18.7.2023 | 07:10
Þjóðminjar
Greint var frá því hér á síðunni, fyrir nokkrum árum, að Bakkabræður hefðu sett rörahlið á þjóðminjasafnið. Líklega til að halda sauðfé, sem nú er í tísku að kalla ágangsfé, í skefjum. Nokkrum mánuðum síðar baðst síðuhafi afsökunar á orðaleppum þar að lútandi og lofaði að hafa ekki fleiri orð um þær þjóðminjar sem vöktu athygli hans á atferli Bakkabræðra. Nú er samt svo komið að ég get ekki lengur orða bundist og verð að brjóta heit mitt um að hafa ekki fleiri orð um pípuhlið Bakkabræðra.
Það er ekki þannig að ég hafi ekki farið í mínar árlegu ferðir til að njósna um þá bræður, snúast í kringum einu fjósbaðstofu þjóðminjasafnsins, þó svo að ég hafi heitið að halda kjafti. þeim hef ég haldið til streitu á hverju ári enda er gamli torfbærinn á Galtastöðum fremri sá eini sem eftir stendur af dæmigerðu torbæjum á Héraði og sérstakur í safni þjóðminjasafnsins sem kotbær með baðstofu yfir fjósi.
Í gær fór ég mína árlegu ferð og vonaðist eftir að hitta á vinnumenn við bæinn, allt eins þá bræður sjálfa. Þegar ég kom að pípuhliðinu, sem er langan veg frá bænum, var strengdur í það spotti með hangandi skilti sem á stóð Vinnusvæði öll óviðkomandi umferð bönnuð. Mér kom til hugar þarna við skiltið að snúa við, en varð þá hugsað til bernsku minnar sem ekki hefði látið svona lítilræði standa í vegi.
Það oft var maður búin að vera staðinn að því að háma í sig rifsber eða annað góðgæti úr runnum í gamladaga að galandi húsmóðir, jafnvel vatnsglas, var engin fyrirstaða við að halda áfram að háma í sig góðgætið á meðan fært var, eða þar til sást til húsfreyjunnar með vatnsfötu. En þá var maður líka fljótur að láta sig hverfa eins og þrautreynd túnrolla. Þannig að láta rörhlið stoppa sig á gamalsaldri hefði verið heldur klént.
Ég losaði því bandið og keyrði á gamla sorry Cherokee frá því á síðustu öld heim að þessum 19. aldar bæ til að verða fyrir vonbrigðu. Því miður eru framkvæmdir Bakkabræðra aftarlega á merinni við Galtastaði fremri og lítil von til þess að ég komi til með að fá að skoða fjósbaðstofuna á minni ævi, þessa einstöku gersemi Þjóðminjasafns Íslands. En bílastæðin eru vegleg innan girðingar, enda ekki annað við hæfi í allri innviðauppbyggingunni á heimaslóðum skurðgröfunnar.
Síðuhafi hvetur alla, sem áhuga hafa á, að gera sér ferð út í Galtastaði fremri og láta ekki girt pípuhliðið standa í vegi. Svo þröngur er vegurinn að hliðinu að engin leið er að snúa þar við. Þannig að eina leiðin er að taka niður vinnusvæðisskiltið og keyra heim á bílastæðin til að snúa, nema þá bakka hálfann kílómetri yfir holt og blindhæðir, með tilheyrandi hálsríg.
Heima við Galtastaði má bregða sér út á bílastæðinu og kanna vegsummerki Bakkabræðra um leið skoða bæinn. Og ef einhver skildi koma og fjargviðrast yfir því að þjóðminjasafnið sé lokað, og öll óviðkomandi umferð bönnuð, má alltaf segja; ekkert mál og vertu svo ekki með neitt djöfulsins helvítis píp, snarst upp í bíl og spóla út fyrir pípuhlið.
Dyrfjöllin njóta sín frá Galtastöðum fremri
Bæjarhlaðið með stafna í austur
Bakhliðin grasi vaxin með gömlu handverki
Austurglugginn, heimsókninni til sönnunar
Athugasemdir
Fallegt sauðféð. Hef mikið velt því fyrir mér hvaða reglugerðir séu í Rússlandi, þegar ég hef þáð hektarann við Amurfljótið í Rússlandi, sem allir pólitískir flóttamenn geta fengið þarlendis, að uppfylltum skilyrðum.
Hvort maður gæti flutt inn tvær kvígur og fjórar gimbrar og byggt hafið síberískt-íslenskan búskap, auðvitað blandaðan þarlendum hrútum og nautum ...
Guðjón E. Hreinberg, 18.7.2023 kl. 10:07
Sæll Guðjón, -já landskiki við Amurfljótið, þú segir nokkuð, ætli þetta gæti ekki verið eina ráðið til að bjarga íslensku sauðkindinni? -þó það sé aðeins að hluta.
Hún er nú talin óæskilegri í eigin landi en landsins forni fjandi svo vitnað sé í guðspjöll kolefnis kirkjunnar.
Hvað kostaði þessi landskiki austur í Síberíu, og hvaða skilyrði þurfa flóttamenn að uppfylla?
Magnús Sigurðsson, 18.7.2023 kl. 11:01
Ég hef lengi velt fyrir mér hvers vegna gengnar kynslóðir fram til 1950 höfðu engan áhuga á þjóðminjasöfnum, friðun húsa, verkminjasöfnum og slíku - eða fræsöfnun á Svalbarða - en ég er held ég byrjaður að skilja þessa Sósíalísku og morðóðu þráhyggju þeirra sem hika ekki við að drepa milljónir fólks og jafnvel allt mannkynið vegna útdreginnar djöfullegrar teknókrasíu.
Ætti kannski að setja þessa hugleiðingu í sjálfstæða færslu ... en ég er hættur að spennulosa ... svo,
Guðjón E. Hreinberg, 18.7.2023 kl. 20:40
... þú færð hektarann frítt - að uppfylltum skilyrðum sé maður aðfluttur - en miðað við sum viðtöl sem ég hef séð skilst mér að sjóðir og bankar Rússneska sambandsríkisins veiti hagstæð (nærri vaxtalaus) lán til þeirra sem vilja kaupa land á þessum slóðum og hefja "sjálfært líf."
... mun blogga um þetta þegar ég verð kominn austur.
Guðjón E. Hreinberg, 18.7.2023 kl. 20:42
Hafðu íslensku suðkindina með þér austur Guðjón, -þó svo að hún teljist ágangsfé, þá dugir hún vel í föðurland, þú gætir þurft á því að halda á Síberískum útmánuðum.
Magnús Sigurðsson, 18.7.2023 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.