa því hversu dásamlegt lífið hafi verið í henni Eden-Paradís á Íslandi fyrir syndafallið:

Sumar, sól og steypa. Bæjarhátíð, brauð og barnapíur. Lada, Lapplander og leikir.

Allt var þetta gefið af Guði. Hvað þótti okkur svo girnilegt að við samþykktum lög um Evrópska efnahagssvæðið nr. 2/1993 þann 12. janúar 1993 og glötuðum þá réttinum til búsetu í Pardís Guðs á Íslandi.

Og enn herðir Djöfullinn hengingarólina um háls okkar með bókun 35.

En syndafallið er staðreynd, við lifum í útskúfun frá Guði undir reglu Djöfulsins sem nú ber nafnið ESB.

Drottinn Guð plantaði aldingarð í Eden langt austur frá (á Austurlandi) og setti þar manninn, sem hann hafði myndað.

Og Drottinn Guð lét upp vaxa af jörðinni alls konar tré, sem voru girnileg á að líta og góð að eta af, og Lífsins tré í miðjum aldingarðinum og Skilningstréð góðs og ills.

Fljót rann frá Eden til að vökva aldingarðinn (Lagarfljótið), og þaðan kvíslaðist það og varð að fjórum stórám.

Hin fyrsta heitir Píson, hún .fellur um allt landið Havíla, þar sem gullið fæst. Og gull lands þess er gott. Þar fæst bedolakharpeis og sjóamsteinar.

Önnur stóráin heitir Gíhon. Hún fellur um allt Kúsland.

Þriðja stóráin heitir Kíddekel. Hún fellur fyrir vestan Assýríu.

Fjórða stóráin er Efrat.

Þá tók Drottinn Guð manninn og setti hann í aldingarðinn Eden til að yrkja hann og gæta hans.

Og Drottinn Guð bauð manninum og sagði:

Af öllum trjám í aldingarðinum máttu eta eftir vild, en af skilningstrénu góðs og ills mátt þú ekki eta, því að jafnskjótt og þú etur af því, skalt þú vissulega deyja. (1. Mós. 2:8-18)

Með því að gera iðrun getum við aftur fundið frelsið í Frelsaranum Jesú Kristi og komist aftur inn í Hina eilífu Paradís Guðs.

Sömuleiðis getum við Íslendingar gert iðrun og numið einhliða úr gildi lögin um Evrópska efnahagssvæðið nr. 2/1993 frá 12. janúar 1993.

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 8.5.2023 kl. 22:16

3 identicon

Sæll Magnús; sem og aðrir gestir, þínir !

Þakka þjer fyrir; kjarnyrta samantekt þína Magnús - líkt þjer; munum við fleirri hvað varð til hningnunar innlends iðnaðar og framleiðzlu margvíslegarar, þá þegar með EFTA óhappa verkinu 1967 / svo við tölum nú ekki um hraksmánarlega upptöku EES ómyndarinnar, þrátt fyrir tuga þúsunda undirskrifta skjals þess, sem all margir landsmanna fóru fram á þjóðaratkvæðagreizlu þar um, hverju Vigdís nokkur Finnbogadóttir stakk undir sinn stól, hvað aldrei skyldi gleymazt:: hvorki í nútíð, fremur en á komandi tímum, og má henni verða til æfarandi háðungar og smánar.

Björn S. Stefánsson !

Hvort heldur er; rjettlætir EES froðan ekki neins konar ofríki og frekju Þjóðverjanna, og fylgjenda þeirra annarra suður á Brussel völlum, gagnvart innlendri mannvirkjagerð hjerlendis, á nokkurn handa máta.

Guðmundur Örn; stórfrændi !

Jeg er algjörlega sammála þjer; hvað bókunar fjandann nr. 35 snertir, sem og niðurlag þinnar ágætu athugasemdar Guðmundur minn, en . . . . Kristur var enginn frelsari á nokkurn handa máta (tek fram:: jeg er ekki að taka upp hanskann fyrir Símon Magus (hinn illa) frændi) heldur var hann, þ.e. Kristur frábær reddari, í hinum allra víðasta skilningi þess orðs Guðmundur minn, um þann eiginleika hans skyldi enginn efazt, að sjálfsögðu.

Með beztu kveðjum; sem endranær, af Suðurlandi /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.5.2023 kl. 22:47

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Gott að lesa svona um gamla, góða tíð. 

 

Afi minn skildi sjálfstæðið þannig að það yrði að vera algjört og engar refjar með það. Foreldrar hans og nágrannar í upphafi 20. aldarinnar vissu þetta og þekktu á eigin skinni, og fólkið í sveitunum í gamla daga hafði þetta í erfðaminninu, hvernig Danir höfðu látið okkur lifa á möðkuðu mjöli og okruðu. 

 

Síðan var skyndilega komin önnur kynslóð stjórnmálamanna 1993 sem taldi að hægt væri að skerða sjálfstæðið fyrir einhver fríðindi. Afi skildi það strax að þarna var þjóðin að selja Kölska sál sína og það var nákvæmlega rétt. 

 

Það er nú orðið nokkuð ljóst að rétt eins og Kárahnjúkavirkjun var Schengensamstarfið og EES samningurinn ofdekur sem gerði þjóðina, lata, úrkynjaða og værukæra. 

 

Það þyrfti virkilega hetjur á borð við Jónas Hallgrímsson til að gefa okkur sjálfstæði aftur, og losa okkur úr þessu, sem virðist gott, en gerir okkur að þrælum erlends valds.

 

Mér finnst mest óskandi að unglingar og börn og skólafólk skildi að hugsjónir 19. aldarinnar um þjóðerniskennd eru ekki úreltar, heldur það bezta sem við eigum til að bæta lífið og fá aftur sjálfstæðið.

Ingólfur Sigurðsson, 8.5.2023 kl. 23:25

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrri innlitið Björn.

Ég hef aldrei komið til Grikklands né Finnlands og veit þar af leiðandi lítið um byggingarsteypu þar. En ég vinn þessa dagana m.a. með Rúmena sem hafði unnið lengi í Grikklandi og hann sýnir mér stundum myndir þaðan í símanum sínum. Mér sýnist á þeim að sinn sé siður í sínu landi enn að einhverju leiti sem betur fer. En bókhaldið í kringum gjörninginn er á sömu bókina lagt. Til að svara þér faglega, -þá er steypa gjörningur en ekki bókhald.

Þakka ykkur fyrir og hugnæmar athugasemdir, Guðmundur Örn, Óskar Helgi og Ingólfur.

Sögum af lífinu fyrir EES ber að halda til haga. Það er vaxin upp kynslóð sem trúir því að EES samningurinn hafi verið mikið heillaspor fyrir íslenskt samfélag. Það sem hefur gerst eftir EES er einfaldlega það að allur almenningur er mun skuldugri en áður og þar með strekktari á hamsturshjólinu. Svo kölluð lífsgæði fara ört minnkandi, enda íslendingar búnir að setja heimsmet í geðlyfjaáti samkvæmt nýjustu fréttum.

Magnús Sigurðsson, 9.5.2023 kl. 06:03

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Alveg hreint stórkostleg samantekt.  Að mínum dómi, er ekki nokkur spurning að EES samningurinn brýtur í bága við stjórnarskrána og kannski er "bókun 35" einna skýrasta dæmið þar um og að mínum dómi fremur Utanríkisráðherra LANDRÁÐ af grófum hætti með því að ætla að VIRKJA hana.  Ég treysti mér ekki til að fjalla nánar um hvernig EES samningurinn brýtur í bága við STJÓRNARSKRÁNA, það gerir mig svo reiðan að ég gæti sent eitthvað óviðeigandi frá mér, sem mér gæti orðið hált á í framtíðinni........

Jóhann Elíasson, 9.5.2023 kl. 07:19

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Takk fyrir góðan pistil Magnús.

Svar við fyrstu athugasemd, frá Birni S Stefánssyni er einfaldlega já, það eru samevrópskar reglur um steypu á Íslandi. Reyndar er smá undartekning á þessu, þar sem ekki tókst að framleiða hér sement sem uppfyllti þá staðla. Því eru allir staðlar varðandi steypu merkir að auki með IS í kenniheiti sínu. Steypan hér mátti vera lítilsháttar lélegri en sú samevrópska, en taka þurfti mið af því við hönnun húsa. Því miður misfórst það oftar en ekki.

Gunnar Heiðarsson, 9.5.2023 kl. 08:07

8 identicon

Takk fyrir pistilinn, meistari Magnús.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.5.2023 kl. 09:17

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir innlitið og athugasemdirnar félagar, -EES bírókratið hafa eyðilagt fleira á Íslandi en bara almenna þekkingu við að búa til steypu. Það hefur snúið nánast öllu á hvolf til að auka flækjustigið

Steypa hér var lengi ekki nógu góð hér á landi vegna þess að í íslenska sementið vantaði kísilryk. Það breyttist um 1980 þegar járnblendi verið á Grunartanga tók til starfa og ryki (sóti) þaðan var bætt í sementið.

Til að þétta sement er bætt í það kísilryki, oft frá kolabrennslu orkuverum. Nú er svo komið að þetta ryk er reiknað inn í kolefnisspor steypu, mengun sem upphaflega var komið fyrir kattarnef með því að koma henni í steypu, nokkurskonar Carbfix, sem nú fer sigurför á Íslandi á nýsköpunarstyrkjum ESB.

Það kveður svo rammt að þessum carbfix reiknikúnstum að til stendur að flytja síðan Kötlu sand til Evrópu og mala hann út í sement, kolefnissporsins vegna. því Katla er búin að afgreiða sporið. Það var m.a. hugmyndin á bak við Hjörleifshöfðakaupin.

Allt sement á Íslandi er nú innflutt og hefur verið um langan tíma, og sennilega fáum við Kötlu til baka en verðum að verða okkur út um Carbfix kvóta vegna Járnblendiversins.

Það er ákaflega fátt sem meikar nokkurn sens þegar bókhald um steypu er annars vegar, steypa er og verður steypa, -og bókhaldslega tóm steypa.

Magnús Sigurðsson, 9.5.2023 kl. 17:49

10 identicon

Sæll Magnús.

Í framhaldi af því sem Guðmundur Örn segir hér að framan
þá vil ég minna á þau orð sem eignuð eru séra Jens á Setbergi:
Eigi leið þú djöfulinn í freistni!

Það erum við sjálf sem erum að samþykkja þessa bókun 35, -
hefur ekkert með guð eða djöfulinn að gera heldur að ábyrgðin er okkar.

Kjósi menn að gerast krossberar eða binda myllustein um háls sér
þá er það þeirra ábyrgð, þeir skulu sjálfir svara til saka ef sök er
í því máli eða meðtaka lof og prís og velþóknun allra manna eftir atvikum.

Húsari. (IP-tala skráð) 9.5.2023 kl. 21:02

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér heilræðið Húsari, -þegar engin hlustar né vill sjá, hvað þá?

Ég er þreyttur og ráðþrota, held að ég hafi steypt yfir mig í dag í fyrsta skipti á ævinni.

Magnús Sigurðsson, 9.5.2023 kl. 21:41

12 identicon

Sæll Magnús.

Ekki þurfa öll sund að vera lokuð eða allar bjargir bannaðar því
hvað sagði ekki Megas: Guð býr í gaddavírnum, Amma!

Og áreiðanlega býr hann í steypunni líka því hvíldin eftir gott og heiðarlegt verk hvetur menn til dáða!

Mótmælafundur á laugardaginn!

Húsari. (IP-tala skráð) 9.5.2023 kl. 22:02

13 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Satt er það Húsari, -Guð býr í gaddavírnum amma og þyrnikórónunni. Þið Guðmundur Örn hafið, sem betur fer, mikið til ykkar máls.

Magnús Sigurðsson, 10.5.2023 kl. 05:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband