Klakinn

það er ekkert nýtt undir sólinni hvað vextina varðar og það þarf ekki að efast um að aðferðafræði Seðlabankans gefur sömu niðurstöðu og síðast, -og þar áður. Niðurstaðan er hvorki heimska né mistök í efnahagstjórn, heldur hrein græðgi og illska.

Hvorki er hægt að ætla ungu fólki né erlendu, að gera sér grein fyrir þeirri illsku sem liggur að baki þeirra klækjabragða sem síendurtekin eru við að gera heimili fólks að féþúfu, -og fara síversnandi. Eini möguleiki margra er að hrekjast í verðtygginguna, -eða þá á götuna.

Og ekki má gleyma því að Seðlabankinn var skilvirkasta peningaþvottastöð veraldar á síðasta áratug, og núverandi seðlabankastjóri var efnahagsráðgjafi gamma, þeirra sem hefur verið farið með eins og mannsmorð á hvað fengu íbúðasafn opinberra sjóða, -eignir hirtar af fólki í hinu svokallaða hruni.

Aflands ránsfengurinn, eftir að bankar voru tæmdir innanfrá, var síðan fluttur til landsins bláa á yfirgengi í gegnum fjárfestingaleið Seðlabanka Íslands og notaður til að kaupa upp eignir m.a. þær sem fjölskyldur höfðu misst, -engin fær að vita á hvað.

Svo var blásið til fasteignaverðbólu, -og nú eiga þeir, sem keyptu sitt fyrsta þak yfir höfuðið á háa verðinu, að blæða í eitt skiptið enn. Þetta er ekki efnahagstjórn fyrir fimm aura, þetta kallast á mannamáli græðgi og illska.

Guð blessi Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Enginn hefur komist nær SANNLEIKANUM í umfjöllun sinni um Íslenskt efnahagslíf....

Jóhann Elíasson, 3.6.2023 kl. 07:40

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ferilskrá seðlabankastjóra hefði átt að vera næg viðvörun um

vanhæfi, en spillinginn sér um sína og ekki hægt að fá betri

mann í starfið til að hirða allt af litla Jóni og Gunnu eina

ferðina enn enda með þvílíka reynslu af því að

stela, svíkja og pretta.

Hann var innviklaður hjá Kaupþing (RIP) og síðana hjá stórþjófa

fyrirtækinu Gamma (RIP) sem þú bendir svo réttilega á.

Núna er hægt að setja stórt spurningarmerki hvort næsta

fyrirtæki fari sömu leið Ísland (RIP).?????????

Góður pistill að vanda.

Sigurður Kristján Hjaltested, 3.6.2023 kl. 10:46

3 identicon

Því miður, þá er þetta sllt hárrétt sem þú segir, Magnús.  Hinn nakti sannleikur um kerfislæga grimmd og illsku.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.6.2023 kl. 12:21

4 identicon

Það má svo minna á hver skipaði Ásgeir seðlabankastjóra. 

Það var Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, formaður Vinstri grænna, og fyrrum ráðherra í helferðarstjórn Jóhönnu og Steingríms J. 

Það segir sína sögu um helferðina sem enn er hér stunduð af mikilli illsku og grimmd, og með þögulu samþykki svokallaðra Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.6.2023 kl. 13:03

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir athugasemdirnar, við gömlu mennirnir, sem munum tímana tvenna, erum greinilega nokkuð sammála, enda búnir að lifa 3-4 aðfarir að heimilum ungs fólks í gegnum verðbólgu, vertryggingu, húsbréf og sjálftöku, ásamt viðvarandi okurvöxtum.

Minnstu ekki á helferðahyskið ógrátandi Pétur Örn, -og það sem meira er að nú verandi formaður annars helferðarflokksins fékk milljóna tugi úr gamma bixinu við starfslok hjá kviku og flaug þar með inn sem kandídat hyskisins. 

Magnús Sigurðsson, 3.6.2023 kl. 13:25

6 identicon

Rétt, Magnús.

Samfylkingin er söm við sig, í skítabixinu.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.6.2023 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband