Hamfaratrúboð kolefniskirkjunnar

Nú básúna fjölmiðlarnir sömu hamafarhlýnunar fréttirnar frá trúboði kolefniskirkjunnar og um mitt sumar í fyrra, -og árin þar áður. Enda ekki ólíklegt að hitinn verði ekki mikið hærri á árinu en um þetta leiti.

Ef gullfiskaminnið ræður við að rifja upp ár aftur í tímann þá voru nákvæmlega sömu fréttir í fyrra um þetta leiti, nema að þá var það ekki Ítalía, hamfarirnar voru í Bretlandi. Ég tók mig til þá og fylgdist með í beinni á Windy.com, enda í sumarfríi þá eins og núna.

Metin voru slegin víða um Bretland þó þau kæmust hvergi nærri þeim hitamælarnir á Windy. Skýringuna mátti svo finna hjá hjá Met Office þegar fréttirnar voru fluttar af medíunni, og þá hvers vegna hitinn hefði hvergi sést á Windy.

Á Vísi var vitnað í Penelope Endersby forstýru Met office „Þetta veðurfar er algjörlega fordæmalaust. Við höfum aldrei áður séð slíkar hitatölur í reiknilíkönum okkar“. Þar átti hún við að hitinn hefði í fyrsta skipti í sögunni farið yfir 40°C á Bretlandseyjum.

Til sönnunar voru staðirnir taldir upp þar sem hitametin voru sleginn. Mátti þar finna Heatrow flugvöll, herflugvellina Coningsby og Nrtholt; St James´s Park auk Kew Gardens sem er gamalt gróðurhús í London.

Sumarhitar við Miðjaraðarhaf 40-45°C er reyndar engin nýlunda. Sjálfur hef ég verið í 43°C við strönd Miðjarðarhafsins á Spáni um mitt sumar á síðustu öld án þess að það hafi þótt merkilegt. Sennilega hefði einhvertíma þótt merkilegt ef hitinn næði ekki einhverstaðar eitthvert sumarið í S. Evrópu slíkum hæðum.

Reyndar hef ég verið í Íslenskri sólstofu þar sem hitinn fór yfir 50°C. Ég hvet áhangendur hamfarahlýnunar til að fylgjast með Windy.com í beinni og hitamælinum heima hjá sér, tala nú ekki um ef hann er í gróðurhúsi eða sólstofu, því það er ekki alltaf bara Langtíburtukistan sem hitametin falla, þó svo að medíunni þyki það merkilegra.


mbl.is Heljarinnar hiti í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tóbísbók  fjallar um engil Guðs, eða álf, sem hjálpar Tóbí og fjölskyldu hans. Þessi engill heitir Rafael. Hann er enn við hjálparstörf. - Ekki gleyma Álfhóli í Kópavogi.

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 15.7.2023 kl. 14:22

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Guðmundur Örn, -takk fyrir athugasemdina.

Mig grunar samt að hún hafi átta að lenda við pistilinn Hálfan álf, sem er næstur á undan þessum.

Magnús Sigurðsson, 15.7.2023 kl. 16:55

3 Smámynd: Haukur Árnason

Jamm, hitamet á Ítalíu, kannski ?

"Maður veit svosem ekki hvað er mikið mark takandi á þessum mælingum.

Ég var með bústað uppí Brekkuskógi í Biskupstungum, þar sprengdi ég tvo hitamæla á veröndinni fyrir sunnan bústaðinn. Báðir áttu að þola rúmar 50 gráður, þ.e. að fyrir ofan þar sem stóð 50 voru 5 millistrik.

Þeir vóru uppí það og sátu þar fastir. Tekið fram að sólin skein ekki á þá.

Sótti þá kjöthitamæli, lét hann ligga á pallinum, sólin skein á hann, hann fór í 62 gráður."

Þeir leynast víða hitapollarnir. Var í Barselóna á þessum árstíma fyrir mörgum árum, þá var hitinn þar um 38 gráður. Mér fannst þetta heldur heitt, þá var sagt: "Þú ert heppinn að vera ekki í Madríd, þar eru 44 gráður."

Haukur Árnason, 15.7.2023 kl. 19:22

4 Smámynd: Haukur Árnason

Þeir vóru uppí það. Átti að vera fóru.

Haukur Árnason, 15.7.2023 kl. 19:24

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Haukur, og takk fyrir innlitið og athugasemdina.

Þú hefur greinilega fylgst með hvernig hitamælar haga sér. Sá sem ég vitnaði til í sólstofunni var af gömlu gerðinni vísir á skífu með pinna sem stoppaði vísirinn á +50°C, mælirinn fór sjálfsagt hærra því vísirinn brotnaði. Ekki að svona nokkuð séu vísindalegar mælingar, en þær kenna manni að fylgjast með.

Það hafa alla tíð verið hitabylgjur í fréttum á þessum árstíma, en það er nýtt að setja þær sí og æ í samband við hamfarir, og alveg nýtt að nota hita frá flugvallamalbiki og í gróðurhúsum, eins og Met Office gerði í Bretlandi sem heilög vísindi. Eins og sjá má á Vísis fréttinni sem linkað er á í pistlinum.

Einn bloggarinn hér á mbl, Friðrik Hansen Guðmundsson verkfræðingur hefur farið nokkuð nákvæmlega yfir á blogginu sínu hvernig hamfarahlýnuninni er farið hér á landi. Þær niðurstöður eru nokkuð í takt við þá tilfinningu sem maður hefur sjálfur.

Það hefur vissulega verið hlýrra á Íslandi undanfarin ár, en ef ég lít til þess þegar fyrst ég man, þá var afi minn með byggakra í Vallanesinu fram til 1966, síðan kólnaði og byggakrar voru svo til óþekktir á Héraði þangað til eftir aldamót. þá fóru þeir að sjást aftur, og þetta sumarið akurinn fallegur hér á Egilsstaðanesinu enda einstaklega hlýr júní.

Á spássíunni hér til hægri má sjá þennan byggakur á neðstu mynd sem tekin var fyrir viku síðan. Ég set hérna fyrir neðan slóð á síðuna hans Friðriks Hansen, en það er nokkuð langt síðan hann hefur birt blogg hér á mbl, en fréttir voru af því í vetur að honum hefði verið hent út af facebook vegna loftslagsóreiðu.

https://fhg.blog.is/blog/fhg/

Magnús Sigurðsson, 15.7.2023 kl. 20:05

6 identicon

Því miður byggist þetta "Hamfaratrúboð kolefniskirkjunnr" á vísindalegum staðreyndum studdum ótal, síendurteknum mælingum. Það þýðir ekki lengur að berja höfðinu við steininn. Fellibyljir og flóð eru svo sem ekki ný fyrirbæri en þau eru orðin algengari og ofsafengnari en en áður. Þar á móti koma svo miklir þurrkar, t.d. í Evrópu. Þar er vatnsrennsli í fljótum, sem hafa verið miklar samgönguæðar, oft svo lítið að þau verða vart skipgeng. Einkum hefur lítil vetrarúrkoma verið til baga en hún er mikilvæg fyrir gróðurinn. Er nú svo komið að víða í Evrópu  horfir til vandræða með kornrækt vegna þurrka, einnig hafa skógar látið á sjá.

Ég læt hér fylgja sjónvarpspistil þar sem þýski stjarneðlisfræðingurinn, próf. Harald Lesch fjallar um loftslagsmál. Vona ég að einhverjir ómaki sig við að horfa á þennan pistil enda þótt hann sé á þýsku en nálgast má enskan texta við hann:    https://www.youtube.com/watch?v=QWfzim9Ttyc

Hörður þormar (IP-tala skráð) 15.7.2023 kl. 22:44

7 identicon

Youtube, Harald Lesch Missverstandnisse zum Klimawechsel: https://www.youtube.com/watch?v=QWfzim9Ttyc

Hörður þormar (IP-tala skráð) 15.7.2023 kl. 23:01

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrri innlitið Hörður, -það hefur aldrei vantað trúboðana í þessa kolefnis kirkju og nóg er allstaðar af ítarefni fyrir heimsendaspámenn og því frekar klént hjá þér að klína því við þennan pistil.

Það sem ég er m.a. að benda á í þessum pistli, er hvernig hitametin voru fengin í Bretlandi í fyrra og hvernig þau stangast algerlega á við það viðurkennda.

Vil hvetja fólk til að fylgjast með því sem hægt er heima hjá sér án þess að kyngja öllum áróðri medíunnar hugsunarlaust. Hitamælirinn heima hjá fólki er ágætis tæki til þess því að óskapnaðurinn er svo svakalegur í Langtíburtukistan þegar medían hefur matreitt hann.

Eins og þú bendir á þá þýðir ekkert að berja hausnum lengur við steininn hvað það varðar að manngerð sóunin hefur níðst á náttúrunni. Þá ber líka að taka á því heima hjá sér með öðru hætti en enn meiri hamförum.

Árfarvegir hafa verið sameinaðir og þrengdir til að fá land og áveitur úr uppistöðulónum, það er óvíða að verða til sá blettur í Evrópu sem ekki er manngerður. þetta kallast svo á við bæði á þurrka og flóð.

Það ber að taka á sóun og áníðslu á náttúruna, en ekki friðþægja auðtrúa sálir með aflátsbréfum, ofursköttum, varnargörðum, hamfaraórækt og carbfix

Magnús Sigurðsson, 15.7.2023 kl. 23:42

9 identicon

Sæll Magnús.

Þetta er svo sem eftir öðru.

Dæmin höfum við hvert kvöld í sjónvarpi landsmanna
og fátt pínlegra að sjá en að lega Íslands
samsvari legu annarra landa við miðbaug jarðar að hitastigi.

Hverjum heilvita manni gæti dottið önnur eins vitleysa í hug
að hitafar á Íslandi samsvari hitastigi í Sahara-eyðimörkinni!
(hárautt veðurkortið gefur ekkert annað til kynna)

Þvílíkir fjandans hálfvitar!

Húsari. (IP-tala skráð) 16.7.2023 kl. 10:45

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Húsari, -þú kannt að koma orðum að því.

Mér dettur heldur ekkert annað ráð í hug en að horfa á hitamælinn heima hjá mér til að leggja mat á hamfarahlýnunina á heims vísu.

Tölur svokallaðra sérfræðinga, fengnar úr hita mældum utan úr geimnum, settar í reiknilíkan og matreiddan úr spálíkani til medíunnar hef ég engar forsendur til að meta.

Gott ef ég sé ekki rautt þegar mér er boðið upp á svoleiðis vísindi.

Magnús Sigurðsson, 16.7.2023 kl. 11:53

11 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sæll Magnús og takk fyrir góðan pistil.

Flestar af þessum vísindalegum staðreyndum sem Hörður heldur framm

eru nú bara ekki framreiddar af alvöru vísinda mönnum.

Ef Greta Thunberg er vísindamaður þá eru það allir.

Í þau fáu skipti sem rætt er við alvöru vísindamenn, en ekki þá sem

halda puttanum upp í loftið og fá öll sín fræði þannig, þá er það næstum

því undantekningarlaust þaggað niður og haldið fjarri fólki.

Þegar lesið er úr ískjörnum, sem alvöru vísinda menn gera, þá kemur

í ljós að um aldamótinn 1000 var meðalhiti á Íslandi mun hærri heldur hann

er í dag og í gömlum bókum talað um að Ísland væri skógi vaxið frá fjöllum og

niður í fjöru. Miðað við kenningar woke-kjaftæðisins er nokku ljóst að

víkingarnir voru ekki á seglskipum í þá daga heldur dísel knúnum bátum.

Það passar við þeirra fræði ekki satt.

Sigurður Kristján Hjaltested, 16.7.2023 kl. 15:16

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Sigurður og þakka þér fyrir greinagóða athugasemd. Víkingarnir gætu líka hafa komið á kolakynntum nýsköpunartogurum, þeir voru víst nokkrir þannig.

Eins og ég bendi á þá hefur venjulegt fólk engar forsendur til að leggja annað mat á woke hamfara vísindin, aðrar en með tilliti til hitamælisins heima hjá sér og eigin reynsluheims.

Hamfaraveðurvísindin mæla hitastigið allt eins utan úr geimnum áður en það er kokkað í reiknilíkani og þaðan matreitt í medíuna úr spálíkani. Þetta vita alvöru vísindamenn að er keypt kjaftæði því þeir nota hitamæla á staðnum og borkjarna úr Grænlandsjökli til að kanna söguna. Eins og þú bendir skilmerkilega á.

Það er náttúrulega alveg einstakt að það skuli vera hægt að spila á Íslendinga, af öllum þjóðum með hamfaravísindum því hamfarir á Íslandi hafa ekki stafað af hita nema þá eldgosi.

Fólk þarf ekki annað en að líta í Íslandssöguna til að átta sig á því að hlýrra hefur verið á landinu bláa en það er nú og alvöru vísindamenn vita að svo hefur verið um allan heim.

Ég setti blogg hérna á síðuna fyrir nokkrum árum þar sem var verið að misnota jökla landsins af stórri erlendri sjónvarpsstöð og ekki heyrðist þá múkk frá íslensku medíunni freka r en endranær þó svo að augljóslega væri farið fleipur.

https://magnuss.blog.is/blog/magnuss/entry/2254477/

Magnús Sigurðsson, 16.7.2023 kl. 16:19

13 identicon

Satt er það, Greta Thunberg er ekki vísindamaður hún er aktívisti, enda vitnaði ég ekki í hana. En hún var "fiðrildið sem kom fellibylnum af stað" þegar hún sem barnung stúlka gerði uppsteyt sem hreyfði við ungu fólki út um allan heim. Síðan hefur hún elst og þroskast og gerir nú hálfgert grín að uppátæki sínu. Hún virðist samt enn vera að bögglast fyrir brjóstinu á sumum.

Ég var hins vegar að vitna í einn framsta vísindamann Þjóðverja sem hefur verið með vísindþætti í sjónvarpi í meira en tuttugu ár. Kannski er hann ekki "alvöru vísindmsður" að dómi sumra sem "vita víst betur".

Hörður þormar (IP-tala skráð) 16.7.2023 kl. 18:28

14 identicon

Það snjóaði í Barkly east í suður afríku í gær, sem gerist, en er mjög sjaldæfur atburður. 

Veðrið breytist, getum við gert eitthvað við því ? Borgað hærri skatta ?

Emil (IP-tala skráð) 16.7.2023 kl. 20:32

15 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Eins og ég hef áður sagt Hörður, -þá hef ég engar forsendur til að ræða vísindi hamfarahlýnunarinnar. Þessi pistill átti að fjalla um almenna skynsemi.

Það virðist vera Emil, -eða carbfixa strókandi kolefnisporið með t.d. hamfaraórækt. Það er verið að leggja heilu bújarðirnar undir svoleiðis syndaaflausn hjá þjóð sem fjarlægist það meir og meir að vera sjálfbær með matvæli.

Magnús Sigurðsson, 16.7.2023 kl. 22:01

16 identicon

Sæll Magnús.

Ekki má gleyma garminum honum Katli og Gretu Tintin Eleonoru Ernman Thunberg!

Staðreynd er og ómótmælanlegt að hún er heiðursdoktor
við Háskólann í Helsinki í Finnlandi og einnig við
British Columbia Háskólann í Canada, - í trúarbragðafræði!!

Hún sér það, blessaður auminginn, að þar hæfir kjaftur skel
og allt er þetta trú sem byggir á ósk og von og innri sannfæringu
um hluti sem ekki er auðið að sjá eða finna nokkur rök fyrir.

Af þessari ástæðu einni saman er þarflaust eftirleiðis að ræða loftslagsmál!

Húsari. (IP-tala skráð) 16.7.2023 kl. 23:48

17 Smámynd: Geir Ágústsson

Ýmis trúfélög sem boða reglulega heimsendi hljóta að skammast sín fyrir blaðamannafulltrúa sína. Aldrei rata þeirra nýjustu heimsendaspár í fréttirnar eins og þær frá kolefniskirkjunni.

Geir Ágústsson, 17.7.2023 kl. 00:19

18 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það má þó alltaf segja sem svo Húsari, -að það sé ánægjulegt hvað þær fást orðið fyrir lítið doktorsgráðurnar, þær verðbólgna allavega ekki.

Já segðu Geir, -það er ekki sama Jón og séra Jón í þessu.

Magnús Sigurðsson, 17.7.2023 kl. 06:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband