14.10.2023 | 06:52
Fordæming
Tönn fyrir tönn,
auga fyrir auga.
Við sem bak við fjöllin
úr fjarlægð fordæmum,
í glamri falskra tanna
kaldastríðs kumlsins.
Þegar himnarnir hrynja;
halda þá hugsanir
sálinni andvaka?
hvað verður um börnin
í siðblindu kófinu?
Augu fyrir auga,
tennur fyrir tönn.
Athugasemdir
Guðsblessun.
Guðjón E. Hreinberg, 14.10.2023 kl. 12:53
Þakkir fyrir innlitið og blessunina Guðjón, -ekki veitir af henni fyrir blessuð börnin á tímum sem þessum.
Annars átti ég svosem ekki von á að neinn skildi eftir sig athugasemd við færslu í formi ljóðs, sem minnist þar að auki á sálina, auk þess að geta talist skot á lesendur.
En þetta kannast þú nú allt saman við, -Takk fyrir mig.
Magnús Sigurðsson, 14.10.2023 kl. 20:26
Takk Magnús. Tek undir með Guðjóni.
-halda þá hugsanir
sálinni andvaka ?
Vel orðað, en sefur sálin ? Er hún ekki síkvik og vakandi ?
Haukur Árnason, 14.10.2023 kl. 21:34
Blessaður Haukur, -og takk fyrir innlitið og athugasemdina.
Maður skyldi ætla að allir væru tengdir sinni sívöku sál. En það er engu líkara en sálin sé ekki lengur til staðar, -svona ef miðað er við medíuna.
Allavega finnst manna að reynt sé að halda þekkingu eilífrar sálar til hlés, þó svo spilað sé á tilfinningarnar.
Verðum við ekki að reikna með því að við séum gott fólk með upplýsta sál, svona barnanna vegna?
Magnús Sigurðsson, 15.10.2023 kl. 06:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.